Tollur & póstur rant
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 565
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Tollur & póstur rant
[rant]
Ég pantaði mér örgjörva (Q6700 f Plex server) á netinu sem var 7 virka daga að koma til Íslands (kom á mánudaginn). Ég trúi ekki að það taki svo viku að fá þetta afhent hér heima.
Ég fæ ekki tilkynningu um að hann sé kominn fyrr en á miðvikudaginn og þá sendi ég strax kvittunina... hringi uppeftir í gær og í dag. Í dag er loksins búið að tollafgreiða en þetta verður ekki komið á pósthúsið fyrr en á mánudaginn og ég get ekki sótt á Stórhöfða heldur.+
Klukkan er 10 að morgni á föstudegi og þeir geta ekki drullast til að koma þessu á pósthús fyrir kl 18?
Meira skítabatterýið sem við erum fastir með hérna.
[/rant]
Ég pantaði mér örgjörva (Q6700 f Plex server) á netinu sem var 7 virka daga að koma til Íslands (kom á mánudaginn). Ég trúi ekki að það taki svo viku að fá þetta afhent hér heima.
Ég fæ ekki tilkynningu um að hann sé kominn fyrr en á miðvikudaginn og þá sendi ég strax kvittunina... hringi uppeftir í gær og í dag. Í dag er loksins búið að tollafgreiða en þetta verður ekki komið á pósthúsið fyrr en á mánudaginn og ég get ekki sótt á Stórhöfða heldur.+
Klukkan er 10 að morgni á föstudegi og þeir geta ekki drullast til að koma þessu á pósthús fyrir kl 18?
Meira skítabatterýið sem við erum fastir með hérna.
[/rant]
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
Fyrir 1000.- króna "flýtigjald" þá fer þetta í pósthúsið samdægurs.
Fyrir 500.- króna "afgreiðslugjald" máttu sækja á Stórhöfða.
Ef þeir þurfa að opna pakka til að finna reikning þá kostar það 1000.- krónur.
Þetta eru þrír nýjir gjaldflokkar sem bættus við um áramót.
Þessi gjöld eru viðbót við 550.- kr. tollmeðferðargjaldið.
Auðvitað eru þeir ekkert að flýta sér að afgreiða, það tekur lengri tíma að senda frá Stórhöfðanum yfir á næsta pósthús en að fá vöruna frá útlöndum, nema þú borgir 1000.-kr. þeir vilja að fólk borgi þessar auka 1000.-kr.
Þeir geta leyft sér þetta í skjóli einokunnar.
Norður Kórea hvað?
Fyrir 500.- króna "afgreiðslugjald" máttu sækja á Stórhöfða.
Ef þeir þurfa að opna pakka til að finna reikning þá kostar það 1000.- krónur.
Þetta eru þrír nýjir gjaldflokkar sem bættus við um áramót.
Þessi gjöld eru viðbót við 550.- kr. tollmeðferðargjaldið.
Auðvitað eru þeir ekkert að flýta sér að afgreiða, það tekur lengri tíma að senda frá Stórhöfðanum yfir á næsta pósthús en að fá vöruna frá útlöndum, nema þú borgir 1000.-kr. þeir vilja að fólk borgi þessar auka 1000.-kr.
Þeir geta leyft sér þetta í skjóli einokunnar.
Norður Kórea hvað?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
dori skrifaði:What? Kostar núna 500 krónur að fara á Stórhöfða að sækja pakka?
Ég segi það sama. Er það ekki flokkunarstöðin þeirra?
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 565
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
GuðjónR skrifaði:Fyrir 1000.- króna "flýtigjald" þá fer þetta í pósthúsið samdægurs.
Fyrir 500.- króna "afgreiðslugjald" máttu sækja á Stórhöfða.
Ef þeir þurfa að opna pakka til að finna reikning þá kostar það 1000.- krónur.
Þetta eru þrír nýjir gjaldflokkar sem bættus við um áramót.
Þessi gjöld eru viðbót við 550.- kr. tollmeðferðargjaldið.
Auðvitað eru þeir ekkert að flýta sér að afgreiða, það tekur lengri tíma að senda frá Stórhöfðanum yfir á næsta pósthús en að fá vöruna frá útlöndum, nema þú borgir 1000.-kr. þeir vilja að fólk borgi þessar auka 1000.-kr.
Þeir geta leyft sér þetta í skjóli einokunnar.
Norður Kórea hvað?
