Síða 1 af 1

Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 10:52
af elri99
Var að spá í að versla AA hleðslurafhlöður í útvarp. Einhver betri kostur en þessi?
http://simabaer.is/index.php?option=com ... &Itemid=26

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 11:04
af Tbot
Íhlutir hafa verið með GP minnir mig
Veit ekki hvað Miðbæjarradíó býður.

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 11:10
af Daz
IKEA selja 4 x AA á 900 kall. Hversu góðar þær eru veit ég svosem ekki, en þær eru ódýrari.

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 13:15
af Bjarni G.
Bónus er að selja 4 x AA Sanyo Eneloop á 2.000 kall. Færð ekki betri AA hleðslurafhlöður.

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 13:20
af jonsig
Bjarni G. skrifaði:Bónus er að selja 4 x AA Sanyo Eneloop á 2.000 kall. Færð ekki betri AA hleðslurafhlöður.


Það er talað um að sanyo séu fremstir í þessu í dag , sérstaklega pro línan þeirra. Varta performar vel en veiki hlekkurinn oftast í þessu samhengi eru hleðslutækin , flest ódýru hleðslutækin eru bara orku pumpur sem pumpa orku í batteríin og stoppa ekkert og halda áfram og byrja þá að framleiða hita í batteríinu . Skásti kostuirnn sem þú færð í dag er líklegast hleðslutæki með Delta -cutoff tækni . Þá skynjar hleðslutækið þegar batteríið er fullt , því Ni-mh batterí droppa spennu um nokkur mV í 2 sekúntur áður en þau fyllast, og gott delta cutoff tæki detectar þetta . Þessi ódýru tæki sem fylgja oft varta-duracell -sanyo eru ódýr og hafa því frekar heimskan detection búnað og þú lendir örugglega oft í yfirhleðslu með þeim og kálar batteríunum hraðar en með vönduðu hleðslutæki .

Vandamálið með ódýr delta cut-off tæki hérna á klakanum er að þau fylla ekkert endilega batteríið af einhverri ástæðu . OG alls ekki kaupa tímastillt hleðslutæki eða nota þessar orkupumpur sem fylla batteríin á sem skemmstum tíma.

Vandamálið við nimh er spennan 1.2 volt en hún helst jöfn út alla afhleðsluna næstum því . Meðan alkaline er 1.53V full hlaðið og lækkar jafnt og þétt niður í 1 volt þegar það "tæmist" lélegur búnaður detectar ni-mh sem "Hálfnað þegar það er fullt og það er vegna þess að það er ekki hægt að ákvarða hleðslu nimh batterís með voltmæli"

Hiti er killer no.1 á batterí, og lætur þau "venta" best er að hæghlaða batterí .

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 14:47
af elri99
Takk fyrir þessar upplýsigar. Síðast þegar ég skoðaði í Bónus voru Sanyo Eneloop rafhlöðurnar hjá þeim nokkra ára gamlar. Ætli það skipti máli?

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 14:58
af Bjarni G.
Held að þeir hafi fengið nýja sendingu, allavega skoðaði ég þær um daginn og þá voru þeir með nýjustu týpuna sem á að vera hægt að endurhlaða allt að 1500 sinnum. Ekki nema kannski rúmt ár síðan hún kom á markað.

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 15:06
af chaplin
Daz skrifaði:IKEA selja 4 x AA á 900 kall. Hversu góðar þær eru veit ég svosem ekki, en þær eru ódýrari.

Það eru til tvær týpur af LADDA rafhlöðum, 700mAh og 2000mAh, fyrir þetta verð finnst mér líklegt að þetta séu 700mAh og þá myndi ég frekar fá mér Sanyo rafhlöðurnar hjá Bónus, þeas. ef þær eru ekki dated 2006.

Leiðrétt AA rafhlöðurnar eru sýnist mér 2000mAh, AAA eru 700mAh. Best væri að hringja í IKEA og fá betri svör.

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 16:00
af jonsig
chaplin skrifaði:
Daz skrifaði:IKEA selja 4 x AA á 900 kall. Hversu góðar þær eru veit ég svosem ekki, en þær eru ódýrari.

