Góðan dag, ég er með svona felgur og hef engan hugmynd hvaða dekkjastærð ég þarf, veit að þetta eru 17" en átt mig engan vegin á því hvaða hæð og breidd ég þarf
Bætt Við : Vantar dekk á 17" felgur. Heilsárdekk. 205/40R17 215"40R17
Bætt Við 1 : Dekkinn eru komin undir og nú vantar mér ódýrasta stað til að hjólastilla bílinn. Hvert mælir fólk með að fara ?
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Lau 11. Jan 2014 22:53
af MatroX
undir hvernig bíl er þetta að fara?
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Lau 11. Jan 2014 22:57
af mainman
Komdu með bílnúmerið og þá getum við sagt þér hvaða dekkjastærð þig vantar.
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Lau 11. Jan 2014 23:48
af Dúlli
Er það bíll sem skiptir máli ? þannig það skiptir engu hvaða dekk passa á felguna
Em þetta er VW Polo Trendline 2012 Árgerð, dekk sem eru núna á eru 175/70R14 Bílnúmerið sendi ég eingöngu í PM
Bætt Við :
Að auki væri snild ef eithver gæti bent á hvar ég gæti fengið dekk á þetta á sangjörnu verði, meiga vera smá notuð ef eithver á þetta í skápnum.
Hvernig veit maður hvaða breidd maður þarf ? held að hæð skiptir engu máli, allavega ekki það miklu.
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Lau 11. Jan 2014 23:55
af mainman
Nú þá vitum við dekkjastærðina. Ferð þá inn á http://nude.is/dekk og setur 175/70R14 í eftir reitinn. Setur svo 17" felgu í neðri reitinn og finnur út hvaða dekk eru næst þessari stærð sem er undir bílnum. Í þínu tilfelli mundi það vera 205/40R17 sem er ekki nema 15mm hærra en dekkin undir bílnum, það ætti ekki að rekast í neitt enda hækkar bíllinn ekki nema um 7mm. Þar hefurðu það.
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:06
af mainman
Svo þú hafir einhverja hugmynd um hvað þessar tölur þýða. Þá er talan á eftir R inu tommustærðin á felgunni. þú ert semsagt með 14" felgur undir bílnum núna en ert að fara setja 17" undir hann. Fyrsta talan er breiddin á dekkjunum í millimetrum. Þú ert núna með dekk sem er 175 millimetra breitt en ert að fara setja 205mm breitt undir hann á 17" felguna. Seinni talan er solldið ruglandi fyrir marga því hún er prófíllinn á dekkinu, semsagt hæð frá götu og upp í felgu en hún er ekki gefin upp í millimetrum eða tommum heldur er hún prósentan af breiddini. Gamla dekkið er 175/70R14 sem þýðir að prófíllinn er 70% af 175 millimetrum. Ef við viljum halda sömu hæð á dekkinu þegar við erum búnir að stækka felguna inn í dekkinu og breikka dekkið þá þurfum við að minka þessa prósentutölu þannig að nýja dekkið okkar er 205mm breitt og þá þurfum við að fara niður í 40% af því svo dekkið hækki ekki mikið. Smá useless info í mínu boði.
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:12
af Dúlli
mainman skrifaði:Svo þú hafir einhverja hugmynd um hvað þessar tölur þýða. Þá er talan á eftir R inu tommustærðin á felgunni. þú ert semsagt með 14" felgur undir bílnum núna en ert að fara setja 17" undir hann. Fyrsta talan er breiddin á dekkjunum í millimetrum. Þú ert núna með dekk sem er 175 millimetra breitt en ert að fara setja 205mm breitt undir hann á 17" felguna. Seinni talan er solldið ruglandi fyrir marga því hún er prófíllinn á dekkinu, semsagt hæð frá götu og upp í felgu en hún er ekki gefin upp í millimetrum eða tommum heldur er hún prósentan af breiddini. Gamla dekkið er 175/70R14 sem þýðir að prófíllinn er 70% af 175 millimetrum. Ef við viljum halda sömu hæð á dekkinu þegar við erum búnir að stækka felguna inn í dekkinu og breikka dekkið þá þurfum við að minka þessa prósentutölu þannig að nýja dekkið okkar er 205mm breitt og þá þurfum við að fara niður í 40% af því svo dekkið hækki ekki mikið. Smá useless info í mínu boði.
Ég nokkuð vegnin vissi þetta en málið sem ég skil ekki er hvernig maður fattar hvaða breidd maður eigi að nota ef maður spáir ekkert í felguna, þarf sú breidd ekki að koma frá felgunni ?
