Síða 1 af 1

Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Mán 10. Feb 2014 21:37
af upg8
Mig langar að forvitnast um það hvernig aðstaða er hjá notendum vaktarinnar til að sinna ýmiskonar grúski og eða föndri vegna verkefnis sem ég er að vinna. Þetta er óformleg könnun, ég kýs að setja þetta ekki upp sem skoðanarkönnun þar sem ég tel að þetta geti skapað skemmtilegar og vonandi nördalegar umræður. :happy

1. Er fólk að safna drasli á borðin sín eða tekst ykkur að halda vinnuaðstöðunni snyrtilegri? Er mikið af snúrum á skrifborðum/vinnuborðunum hjá ykkur?

2. Hvar í íbúðinni er ykkar grúsk-viðvera. Í skúr eða sér vinnuherbergi, í eldhúsi, í svefnherbergi eða í stofunni. Hversu margir eru með vinnuaðstöðu sína á sama stað og tölvuaðstöðuna?

3. Hversu mikið vinnupláss er þörf á að hafa við ykkar iðju?

4. Hvaða verkfæri nota vaktarar, þá á ég ekki við framleiðanda heldur hvort fólk er með lóðstöðvar, eru myndlistamenn á vaktinni eða hvaða verkfæri er fólk með við sína vinnuaðstöðu.

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Mán 10. Feb 2014 21:49
af Palligretar
Ég geri mjög lítið að grúski en það sem er gert er aðalega tölvu tengt (skipta um hitt og þetta og hvað annað)

1: Skrifborðið mitt er almennt mjög hreint, ég á það til að safna blöðum og hvað annað en tek svona korter í viku að þurrka af borðinu og ganga frá drasli. Snúrurnar eru allar semi frá og úr augnsýn (skal skella mynd á eftir)
2: Herberginu mínu, stundum nota ég borðstofuborðið ef ég er að gera extreme hluti.
3: Nóg fyrir turn + aukahluti
4: Leatherman er notað í nánast allt og lengri skrúfjárn fyrir hard to reach places.

Er grúskara nýliði.

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Mán 10. Feb 2014 21:51
af Klaufi
Ég ætla ekki að viðurkenna geðveiki mína með því að pósta í þennan þráð on-topic.

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Mán 10. Feb 2014 22:01
af nidur
Legg undir mig alla íbúðina við litla skemmtan konunnar. Reyni þó að klára öll verk eins fljótlega og aðalvinnan leyfir :)

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Mán 10. Feb 2014 22:25
af axyne
Er með þrjár verkfærabuddur; lítil og stór skrúfjárn, litlar og stórar tangir, skiptilykla, sexkanta, boltaskrall, lóðbolta og tvo fjölsviðsmæla hérna heima. Í raun allt fyrir tölvurnar Ikea húsgögn og reiðhjólið.

Þegar ég geri eitthvað heima þá er það á tölvuborðinu, en reyni alltaf að ganga frá strax eftir mig finnst mikilvægt að hafa snyrtilegt á tölvuborðinu og auðvitað pláss fyrir labbirnar :)

Er annars með svakalega flotta aðstöðu í vinnunni þannig ég er búinn að minnka rosalega hvað ég grúska heima.

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Mán 10. Feb 2014 22:29
af dori
Ég er tiltölulega nýfluttur og eina "tölvuaðstaðan" er fartölva í sófanum sem er léleg grúsk aðstaða. Ég yfirtek oftast eldhúsborðið en hef einu sinni eða tvisvar tekið yfir stofuborðið þegar ég er í þannig stuði :8)

Það eru nokkur grúsk hjá mér. Microcontroller/rásasmíðagrúsk lifir allt í frekar illa skipulögðum pappakössum niðrí geymslu. Svo er ég með fjarstýrða bíla sem eiga sínar töskur (með verkfærum, varahlutum og öllu sem þarf) þannig að ég þarf þannig að ég get annað hvort tekið það upp heima eða "on site".

Þegar ég er búinn að koma mér fyrir dreifi ég alltaf aðeins of mikið úr mér og er of lengi að ganga frá. Helst myndi ég vilja hafa vinnuaðstöðu sem er varanleg af því að þetta er svona skipulögð óreiða. Ekki beint drasl en svona... skrúfur/íhlutir sem ég veit hvar eru og hef ekki góðar hirslur til að ganga nógu vel frá eftir stutt session (plús það að það er tímafrekt). Þyrfti bara basic skrifborð (~80x160), hillur fyrir stærra dót og svona hirslur með litlum skúffum fyrir smáhluti.

Þau verkfæri sem ég nota mest eru handverkfæri (skrúfjárn mest og svo tangir og klippur) og lóðstöð (ódýr kínakópía af Hakko 936) og svo alls konar mælitæki. Bæði basic hluti eins og stálreglustiku, skífumál og svo önnur sem eru mjög sérhæfð fyrir fjarstýrðu bílana mitt :)

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Mán 10. Feb 2014 23:02
af jonsig
Er með mini rafeindaverkstæði í geymslunni til að halda mér í "formi" og hugsanlega læra eitthvað nýtt við að laga dót sem hefur verið dæmt ónýtt . Svo er gott að labba frá hálfnuðu verki og þurfa ekki að taka neitt til . Ég var vanur að nota eldhúsborðið en þegar kallinn mætti með sveiflusjá þá var ég rekinn niður í geymsluna af konunni .

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Mán 10. Feb 2014 23:06
af upg8
Takk fyrir fróðleg og skemmtileg svör.

Ég er með allt hjá tölvunni minni sem er inní stofu. Er með lóðstöð, hjálparhendur, reglustiku og blýpenna á borðinu að staðaldri (+ tölvudót) Aðra hluti geymi ég í kommóðu og lítilli geymslutösku. Stærri verkfæri geymi ég í geymslunni.

Klaufi Svo fremi sem þú ert ekki með skrifborðið þitt yfirfullt af heimilissorpi þá þykir fátt sjokkerandi hérna :sleezyjoe án þess þó að ætla að ýta undir staðalímyndir um tölvunörda.

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Þri 11. Feb 2014 00:36
af gullielli
náði mynd af skrifborðinu hans Klaufa!

Mynd

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Þri 11. Feb 2014 01:01
af rapport
Maður er með project tösku og þegar hún er opnuð þá er það allt stofuborðið a.m.k.

Ég hef stillt þessu í hós í seinni tíð, er ekki með lengur 3-4 kassa á gólfinu + 2-3 pappakassa með gramsi og íhlutum.

Það var sorg í 15min en þvílíkur léttir að ákveða að geyma ekki endalaust af einhverju drasli, að kaupa frekar hér á vaktinni það sem mann vantar eða í næstu verslun.

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Þri 11. Feb 2014 21:15
af Klaufi
Ég held að þið hafið eitthvað aðeins misskilið mig..

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Þri 11. Feb 2014 21:22
af GuðjónR
Klaufi skrifaði:Ég held að þið hafið eitthvað aðeins misskilið mig..

Myndir takk ;)

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Þri 11. Feb 2014 22:46
af gullielli
Klaufi skrifaði:Ég held að þið hafið eitthvað aðeins misskilið mig..

pics or stfu! :megasmile :megasmile :megasmile

Re: Vinnuaðstaða notenda, lóðstöðvar og grúsk.

Sent: Lau 24. Maí 2014 21:18
af upg8
Væri gaman að heyra frá fleirum, þó helst ekki fleiri myndir eins og frá gullielli ;)