Síða 1 af 1

Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Mið 25. Des 2013 20:33
af fedora1
Sælir vaktarar
Hvaða græjur mælið þið með til að hlusta á til dæmis klassíska tónlist í litlu herbergi/ stofu.
Þarf ekki að vera þetta hefbundna heimabíó.
Má gjarnan vera með þráðlausa hátalara, frekar netta.

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fim 26. Des 2013 21:14
af fedora1
Hvað segja menn, er þetta of lágt budget fyrir geislaspilara, magnara og góða netta hátalara ?

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fim 26. Des 2013 23:11
af I-JohnMatrix-I
Dali Zensor 1. Frábært sound fyrir peninginn, fá 5 stjörnur af 5 á whathifi: http://sm.is/product/100w-hilluhatalarar-dal-zensor1sv

Veit ekki með ódýra magnara hef enga reynslu af þeim en þú ættir alveg að geta fengið magnara einhversstaðar á 50 þús.

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 00:44
af jonsig
:money Martin logan :money

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 01:09
af demaNtur
http://sm.is/product/yamaha-sound-projector-black

Rosa nettur sound bar.. Fínasta hljóð úr honum :)

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 01:25
af coldone
Ef ég væri þú myndi ég bíða eftir útsölum í janúar. Oft mjög góður afsláttur í HT og SM þegar útsölurnar byrja.

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 11:28
af Farcry
Spurning um að kikja í hljómsýn í ármúla
http://www.hljomsyn.com

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 15:57
af tdog
fyrir 100k og svona hlustun myndi ég bara kaupa mér actíva stúdíó mónitora.

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 16:00
af Garri
I-JohnMatrix-I skrifaði:Dali Zensor 1. Frábært sound fyrir peninginn, fá 5 stjörnur af 5 á whathifi: http://sm.is/product/100w-hilluhatalarar-dal-zensor1sv

Veit ekki með ódýra magnara hef enga reynslu af þeim en þú ættir alveg að geta fengið magnara einhversstaðar á 50 þús.

Sammála.. verslaði mér svona fyrir jólin við vinnu tölvuna. Er að "breika" þá inn og þvílíkur hljómur úr þeim.

Er með gamlan bíó 5-1 Onkyo magnara við þá sem og Xonar Essence.. get ekki verið ánægðari. Var með lítinn Söb undir skrifborðinu en jafnvel þótt ég sé ekki búinn að breika þá inn, þá hef ég enn ekki kveikt á honum.

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 16:09
af jonsig
tdog skrifaði:fyrir 100k og svona hlustun myndi ég bara kaupa mér actíva stúdíó mónitora.


hvernig eru unactívir stúdíó magnarar ?

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 16:46
af MatroX
jonsig skrifaði:
tdog skrifaði:fyrir 100k og svona hlustun myndi ég bara kaupa mér actíva stúdíó mónitora.


hvernig eru unactívir stúdíó magnarar ?


ertu farinn að bull hérna líka?

en þar sem þú ert örruglega að meina unactivir monitorar þá eru þeir alveg til


en já ég er sammála ég myndi fá mér góða mónitora fyrir svona pening

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 17:07
af jonsig
Kannski flókið fyrir höfund þráðar að fatta muninn á actívum og passívum monitorum.

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 18:32
af Garri
"Active" hátalarar eru með magnara innbyggðan. Passive ekki.

Flestir ódýrir tölvuhátalarar eru active. Aðeins dýrari gerðir hafa söbb sem er með magnara fyrir L/R sem og söbb-hátalarann sjálfan.

Á Dali Zensor 7 gólfhátalara og þeir hafa virkilega blómstrað eftir að ég hafði loksins breikað þá inn. Eru mjög nákvæmir og skapa/eftirapa til dæmis virkilega góðar söng-raddir osfv. Dali Zensor 1 kosta um 50k og hægt að fá ágætis notaðan heimabíó magnara fyrir 20-30k Ástæðan að ég tala um heimabíó-magnara er sú að margir eru að selja þá þar sem haugur af þeim styður ekki HDMI sem allt gengur út á í dag og verðið því langt undir því sem menn eru að fá. Ef ég væri að spá í stærra rými, þá mundi ég kaupa Dali Zensor 3, en þeir ná meiri bassa.

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 18:45
af upg8
Helsti ókosturinn við "active" hátalara er þegar stendur til að uppfæra, í stað þess að geta keypt nýja hátalara þarf að kaupa líka nýjan magnara.

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 18:53
af tdog
Á hinn bóginn er magnarinn í actívu mónitorunum hannaður til þess að vinna sem best með þeim íhlutum sem í hann eru notaðir...

Re: Hvaða hljómflutnings tæki fyrir ca 100k

Sent: Fös 27. Des 2013 18:55
af MatroX
upg8 skrifaði:Helsti ókosturinn við "active" hátalara er þegar stendur til að uppfæra, í stað þess að geta keypt nýja hátalara þarf að kaupa líka nýjan magnara.

þegar þú ert kominn með gott par af aktívum mónitorum og sub þá er ekkert að uppfæra þá færðu þér bara 2 stærri mónitora og bætir inn í þetta :)