Það eru til tvær týpur af LADDA rafhlöðum, 700mAh og 2000mAh, fyrir þetta verð finnst mér líklegt að þetta séu 700mAh og þá myndi ég frekar fá mér Sanyo rafhlöðurnar hjá Bónus, þeas. ef þær eru ekki dated 2006.

Leiðrétt AA rafhlöðurnar eru sýnist mér 2000mAh, AAA eru 700mAh. Best væri að hringja í IKEA og fá betri svör.


700mAh eru líklega AAA batterý og 2000mAh eru þá AA

Vandamálið með ikea rafhlöðurnar er að þær hafa mjög hátt self discharge rate , þær cellur tilheyra fyrstu eða annari kynslóð af Ni-mH rafhlöðum . Þær eru kannski komnar niður í 20% hleðslu með því að sitja á bið í skápnum í mánuð . Og eitt af þáttunum sem rýra rafhlöðu er einmitt discharge´ið :)

Sanyo rafhlöðurnar hafa örlítið minni hleðslu yfirleitt kringum 2000mAh meðan hinar gömlu hafa uppí 2800mAh . Ef þú ert með batterý sem er hvort sem er að fara klárast í myndavélinni þinni á 2 dögum þá væri eldri kynslóðin heppilegri . En ef þetta er útvarp eða fjarstýring þá er "LSD" nimh batterý betri kostur (sanyo eneloop).

Það ætti ekki að skaða þótt batterýið sé 5ára ef það á eftir að tilkeyra það (100 afhleðslur og hleðslur)

Og ég get ekki undirstrikað það nógu mikið hvað HLEÐSLUTÆKIÐ skiptir miklu máli . Ég mundi ekki koma nálægt duracell-varta-sanyo-GP chep´o hleðslutækjum . Gott hleðslutæki hraðhleður sem dæmi 2000mAh uppí 1800mah á 2 tímum og trickle hleður svo batteríið upp í 2000mah (þessi 200mAh sem vantar uppá) . Þessi ódýru delta cut off tæki hlaða af fullum krafti þótt batterýið sé komið yfir 80% og byrja að hita það í leiðinni og skemma það.

Gott hleðslutæki hitar kjarna batterýis ekki meira en 40°c ef það fer yfir það þá ætti að setja tækið í endurvinnslu eða senda aftur til kína .

Ef þú kemst ekki í sanyo eneloop þá eru recyko batterýin frá GP (golden peak group) góður kostur eða pairdeer sem fást í rafborg .

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 17:39
af 121310
Ég hef notað þetta hleðslutæki lengi og er mjög sáttur
http://www.ebay.com/itm/BM110-Intellige ... 2ece41b5e5

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 17:49
af arons4
Ekkert nema gott að segja um eneloop, notaði svoleiðis í 2 ár og (hlóð annað hvern dag) og hleðslan dugði alveg jafn lengi þá og nú.

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 18:45
af jonsig
121310 skrifaði:Ég hef notað þetta hleðslutæki lengi og er mjög sáttur
http://www.ebay.com/itm/BM110-Intellige ... 2ece41b5e5


Þessi er amk með stillanlegan straum , en mér finnst verðið of hátt . Regular user hefur annars ekkert við svona fítusa að gera.

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 20:28
af elri99
Verslaði þessar Sanyo eneloop rafhlöður í Bónus. Pakkinn með 4 stk kostar 1998kr. Framleiðslu dagsetning: 2013 02.
http://www.amazon.co.uk/eneloop-Generat ... pd_cp_ce_1

Takk fyrir góðar ábendingar.

Útvarpið sem þetta fer í er Sangean PR-D7. Frábært tæki sem fæst í BT/Ormsson á 14.900.
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6882720043
http://www.amazon.com/Sangean-PR-D7-Dig ... ds=Sangean

Re: Hleðslurafhlöður - Hvað er nýtt?

Sent: Fös 21. Feb 2014 20:41
af jonsig
Flott að geta keypt batterí græjur. Tilhneiging framleiðenda í dag er að framleiða tækin sín með custom rafhlöðum til að fá meiri pening frá þér þegar þú þarft að endurnýja rafhlöðuna