Síða 1 af 1
Stíflusnákur?
Sent: Þri 21. Jan 2014 00:06
af Pandemic
Er að velta fyrir mér hvort það sé hægt að kaupa einhverstaðar "plumbers snake" á Íslandi og hvað heitir þetta á íslensku?
Bý í frekar gömlu húsi þar sem lagnirnar eiga til að stíflast t.d í sturtunni og það er rándýrt að fá pípara til að koma með svona græju og ég hef séð þær í bandaríkjunum fara á 20-30 dollara.
Re: Stíflusnákur?
Sent: Þri 21. Jan 2014 00:31
af Xberg
Getur fengið svona (svipað) í piparadeildinni í Byko.
Re: Stíflusnákur?
Sent: Þri 21. Jan 2014 00:35
af Nitruz
Stærri tækin sem stífluþjónustur nota er kallað snígill, gæti verið að þetta sé bara barna snígill hehe
Re: Stíflusnákur?
Sent: Þri 21. Jan 2014 00:39
af urban
Re: Stíflusnákur?
Sent: Þri 21. Jan 2014 08:49
af playman
Sá einhverntíman svona í verkfæralagernum, og það var ekkert svo dýrt.
Re: Stíflusnákur?
Sent: Þri 21. Jan 2014 09:51
af aggibeip
Getur notað svona til að hengja upp gardínur, man ekki hvað það heitir, þetta er basically bara gúmíhúðaður gormur. Klippir endann á honum tekur gúmíið af ca 5cm og opnar gorminn á endanum. Síðan treður þú honum bara í draslið, snýrð honum og halar honum út með öllu ógeðinu
Ez