Þetta er náttúrulega alveg fáranlegt. Ég spurði hvort ég gæti ekki sótt þetta til þeirra á Stórhöfða en það var víst ekki hægt í þessu tilviki.
Kemur til landsins fyrir hádegi á mánudegi, kemur til póstsins 2 dögum seinna (hvað er að gerast í millitíðinni?) og svo tollafgreitt á föstudagsmorgni. Svo er lífsins ómögulegt að drulla þessu upp á næsta pósthús fyrir lokun (8 klst).
En það er rétt sem þú segir með einokunina
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 565
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
AntiTrust skrifaði:dori skrifaði:What? Kostar núna 500 krónur að fara á Stórhöfða að sækja pakka?
Ég segi það sama. Er það ekki flokkunarstöðin þeirra?
Jú, kostar 500 kr. Maður myndi halda að það að sækja þetta myndi koma út á sléttu - þeir spara jú útaksturinn.
Re: Tollur & póstur rant
https://www.dv.is/frettir/2013/6/22/pos ... ri-FU8B7V/
DV skrifaði:Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur tapað meira en fjórtán hundruð milljónum króna frá aldamótum á þeim hluta rekstrar síns sem er rekinn í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði. Íslandspóstur hefur einkarétt á póstdreifingu á Íslandi á bréfum sem eru undir 50 grömmum að þyngd, og hefur gert um áratugaskeið, en fyrirtækið hefur einnig haslað sér völl í starfsemi sem einkaréttur þess nær ekki, til dæmis sendingum á bréfum og pökkum þyngri en 50 grömm.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
steinarorri skrifaði:GuðjónR skrifaði:Fyrir 1000.- króna "flýtigjald" þá fer þetta í pósthúsið samdægurs.
Fyrir 500.- króna "afgreiðslugjald" máttu sækja á Stórhöfða.
Ef þeir þurfa að opna pakka til að finna reikning þá kostar það 1000.- krónur.
Þetta eru þrír nýjir gjaldflokkar sem bættus við um áramót.
Þessi gjöld eru viðbót við 550.- kr. tollmeðferðargjaldið.
Auðvitað eru þeir ekkert að flýta sér að afgreiða, það tekur lengri tíma að senda frá Stórhöfðanum yfir á næsta pósthús en að fá vöruna frá útlöndum, nema þú borgir 1000.-kr. þeir vilja að fólk borgi þessar auka 1000.-kr.
Þeir geta leyft sér þetta í skjóli einokunnar.
Norður Kórea hvað?
Þetta er náttúrulega alveg fáranlegt. Ég spurði hvort ég gæti ekki sótt þetta til þeirra á Stórhöfða en það var víst ekki hægt í þessu tilviki.
Kemur til landsins fyrir hádegi á mánudegi, kemur til póstsins 2 dögum seinna (hvað er að gerast í millitíðinni?) og svo tollafgreitt á föstudagsmorgni. Svo er lífsins ómögulegt að drulla þessu upp á næsta pósthús fyrir lokun (8 klst).
En það er rétt sem þú segir með einokunina
Þeir vilja að þú borgir þeim 1000.- kr. flýtimeðferðargjaldið. Þá myndu þeir vinna vinnuna sína "samdægurs".
Þeir geta leyft sér þetta, því þeir eru einráðir. Gætu þess vegna tekið upp 10.000.- flýtigjald og stollað í 30 daga.
Eru ekki fjögur flug frá Danmörku til Íslands á dag? Pakki sem er sendur þaðan í dag kemur hingað daginn eftir, svo stolla þeir þessu innanlands í viku!
Sendi pakka um daginn til Svíþjóðar, hann var kominn í hendurnar á vðtakanda 3 dögum síðar OG það var í jólatraffíkinni!!!
Re: Tollur & póstur rant
Maður þarf greinilega að koma sér héðan. Þegar það er ekki lengur hægt að fá pakka "bara" sjúklega hægt útaf flugi og öðru og Pósturinn farinn að tefja í nokkra daga til viðbótar er ekki lengur líft hérna.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
Svona ef við reynum að horfa á þetta hinu megin frá þá er kvótið frá Bjosep eiginlega ástæðan fyrir þessu. Þeir eru að reka þetta undir kostnaðarverði. Til að nálgast að koma rekstrinum yfir núllið, þá verða þeir að hækka gjöldin og þá er eðlilegt(?) að hækka gjöldin á þá þjónustu sem kostar mest, sem er þá líklega þjónusta sem er ekki alveg sjálfvirk.
