Síða 1 af 1

Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 18:41
af hakkarin
http://www.amazon.co.uk/Rink-Drink-Cock ... ds=bar+kit

Eða yrði þetta tekið í tollinum?

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 18:47
af lukkuláki
hakkarin skrifaði:http://www.amazon.co.uk/Rink-Drink-Cocktail-Hawthorn-Strainer/dp/B002YXPIXA/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1392662336&sr=8-1&keywords=bar+kit

Eða yrði þetta tekið í tollinum?



Já það má.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 19:11
af hakkarin
lukkuláki skrifaði:
hakkarin skrifaði:http://www.amazon.co.uk/Rink-Drink-Cocktail-Hawthorn-Strainer/dp/B002YXPIXA/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1392662336&sr=8-1&keywords=bar+kit

Eða yrði þetta tekið í tollinum?



Já það má.


Flott mál! Heyrði nefnilega að af eitthverjari ástæðu værir barir ekki með leyfi til að nota eitthverja sjúsmæla eða eitthvað og vildi vera viss.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 19:26
af worghal
hakkarin skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
hakkarin skrifaði:http://www.amazon.co.uk/Rink-Drink-Cocktail-Hawthorn-Strainer/dp/B002YXPIXA/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1392662336&sr=8-1&keywords=bar+kit

Eða yrði þetta tekið í tollinum?



Já það má.


Flott mál! Heyrði nefnilega að af eitthverjari ástæðu værir barir ekki með leyfi til að nota eitthverja sjúsmæla eða eitthvað og vildi vera viss.

það var af því að barir voru að nota ranga mæla sem voru að gefa minna en var selt.
en ég giska á að þú ert ekki að fara að reka bar með þessu.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 20:05
af cartman
Allir sjússamælar sem notaðir eru á stöðum með vínveitingaleyfi þurfa að vera löggildir.

En til einkanota máttu alveg vera svona.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 20:12
af Haffi

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 20:31
af Steini B

Áfengis vandi er eitt, Áfengis áhugi er annað...

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 20:32
af GuðjónR
Það er bara vandamál þegar áfengið klárast.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 20:50
af urban


Ef að menn eiga að leita sér hjálpar SÁÁ fyrir það að spurjast fyrir um sjússamæla/sjeiker sett þá ætti ég að vera þar 24/7

held að ég eigi eitthvað hátt í 300 "áfengis" glös, t.d. bjórkönnur og glös, allar tegundir af léttvínsglösum, helling af koníaks og viskí staupum og svo framvegis.
þetta er fyrir utan karöflur og síðan einmitt slatta af aukahlutum einsog hristara og mæla og allavega dót.

Það að hafa áhuga á einhverju þýðir ekki að það sé vandamál, það er eitthvað sem að tölvunördar einsog við sem að erum hérna ættum nú að skilja nokkuð vel.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 21:21
af rapport
Ég er voðalega klikkaður en mig dauðlangar að vita hvaða stjórnmálaflokk upphafsmaður þráðarins aðhyllist?

Mér finnst spurningin nefnilega smá í þá áttina að hér sé ógnarstjórn yfir smáhlutum í hversdagslegu lífi fólks...

Það er ekkert stoppað í tollinum nema vopn, lyf og landbúnaðarvörur... sem best ég veit...

Þ.e.a.s. nema þú reynir að koma með þetta inn í landið framhjá tollinum.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 21:23
af urban
rapport skrifaði:Ég er voðalega klikkaður en mig dauðlangar að vita hvaða stjórnmálaflokk upphafsmaður þráðarins aðhyllist?

Mér finnst spurningin nefnilega smá í þá áttina að hér sé ógnarstjórn yfir smáhlutum í hversdagslegu lífi fólks...

Það er ekkert stoppað í tollinum nema vopn, lyf og landbúnaðarvörur... sem best ég veit...

Þ.e.a.s. nema þú reynir að koma með þetta inn í landið framhjá tollinum.


Eru ekki raftæki sem að eru ekki CE merkt stoppuð í tollinum ?

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 21:25
af worghal
rapport skrifaði:Ég er voðalega klikkaður en mig dauðlangar að vita hvaða stjórnmálaflokk upphafsmaður þráðarins aðhyllist?

Mér finnst spurningin nefnilega smá í þá áttina að hér sé ógnarstjórn yfir smáhlutum í hversdagslegu lífi fólks...

Það er ekkert stoppað í tollinum nema vopn, lyf og landbúnaðarvörur... sem best ég veit...

Þ.e.a.s. nema þú reynir að koma með þetta inn í landið framhjá tollinum.

vörur án CE vottunar líka :-"

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 21:53
af rango
urban skrifaði:Eru ekki raftæki sem að eru ekki CE merkt stoppuð í tollinum ?


Meiga líka opna pakka eins og þeim sýnist án þess að láta mig vita.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 22:18
af Hannesinn
Færð sjússamæla í byggt og búið, og ég keypti boston shakerinn minn þar líka. Skil ekki þá hugmynd að einhver haldi að það sé ólöglegt að flytja inn vökvamæla. Eins og kom fram, þá þurfa barir að nota löggilda mæla sem eru kostuðu yfir 7000 kall stykkið þegar ég var að skoða svona jiggera fyrir nokkrum árum.

