Síða 1 af 1

Granít borðplötur

Sent: Þri 31. Des 2013 17:37
af Nitruz
Er einhver sem hefur nýlega verlsað sér granít borðplötu sem getur sagt mér hvar er ódýrast og/eða best að versla?

Re: Granít borðplötur

Sent: Þri 31. Des 2013 18:42
af Kristján
Granít eitthvað og orðið "ódýrast" er held ég ekki eitthvað sem á saman.....

Re: Granít borðplötur

Sent: Þri 31. Des 2013 19:13
af GuðjónR
Tek undir með Kristjáni, það er ekki til ódýrt granít.
Byrjaðu á því að skoða það sem er til:
http://www.shelgason.is/vorur/bordplotur/granit/
og
http://www.granit.is/component/content/ ... lotur.html
og
http://www.granitsteinar.is/
Velja svo eitthvað sem þér líkar og fáðu tilboð.

Re: Granít borðplötur

Sent: Þri 31. Des 2013 20:12
af Nitruz
Nei nei ég veit að það er ekki ódýrt, var bara að spá hvort einhver hefði reynslu af að versla sér granít borðplötu.
Það eru margir að selja þetta, ég ætlaði bara að reyna spara mér smá tíma með að sleppa því að fara á alla staði og fá tilboð.
Gæti vel verið að það 10-20 % munur á verði sem gæti munað kannski 50-100k. Engin að vinna eða þekkir einhvern sem er að vinna í stein smiðju :-"

Re: Granít borðplötur

Sent: Mið 01. Jan 2014 01:28
af Hnykill
Það eru svosem ekki margir með þetta.. talaðu bara við þá sem eiga þetta til. ég efast um að þú sért að parket leggja með þessu efni.. svo bara talaðu við þessa 2 eða 3 sem eru að selja þetta hér á landi :/ .. þetta er bara hugsað sem borðplötur !. svipað verð hjá öllum. þetta eru engin geimvísindi eins og þeir segja :Þ