Síða 1 af 1

Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 01:50
af svanur08
Á hvaða mat mæla menn með að nota þessa sterku sósu?

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 01:59
af Viktor
Indverskt!

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 03:10
af appel
Mexíkóskt, eða kannski Mexíkanskt.

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 07:17
af ASUStek
neinei dúndrar þessu á með því sem þú vilt prófa, eins og fá sér sultu með pizzu tær snilld,pizzan verður samt að vera alvöru, Grettir sterki + sulta,
steikir egg báðum meigin,ristar síðan brauð,smellir tómatsósu á brauðið, eggið og setur nokkra dropa af tobasco ofaná,ódýrt,fljótt og óhollt! bragðast alveg ágætlega

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 09:34
af Daz
Á allt sem þú vilt að verða sterkara.
Pastasósur (með tómatgrunni)
Salat (t.d. túnfisk salat, eða bara sem salat dressingu)
Pizzusósu
eggjakökur
all branið.
osfrv.

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 12:20
af Squinchy
Mæli með því að gera sér ferð í asíu búðina sem er hliðina á nings suðurlandsbraut og kaupa þar

Mynd

endar síðan svona

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 13:10
af C2H5OH
Squinchy skrifaði:..
Mynd

endar síðan svona


Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 13:32
af Lunesta
ASUStek skrifaði:neinei dúndrar þessu á með því sem þú vilt prófa, eins og fá sér sultu með pizzu tær snilld,pizzan verður samt að vera alvöru, Grettir sterki + sulta,
steikir egg báðum meigin,ristar síðan brauð,smellir tómatsósu á brauðið, eggið og setur nokkra dropa af tobasco ofaná,ódýrt,fljótt og óhollt! bragðast alveg ágætlega


hljómar sick en ekki viss um að það sé óholt :sleezyjoe
brauðið er sennilega óhollast (miiikið kolvetni) og
eg veit ekki með tabasco en 3 dropar ættu ekkert að vera
óhollir fyrir mann.. Langar í svona.

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 15:24
af linenoise
Mér finnst Sriracha fjölhæfari. Miklu betra að setja Sriracha en Tabasco á pizzu og indverskan.

Annars mæli ég með að fólk finni habanero sósuna frá Tabasco. Hún er sjúklega sterk en það er samt svo ótrúlega ljúft bragðið af henni. Ekki jafn fjölhæf, en stundum þarf maður bara gott kikk. Fæst stundum í Hagkaupum.

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 15:25
af chaplin
Eftir að Yum Yum tóku úr góða sterka piparinn sulla ég 10-20 dropum á núðlurnar mínar til að fá gamla spæsí fleivorið, annars mæli ég með Sirachi á allt annað, sérstaklega Tikka Masala!

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 20:47
af mainman
Ég er mikið fyrir sterkann mat og á það til að spæsa solldið vel í matnum og narta í chilli af og til og börnin mín líka (8 og 10 ára)
En um dagin fékk ég gefins nokkra chilli sem einn félagi minn ræktar sjálfur bara heima hjá sér og ég var að elda svakalegann pottrétt sem ég ætlaði að bæta þessu út í.
Ég skar þetta í litla bita, ákvað að smakka einn bitann og börnin mín komu og smökkuðu líka og barn systur minnar var líka í heimsókn og smakkaði líka,
Við fundum eiginlega ekkert bragð af þessu svo ég hélt áfram að elda.
Eftir svona fimm mín. fóru börnin allt í einu að kvarta undan verkjum í hálsi og ég fór að finna eitthvað svoleiðis líka, svo fór mig að svíða í augun og börnin fóru að kvarta svakalega mikið.
Ég var byrjaður að þamba vatn til að kæla kjaftinn á mér og það virkaði ekkert, ég drakk mjólk og það virkaði aðeins betur og börnin gerðu það líka.
Svo fór ég að sjá að þar sem börnin höfðu strokið sér í framan með hendinni sem þau héldu á chilliinu voru þau byrjuð að verða eldrauð og húðin farin að brenna og þeim alveg logsveið í húðina.
Á endanum tókst að kæla húðina á þeim með því að maka jógúrt í andlitið á þeim.
Ég hafði étið mest af chilliinu og var gjörsamlega að drepast í kjaftinum og það tók öruglega 30 mín að byrja að minka aðeins sársaukinn.
Ég ákvað að setja bara smá sýnishort af þessu út í risastórann pott af pottrétti og hann varð svo svakalega sterkur að meira að segja dagin eftir þegar ég var alveg búinn að jafna mig og ákvað að fá mér eina skeið af pottrét til að smakka aftur þá varð ég hálf kvalinn í kjaftinum aftur.
Ég þurfti að vera með hendurnnar undir krananum í langann tíma því mig sveið svo undir nöglunum og í húðinni á fingurgómunum þar sem ég hafði haldið á chilliinu.
Restin af chilliinu fékk að fara í ruslið og ég verð að viðurkenna að þetta er eitthvað það svakalegasta sem ég hef kynst.
Það er öruglega hægt að drepa gamalt fólk með svona stuffi og þetta er sko chilli sem hefur aldrei fengist hérna í búðum.
Datt bara í hug að deila þessu skemtilega momenti með ykkur :P

Re: Tabasco sósa

Sent: Þri 04. Feb 2014 22:46
af demaNtur
Smokkur á þig, tabasco sósa á milli og svo annar yfir. Ef innri rifnar þá finnur þú það, ef ytri rifnar þá sérðu það á henni. Aka "að tvísmokka"

Eina sem þetta er nothæft í! Kv sá sem hatar sterkan mat!