Ef maður vill hraða þjónustu, þá þarf að borga t.d. DHL fyrir að sendast með þetta.
Ef maður vill hraða þjónustu, þá þarf að borga t.d. DHL fyrir að sendast með þetta.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
Daz skrifaði:Svona ef við reynum að horfa á þetta hinu megin frá þá er kvótið frá Bjosep eiginlega ástæðan fyrir þessu. Þeir eru að reka þetta undir kostnaðarverði. Til að nálgast að koma rekstrinum yfir núllið, þá verða þeir að hækka gjöldin og þá er eðlilegt(?) að hækka gjöldin á þá þjónustu sem kostar mest, sem er þá líklega þjónusta sem er ekki alveg sjálfvirk.
Ef maður vill hraða þjónustu, þá þarf að borga t.d. DHL fyrir að sendast með þetta.
Þú ert að borga fyrir flutning á pakkanum þegar þú borgar sendingargjöldin.
Kerfið sem við búum við er of flókið ,óskilvirkt og úrelt.
Svo þegar Íslendingar fatta að heimurinn er stærri en bara Kringlan og Smáralind og fara að versla á t.d. AliExpress þá fer allt í klessu hjá tollmiðlun.
Og í stað þess að ráða fleiri og gera kerfið skilvirkara þá búa þeir til nýja gjaldstofna og taka upp óskiljanlega stoll stefnu.
Af hverju virkar kerfið svona vel í Svíþjóð? Eru þeir að höndla svona mikið færri pakka þar?
Þeir eru ekki að rukka tollmeðferðargjöld, gjald fyrir að opna pakka og gjald fyrir að afgreiða sendigar á eðlilegum hraða.
Viðtakandi pakkans frá mér þurfti ekki að greiða neitt fyrir hann við móttöku hans.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
Póstkerfi geta verið rosalega svifasein.
Hef lent í slíkum kerfum í UK og fleiri löndum. Í UK lenti ég nokkrum sinnum í því að pakkar stoppuðu í tollinum í 2-3 vikur af engri sérstakri ástæðu. Þeim var einfaldlega sleppt og komu til mín 2-3 dögum seinna.
Hef lent í slíkum kerfum í UK og fleiri löndum. Í UK lenti ég nokkrum sinnum í því að pakkar stoppuðu í tollinum í 2-3 vikur af engri sérstakri ástæðu. Þeim var einfaldlega sleppt og komu til mín 2-3 dögum seinna.
PS4
Re: Tollur & póstur rant
Með þessu öllu virðist það samt fara að borga sig að taka hluti bara inn með FedEx eða DHL. Ef það þarf að borga 500-1000 kr. til að fá að sækja pakkann á pósthús sama dag og hann kemur heim þá fer það að verða skynsamlegra að borga bara aðeins meira fyrir flutninginn og fá pakkann hraðar og heim að dyrum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
Ég var svo heppinn að nálgast pakka frá Amazon fyrir áramót. Hann kom t.d. svipað eins og hjá op á mánudegi á pósthús, en ég hringdi nokkrum sinnum yfir vikuna og fékk að sækja pakkann fyrir lokun upp á Stórhöfða. Þá hafði hann bara setið þarna og beðið og ekki látið mig neitt vita. Ég hringdi kl 16 á föstudegi og þá tollafgreiddu þeir þetta á tímanum sem það tók mig að fara uppeftir. Hefðu getað gert það sama á mánudegi...
Re: Tollur & póstur rant
Köllum þetta kerfi bara réttu nafni, haftakerfið. Það hefur aldrei lagst af. Örugglega mikið af sama fólkinu starfandi í þessu kerfi og sköffuðu foreldrum okkar skömmtunarmiða. Hugsunarhátturinn innan þessara stofnana hefur ekki breyst. Í þeirra huga er fólk sem panta sér vörur af netinu bara glæpamenn, þrjótar og skattsvikarar sem vilja ekkert borga til samfélagsins og eiga ekki skilið góða þjónustu. Ég er viss um að kerfið í N-Kóreu er skilvirkara, ef þú sendir pakka til N-Kóreu þá þurfi hann að fara í gegnum færri nálaraugu heldur en ef þú sendir pakka til Íslands.