Þetta sett lítur ágætlega út, nema svona sjússamælar eru leiðinlegir. Frekar að leita þér að mæli með örmum, og svo þegar þú ert orðinn vanur, þá hættirðu að nota þá alfarið. Já, það má túlka þetta á tvo vegu. :)

Ég keypti síðan böns af plaststútum á flöskurnar í K. Karlsson, 12stk í pakka. Að mínu mati nauðsynlegir ef þú ert að splæsa saman drykkjum, sérstaklega þegar þú hættir að nota mælana.

*viðbót

Ég sé síðan að þú ert að leitast við að gera kokteila skv. öðrum þræði hérna. Það eru fullt af síðum á netinu með kokteilauppskriftir. Til dæmis http://www.drinksmixer.com og http://www.webtender.com . Svo maður tali nú ekki um youtube, og leitar til dæmis að Paul Martin: http://www.youtube.com/watch?v=_b-poYLK ... 1B86B3073F

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 23:10
af dori
Svona jiggerar eru semi óþarfi ef þú ert bara að gera nokkra drykki til að leika þér. Þeir taka pláss og þú ert að óhreinka alls konar af óþarfa þegar þú þarft ekki að nota sama jiggerinn oft.

Eitt dót í áttina að þessu er nóg. Mig langar allavega að fá mér svona. Ætli þetta sé ekki ágætis sett, kostar svosem ekki það mikið (er þetta ekki ca. 6000 kall komið heim, ég nenni ekki að áætla shipping?) og fínt að fá eitthvað sett til að byrja með en það getur líka verið sniðugt að kaupa bara það sem þig vantar þegar þig vantar það/langar í það og fá þér þá þokkalega mikil gæði af því sem þú ert að skoða. Hérna er grein um svona heimabari og hvað þú þarft og hvað er óþarfi að sanka að sér strax.

En @Hannesinn, fékkst þú Boston Shaker í Byggt og Búið? Ég hef kíkt þangað reglulega (og hinar af þessum búðum) og hef bara séð cobbler hristara. Langar hrikalega í Boston shaker en hef ekki ennþá nennt að panta.

Annars eru hérna síður sem ég fíla svolítið: http://www.adashofbitters.com/ og http://drinks.seriouseats.com/

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Mán 17. Feb 2014 23:33
af Hannesinn
dori skrifaði:En @Hannesinn, fékkst þú Boston Shaker í Byggt og Búið? Ég hef kíkt þangað reglulega (og hinar af þessum búðum) og hef bara séð cobbler hristara. Langar hrikalega í Boston shaker en hef ekki ennþá nennt að panta.

Ég keypti minn þar fyrir líklega 8 árum. Sendu þeim bara póst og athugaðu hvort þeir geti pantað hann ef hann er ekki til. Þetta er Fackelmann, eins og annað hvert merki þarna í búðinni.

Ég braut auðvitað glasið fljótlega, enda þarf maður að fá tilfinningu fyrir hversu fast má smella á samskeytin, en maður getur sett fullt af glösum á móti þessu, 0,5L bjórglös til að mynda eða stór ikea glös.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Þri 18. Feb 2014 00:24
af dori
Jamm, þetta eru náttúrulega bara venjuleg pint glös (16oz) á móti svona tin (venjulega 28oz). Ég er alltaf á leiðinni að panta þetta sjálfur og geri það alveg pottþétt frekar en að biðja þá um að gera það fyrir mig. Tek þá líka cheater tin með og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að brjóta eitthvað glas :)

Eruð þið annars með einhverja vefverslun sem þið hafið verið að nota með góðum árangri fyrir svona vörur (aðallega beint til urban)? Ég var búinn að velja einhverja hluti í cart á barsupplies.com fyrir stuttu síðan.

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Þri 18. Feb 2014 02:38
af snaeji
Verð bara að skella hérna inn uppáhalds einföldu græjunni minni þó ég viti það að ég eigi eflaust eftir að fá einhverja ræðu!
http://www.amazon.com/OXO-Grips-Press-Cocktail-Shaker/dp/B007WTI7VQ/ref=sr_1_5?s=kitchen&ie=UTF8&qid=1392690985&sr=1-5
Mynd

Re: Má flytja þetta inn?

Sent: Þri 18. Feb 2014 10:07
af dori
snaeji skrifaði:Verð bara að skella hérna inn uppáhalds einföldu græjunni minni þó ég viti það að ég eigi eflaust eftir að fá einhverja ræðu!
http://www.amazon.com/OXO-Grips-Press-Cocktail-Shaker/dp/B007WTI7VQ/ref=sr_1_5?s=kitchen&ie=UTF8&qid=1392690985&sr=1-5
http://ecx.images-amazon.com/images/I/3 ... SY300_.jpg

Náttúrulega idiot proof dæmi og örugglega þokkalega þægilegt. Lúkkar alveg eins og eitthvað sem gæti virkað fínt í að hrista upp einn og einn drykk. M.v. "besta critical reviewið" á Amazon er þetta samt ekki eitthvað fyrir mig.