Sælir
Næsta áhugamál hjá mér er að smíða úr Carbon Fiber efni.
Er búinn að vera að skoða þetta nokkuð þessa dagana og mun hugsanlega byrja á að taka 15-20m af 50-60" breiðu efni, væntanlega mest k3 um tæp 200gr/fm en samt ekki alveg búinn að ákveða. Nú ég mun mest nota tveggja þátta Epoxy sem fylliefni en hugsanlega yrði ég að skoða eitthvað annað fylliefni fyrir mjög hitaþolna hluti. Mun nota vaccum aðferðina og jafnvel sjúga fylliefnið upp í stað þess að bera á. Hugsanlega fæst plastið fyrir vacum aðferðina hér heima sem og Epoxy fylliefnið. Nú dálítið sérstakt límband er notað til að þétta plastið, lím báðum megin og loks þarf ég vaccum dæla sem ég hugsa að auðvelt sé að útbúa eins og úr biluðum kæliskáp osfv. Nú, trefjaefni fyrir mótin fæst örugglega hér heima líka sem og fylliefnin fyrir þau. Svo til að gleyma engu, þá þarf ég vax til að smyrja með í mótin sem og væri ágætt að fá skrúfanlega loka á plastið (sitthvoru megin)
Langar að byrja á að modda snjósleða sem ég á. Húdd, hugsanlega tankur, loftinntaksbox, skíði, nýtt sæti og síðar, jafnvel aftari fjöðrunarkerfið í heild, jafnvel hljóðkút og loks, skúffuna aftur að vél. Á einnig 1000cc mótorhjól sem ég er að taka í gegn þessa dagana og það væri gaman að gera allt plastverkið, tankinn og brettinn úr þessu efni.. og í raun, ótrúlega margt sem hægt er að gera úr þessu efni.
Linkur: http://www.youtube.com/watch?v=OoH2UhA-95Y
Hér er linkur á Youtube á aftari fjöðrun á snjósleða: http://www.youtube.com/watch?v=E-0tRBeGFaE
Hér er linkur á grind af sleða: http://www.youtube.com/watch?v=90-VyexTotE
Þetta er klikkuð vinna og virkilega mikil áskorun að gera svo vel sé.
Spurning til ykkar, hefur einhver komið nálægt svona og ef svo, hvar versla menn efni í svona og eða ef ég tek svona, hafa einhverjir áhuga á að fá efni frá mér, gæti sparað nokkuð mikið í flutningi að taka heilar rúllur.
Það er til mikið af söluaðilum á svona efni. Hér er einn sem er staðsettur í USA ef ég man rétt: http://www.carbonfiberdeals.com/store-p ... startrow=0
En auðvitað er þetta allt meira eða minna framleitt í Kína og eflaust hægt að finna þar aðila sem eru enn hagkvæmari.
Einhver áhugi?
Carbon Fiber - mót - ofl
Re: Carbon Fiber - mót - ofl
Ef einhver á þetta til að þá er það Össur, prófaðu að tala við þá varðandi að selja þér efni og ráðleggingar. Ég myndi búast við að þeir gætu tekið vel í svona tilraunir.