Ég hef gefist upp á að panta af netinu. Ég bara nenni ekki að standa í þessu ómaki. Maður veit ekki hvað það kostar að senda hluti til Íslands, ef það er hægt að fá þá senda til Íslands. Maður þarf að leggjast í rannsóknarvinnu, tala við tollstjóraembættið, fá leyfi hjá ráðherra, athuga verðskrá hjá flutningafyrirtækjunum, reikna virðisaukaskattinn og fylla allt út á skattaskýrsluna.
Why f. bother. Búum bara í volæði frekar, gerum ekki neitt, kaupum ekki neitt... ég meina hver þarf á tölvum að halda, hver þarf hluti frá útlöndum, er ekki hægt að rýja allt af íslensku sauðkindinni sem við þurfum?
Ég hef gefist upp á að panta af netinu. Ég bara nenni ekki að standa í þessu ómaki. Maður veit ekki hvað það kostar að senda hluti til Íslands, ef það er hægt að fá þá senda til Íslands. Maður þarf að leggjast í rannsóknarvinnu, tala við tollstjóraembættið, fá leyfi hjá ráðherra, athuga verðskrá hjá flutningafyrirtækjunum, reikna virðisaukaskattinn og fylla allt út á skattaskýrsluna.
Why f. bother. Búum bara í volæði frekar, gerum ekki neitt, kaupum ekki neitt... ég meina hver þarf á tölvum að halda, hver þarf hluti frá útlöndum, er ekki hægt að rýja allt af íslensku sauðkindinni sem við þurfum?
*-*
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
appel skrifaði:... ég meina hver þarf á tölvum að halda, hver þarf hluti frá útlöndum, er ekki hægt að rýja allt af íslensku sauðkindinni sem við þurfum?
hahahaha þá vitum við það, þú ert gallharður framsóknarmaður!
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
GuðjónR skrifaði:
Þú ert að borga fyrir flutning á pakkanum þegar þú borgar sendingargjöldin.
Kerfið sem við búum við er of flókið ,óskilvirkt og úrelt.
og því lægri sem sendingarkostnaðurinn er, því minni þjónustu geturðu búist við.
Til að við gætum rætt um þetta á gáfulegum grundvelli þyrftum við að vita hversu mikið Pósturinn fær í sinn hlut fyrir einhverjar tegundir af sendingum, hversu mikill raunkostnaður póstsins fyrir meðhöndlun á þeim sendingum er og hvernig kostnaðurinn deilist niður.
En það er miklu skemmtilegra að spá og spekúlera út í loftið þegar maður hefur ekki allar upplýsingar.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
Daz skrifaði:GuðjónR skrifaði:
Þú ert að borga fyrir flutning á pakkanum þegar þú borgar sendingargjöldin.
Kerfið sem við búum við er of flókið ,óskilvirkt og úrelt.
og því lægri sem sendingarkostnaðurinn er, því minni þjónustu geturðu búist við.
Til að við gætum rætt um þetta á gáfulegum grundvelli þyrftum við að vita hversu mikið Pósturinn fær í sinn hlut fyrir einhverjar tegundir af sendingum, hversu mikill raunkostnaður póstsins fyrir meðhöndlun á þeim sendingum er og hvernig kostnaðurinn deilist niður.
En það er miklu skemmtilegra að spá og spekúlera út í loftið þegar maður hefur ekki allar upplýsingar.
Þú ert snillingur.
Þegar pakki er sendur til landsins þá er greitt fyrir hann í því landi sem hann er sendur frá.
Alveg eins og þegar þú sendir pakka til útlanda þá greiðir þú fyrir sendinguna hérna heima.
Þannig að þú ert að segja að þjónustan í tollmiðlun íslands veltur á póstþjónustu gjaldskrá viðkomandi lands sem pakkin er sendur frá?
Ég verð að gefa þér nýjan titil fyrir þessa snilld.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
GuðjónR skrifaði:Daz skrifaði:GuðjónR skrifaði:
Þú ert að borga fyrir flutning á pakkanum þegar þú borgar sendingargjöldin.
Kerfið sem við búum við er of flókið ,óskilvirkt og úrelt.
og því lægri sem sendingarkostnaðurinn er, því minni þjónustu geturðu búist við.
Til að við gætum rætt um þetta á gáfulegum grundvelli þyrftum við að vita hversu mikið Pósturinn fær í sinn hlut fyrir einhverjar tegundir af sendingum, hversu mikill raunkostnaður póstsins fyrir meðhöndlun á þeim sendingum er og hvernig kostnaðurinn deilist niður.
