Síða 1 af 1

Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Þri 24. Des 2013 20:59
af Yawnk
Sælir, er ekki til svona tengi eða adapter eða hvað sem það kallast sem þú tengir í 3.5mm jack í tölvunni þinni, svo út úr því tæki koma kannski 2 eða fleiri 3.5mm jack tengi í og þú getur svissað á milli á tækinu... hvað heitir þetta??

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 00:53
af tdog
Það er hægt að fá svona two eða three way switch í flestum raftækjabúðum, þá eru oftar en ekki rca tengi en svo geturu bara notað rca í 3.5mm jack tengiskott og tengt að vild.

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 10:15
af Gúrú
tdog skrifaði:Það er hægt að fá svona two eða three way switch í flestum raftækjabúðum, þá eru oftar en ekki rca tengi en svo geturu bara notað rca í 3.5mm jack tengiskott og tengt að vild.


Hver ætti nokkurntímann að vilja það í stað þess að kaupa bara 3.5mm jack switch? :roll:

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 13:22
af tdog
Þeir eru sjaldgæfari.

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 13:50
af Viktor
Þetta heitir audio switch eða headphone switch.

http://www.ebay.com/itm/Plantronics-Aud ... 3f28940101

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 14:11
af Yawnk
Takk fyrir svörin strákar!
Fann audio switch í Kísildal - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1756
Er þetta ekki nákvæmlega það sem mig vantar? (er með Logitech Z623 og Sennheiser PC360 heyrnartól bæði tengd með 3.5mm jack og ég væri til í að geta svissað á milli þegar mig langar í stað þess að fara bakvið tölvuna og tengja aftur, er þetta málið?

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 15:12
af SolidFeather
Eða tengja bara beint í hátalarann?


http://images.bit-tech.net/content_imag ... z623-c.jpg

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 15:20
af Yawnk
SolidFeather skrifaði:Eða tengja bara beint í hátalarann?


http://images.bit-tech.net/content_imag ... z623-c.jpg

Vandræðalegt! afhverju fattaði ég þetta ekki? hahaha :-" Auðvitað geri ég það! ](*,) Takk fyrir ábendinguna hehehe

Æii þetta hentar eitthvað svo illa samt, vegna þess að PC360 Sennheiser heyrnartólin hjá mér eru með 2 seperate tengi fyrir Mic og audio 3.5mm, ætli það þýði þá ekki bara að ég verði að tengja þetta við vélina alltaf og bara sætta mig við þetta.

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 15:36
af MrSparklez
Reddaðu þér frekar bara tveim svona og hafðu þau tengd í mic og hátalara tengið aftaná tölvuni, láttu svo endann á snúrunum vera á skrifborðinu þínu, hafðu svo hátlarana tengda í eina snúruna á skrifborðinu og svo þegar þú vilt nota heyrnatólin þá bara einfaldlega tekuru hátalarana úr sambandi og stingur þeim í þessar tvær lengingar. Þetta geri ég allavegna :happy

Re: Vantar 3.5mm jack 'breytistykki' ..

Sent: Mið 25. Des 2013 15:40
af Yawnk
MrSparklez skrifaði:Reddaðu þér frekar bara tveim svona og hafðu þau tengd í mic og hátalara tengið aftaná tölvuni, láttu svo endann á snúrunum vera á skrifborðinu þínu, hafðu svo hátlarana tengda í eina snúruna á skrifborðinu og svo þegar þú vilt nota heyrnatólin þá bara einfaldlega tekuru hátalarana úr sambandi og stingur þeim í þessar tvær lengingar. Þetta geri ég allavegna :happy

Snilldar hugmynd! Ég geri þetta, takk fyrir þetta!