Er að verða ruglaður á þessu
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:15
af mainman
Ekki svo. 17" fólksbílafelgur eru yfirleitt alltaf 7-8" breiðar. 205 til 215mm dekk passa fínt á það.
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:21
af Dúlli
Felgurnar sem ég er með eru 9" tommur á breidd.
En til að svara forvitni hvernig veit maður ? hvernig sér maður þessa breytingu ? er þetta þá eins og ég sagði bara fara yfir töflunna og fylgjast með eftir minsta mismun ?
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:24
af mainman
Jebb.
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:25
af Dúlli
Skil þig, þannig allt frá 205 og upp ætti að passa (Upp að 245 eða ?)
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:30
af mainman
245 er reyndar komið upp í 9,8 tommur sem er í breiðasta lagi fyrir þessar felgur. Tomman er sirka 25mm
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:32
af Dúlli
Ég skil þig, séns að þú veist hvar er best að kaupa ? Er ekkert að leitast eftir super duper high end. Bara eithvað sem mun duga. Að auki er ég tilbúin að setja mín dekk upp í með gömlu felgunum (Dekkinn eru 8 mánaða gömul mjög lítið notuð). Hef allavega heyrt að sumir staðir taka eldri dekk upp í.
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:39
af mainman
Meinarðu vetrardekk eða sumardekk ?
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:46
af Dúlli
Hefði verið skemtilegt að nefna það hehe, skoða heilsársdekk. Svo er ég sjálfur með heilsársdekk.
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 00:51
af MatroX
þú ert ekkert að fara setja breiðara en 205-215 undir þennan bíl myndi leita mér af bara 205/40 eða 215/40
Re: Aðstoð með dekk á felgur
Sent: Sun 12. Jan 2014 13:18
af Dúlli
MatroX skrifaði:þú ert ekkert að fara setja breiðara en 205-215 undir þennan bíl myndi leita mér af bara 205/40 eða 215/40
Já enda á því, skoðaði allt sem gæti kannski gengið að það er bara orðin griðalegur munur á hinum stærðum.
En sama spurning aftur, hvar er hægt að fá besta bang for buck ?
Re: Aðstoð með dekk á felgur - ÓE 205/40R17 Dekk
Sent: Þri 21. Jan 2014 15:26
af Dúlli
Upp með þetta
Re: Hjólastilling - Hver er með besta verðið ?
Sent: Þri 21. Jan 2014 15:33
af vesley
ég borgaði 12 þús kall í sólningu í september síðastliðnum. Svo er kall á höfðanum að hjólastilla man bara ekki nafnið á honum, margir með stærri bíla fara þangað.
Re: Hjólastilling - Hver er með besta verðið ?
Sent: Þri 21. Jan 2014 15:39
af Dúlli
vesley skrifaði:ég borgaði 12 þús kall í sólningu í september síðastliðnum. Svo er kall á höfðanum að hjólastilla man bara ekki nafnið á honum, margir með stærri bíla fara þangað.
já var búin að vinna hann "Hjólastillingar ehf" hann tekur samt sama verð og sólning 11.900. Langar að skoða hvort eithver sé með þetta á betra verði.
Af hverju er þetta svo andskoti dýrt að hjólstilla bíl ?
Re: Hjólastilling - Hver er með besta verðið ?
Sent: Þri 21. Jan 2014 15:56
af MatroX
ef þú ert með n1 kort þá er n1 ódýrari en Þeir 2
Re: Hjólastilling - Hver er með besta verðið ?
Sent: Þri 21. Jan 2014 15:56
af MatroX
ef þú ert með n1 kort þá er n1 ódýrari en Þeir 2
Re: Hjólastilling - Hver er með besta verðið ?
Sent: Þri 21. Jan 2014 16:00
af Dúlli
MatroX skrifaði:ef þú ert með n1 kort þá er n1 ódýrari en Þeir 2
Já er með kortið, búin að reyna að senda N1 póst en fæ aldrei svar.
vesley skrifaði:ég borgaði 12 þús kall í sólningu í september síðastliðnum. Svo er kall á höfðanum að hjólastilla man bara ekki nafnið á honum, margir með stærri bíla fara þangað.
já var búin að vinna hann "Hjólastillingar ehf" hann tekur samt sama verð og sólning 11.900. Langar að skoða hvort eithver sé með þetta á betra verði.
Af hverju er þetta svo andskoti dýrt að hjólstilla bíl ?
Af því að tækin eru dýr og þetta er nákvæmnisvinna