En það er miklu skemmtilegra að spá og spekúlera út í loftið þegar maður hefur ekki allar upplýsingar.
Þú ert snillingur.
Þegar pakki er sendur til landsins þá er greitt fyrir hann í því landi sem hann er sendur frá.
Alveg eins og þegar þú sendir pakka til útlanda þá greiðir þú fyrir sendinguna hérna heima.
Þannig að þú ert að segja að þjónustan í tollmiðlun íslands veltur á póstþjónustu gjaldskrá viðkomandi lands sem pakkin er sendur frá?
Ég verð að gefa þér nýjan titil fyrir þessa snilld.
Nei, ég er að segja að þegar sending kemur til landsins, þá fær pósturinn greitt frá þeim aðila sem kom sendingunni til landsins (erlendar pakkaþjónustur t.d. USPS eða Royal mail). Pósturinn er ekki að dreifa pökkum frítt. Þjónustan sem Pósturinn veitir kostar peninga, t.d. launakostnaður starfsfólks, húsnæði, eldsneyti osfrv.
Reksturinn, skv kvótinu frá Bjosep er í bullandi tapi.
Ef Pósturinn er bundinn fastri gjaldskrá og getur því ekki rukkað þá sem flytja pakka inn til landsins meira og reksturinn er í tapi, þá er þrennt að gera, lækka þjónustustigið hérna heima til að spara kostnað (t.d. fækka starfsfólki og stytta afgreiðslutíma), auka tekjur á annan hátt, t.d. rukka fyrir "aukaþjónustu" eða bara hætta að veita þjónustuna. Pósturinn hefur greinilega tekið fyrstu 2 kostina saman til að reyna að rétta af reksturinn, kannski gætu þeir sparað á annan hátt frekar til að lækka kostnað, ég þekki það ekki.
Er ég alveg í bullinu hérna eða er það ekki Viðskipti 101 að það kostar peninga að veita þjónustu? Hvernig gerir það mig að einhverjum "snilling" (takk fyrir hrósið! ) ef ég reyni að skoða málið frá öllum flötum en ekki bara að kvarta yfir því að þjónustan sé að versna? Auðvitað er það hundfúlt, en Pósturinn er fyrirtæki í samkeppnisrekstri og þar af leiðir að þeir verði/vilji að vera reknir yfir núllinu og grípi til aðgerða ef það er ekki að gerast. Ég var ekki að reyna að tala niður til neins, bara fannst nauðsynlegt að koma því að að þessi versnandi þjónusta gæti verið afleiðing, en ekki ný stefna Póstsins " Verri þjónusta fyrir alla".
Augljóslega er ég ekki tengdur póstinum á neinn hátt, ekki öðruvísi en sem almennur viðskiptavinur bara.
-
- FanBoy
- Póstar: 785
- Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
- Reputation: 3
- Staðsetning: 404 - Location Not found.
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
A> Póstuinn á einkarétt á bréfum undir 50g?
B> Póstuinn er ekki ríkisrekinn / skattarekinn?
B> Póstuinn er ekki ríkisrekinn / skattarekinn?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
Í desember fékk ég pakka að utan, það var "frí heimsending" frá Kína, pakkinn kom inn um bréfalúguna.
Í janúar fékk ég pakka frá UK, varan kostaði 15k og burðargjaldið var 3500 kr. þrátt fyrir 3500 kr. burðargjald þá stollaðist pakkinn í nokkra daga hjá tollmiðlun, en ég endaði með því að sækja hann og borga þeim 550kr. tolmeðferðargjald +500 kr. gjald fyror það að bíða ekki auka viku meðan þeir sendu hann á næsta pósthús.
Samtals borgaði ég því 3500 kr. fyrir póstþjónustu í bretlandi og 1050. kr. í "móttökugjald" hérna heima.
Það virðst því ekki skipta neinu máli hvað maður borgar fyrir póstþjónustu, þetta einokunarbatterí tekur sitt.
Ætli það meigi ekki kalla þetta dæmi í einokun 101 ?
Hugsanlega borgar það sig að fá vöruna með Fedex heim að dyrum.
Miðað við öll aukagjöldin og tímann þá fer það að verða raunhæfur kostur og ekkert endilega dýrari kostur.
