Síða 1 af 1

Sólarlandaferð.

Sent: Mán 20. Jan 2014 11:27
af sopur
Góðan daginn.

Ég og konan erum að hugsa um að fara erlendis að spóka okkur í sólinni - erum að hugsa um að fara lok ágúst/byrjun sept.
Ástæðan fyrir því að við erum byrjuð að pæla í þessu svona snemma er til þess að fá ferðina sem ódyrasta.
Við erum að pæla að vera í 10-14 daga á hóteli með allt innifalið.

Heimsferðir er í rauninni eina ferðaskrifstofan sem eg er með reynslu af og líkar hun ekkert alltof vel.

Þannig ég spyr ykkur,

Hvar er best að panta ?

Hverjir eru með bestu þjónustuna ?

og megið endilega koma með einhverjar ábendingar :)

takk fyrir

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Mán 20. Jan 2014 11:52
af Viktor
Ódýrast að skrá sig í netklúbba WOW og Icelandair og fylgjast með e-mailinu þínu daglega.
Svo geturðu fundið ódýrt hótel eða íbúð á netinu $$$.

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Mán 20. Jan 2014 12:01
af tanketom
Eg myndi ja reyna finna odyrt flug hja wow air nema tu sert ad fara mjog lang eins og usa ta myndi eg maela med icelandair, tad er ekkert grin ad sitja i einhverja áldós í 10 tíma, ég myndi svo fara á bland og finna húsnæði tar til ad legja! tetta getur sparad mikin pening i stad tess ad borga tessum ferdathjonustum sem hafa verid.ad skita uppa bak

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Mán 20. Jan 2014 12:38
af Póstkassi
Mæli með að skoða að fara með erlendum lággjaldaflugfélögum eins og EasyJet og skrá sig í netklúbbinn hjá þeim getur munað helling að fljúga með þeim miðað við aðra.

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Mán 20. Jan 2014 12:45
af Steini B
Ég hef 2 farið með Vita ferðum (dótturfélag Icelandair) til Tene og fengið mjög góða þjónustu hjá þeim :)

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Mán 20. Jan 2014 14:13
af Tbot
Það möguleiki að fljúga út til Englands, Danmerkur eða Hollands og fara þaðan á sólarströnd. Slatti af ferðaskrifstofum í þessum löndum.

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Mán 20. Jan 2014 14:39
af Klemmi
Það er almennt ódýrara að fara fyrr um sumarið heldur en seinna, svo ef þið komist í maí að þá getiði búist við að fá betri verð.

Af minni reynslu er því miður ekki ódýrara að bóka tímanlega, þar sem oft detta inn tilboð þegar fyrirvarinn styttist, ferðaskrifstofurnar að reyna að fylla í sætin og herbergin sem þeir hafa möguleika á.

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Mán 20. Jan 2014 17:48
af gufan
Finna flug.Mér finnst skipta litlu máli hvort maður flýgur með WOW eða Icelandair(nánast jafnlítið pláss) ... það er fínt ef þið hafið úr nokkrum dagsetningu að velja þar sem það munar oft miklu á verði milli einstakra daga

svo bara bóka hótel og þá er klassi að nota tripadvisor.com til að finna rétt hótelið

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Þri 21. Jan 2014 12:45
af kjarrig
Bóka flug eins og aðrir segja, og nota t.d. http://www.haystravel.co.uk/ til þess að finna flug frá Englandi.

Re: Sólarlandaferð.

Sent: Þri 21. Jan 2014 15:22
af bigggan
kiktu herna góð leitarvél frá google:

https://www.google.com/flights/

Edit: nvm þau eru búin að adda ísland