Í janúar fékk ég pakka frá UK, varan kostaði 15k og burðargjaldið var 3500 kr. þrátt fyrir 3500 kr. burðargjald þá stollaðist pakkinn í nokkra daga hjá tollmiðlun, en ég endaði með því að sækja hann og borga þeim 550kr. tolmeðferðargjald +500 kr. gjald fyror það að bíða ekki auka viku meðan þeir sendu hann á næsta pósthús.
Samtals borgaði ég því 3500 kr. fyrir póstþjónustu í bretlandi og 1050. kr. í "móttökugjald" hérna heima.
Það virðst því ekki skipta neinu máli hvað maður borgar fyrir póstþjónustu, þetta einokunarbatterí tekur sitt.
Ætli það meigi ekki kalla þetta dæmi í einokun 101 ?
Hugsanlega borgar það sig að fá vöruna með Fedex heim að dyrum.
Miðað við öll aukagjöldin og tímann þá fer það að verða raunhæfur kostur og ekkert endilega dýrari kostur.
Re: Tollur & póstur rant
Fekk tilkynning i gær á mailinu minu að pakki væri komin, for i dag og sótti hann hjá tollhúsinu og borgaði bara 500 kronur aukalega. Ekki svo slæmt ef maður nenni ekki að biða eftir pakkinn.
Re: Tollur & póstur rant
Daz skrifaði:Ef Pósturinn er bundinn fastri gjaldskrá og getur því ekki rukkað þá sem flytja pakka inn til landsins meira og reksturinn er í tapi..
Mátt endilega henda source á þetta..
En annars hefur pósturinn greitt út 1.227 m.kr. í arð til ríkisins á árunum 2003-2011 og var rekið með hagnaði 2012 sem fer þá væntanlega líka í arð til ríkisins (sirka 53 m.kr.), þannig að það er rétt undir 1.300 m.kr. á síðustu 10 árum.
source: http://www.ipc.be/~/media/Documents/PUB ... 202012.pdf
þessi grein sem Bjosep vísar í á aðeins við um pósturinn hafi tapað peningum í samkeppni en ekki að það sé rekið með tapi, eða ég get ekki séð betur.
Re: Tollur & póstur rant
hkr skrifaði:Daz skrifaði:Ef Pósturinn er bundinn fastri gjaldskrá og getur því ekki rukkað þá sem flytja pakka inn til landsins meira og reksturinn er í tapi..
Mátt endilega henda source á þetta..
En annars hefur pósturinn greitt út 1.227 m.kr. í arð til ríkisins á árunum 2003-2011 og var rekið með hagnaði 2012 sem fer þá væntanlega líka í arð til ríkisins (sirka 53 m.kr.), þannig að það er rétt undir 1.300 m.kr. á síðustu 10 árum.
source: http://www.ipc.be/~/media/Documents/PUB ... 202012.pdf
þessi grein sem Bjosep vísar í á aðeins við um pósturinn hafi tapað peningum í samkeppni en ekki að það sé rekið með tapi, eða ég get ekki séð betur.
Sem hlýtur að þýða að það er verið að rukka of mikið fyrir einkaleyfis þjónustuna þeirra og verið að nota hagnaðinn til að niðurgreiða samkeppnisrekstur með það, væntanlega, að markmiði að útrýma samkeppnisaðilum.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Tollur & póstur rant
dori skrifaði:hkr skrifaði:Daz skrifaði:Ef Pósturinn er bundinn fastri gjaldskrá og getur því ekki rukkað þá sem flytja pakka inn til landsins meira og reksturinn er í tapi..
Mátt endilega henda source á þetta..
En annars hefur pósturinn greitt út 1.227 m.kr. í arð til ríkisins á árunum 2003-2011 og var rekið með hagnaði 2012 sem fer þá væntanlega líka í arð til ríkisins (sirka 53 m.kr.), þannig að það er rétt undir 1.300 m.kr. á síðustu 10 árum.
source: http://www.ipc.be/~/media/Documents/PUB ... 202012.pdf
þessi grein sem Bjosep vísar í á aðeins við um pósturinn hafi tapað peningum í samkeppni en ekki að það sé rekið með tapi, eða ég get ekki séð betur.
Sem hlýtur að þýða að það er verið að rukka of mikið fyrir einkaleyfis þjónustuna þeirra og verið að nota hagnaðinn til að niðurgreiða samkeppnisrekstur með það, væntanlega, að markmiði að útrýma samkeppnisaðilum.
Undarlegt að þeim er ekki skylt að aðgreina þessa þjónustu sbr. síminn/míla forðum daga.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það