Síða 1 af 1
Pirate Bay á flótta
Sent: Fim 19. Des 2013 18:36
af appel
http://rt.com/news/pirate-bay-returns-sweden-504/Þeir eru komnir á .se domain aftur, enda er öllum domainum lokað nær samdægurs sem þeir skrá annarsstaðar.
Er þeim að takast að slökkva á pirate bay?
Re: Pirate Bay á flótta
Sent: Fim 19. Des 2013 18:39
af Monk
Þeir eiga enn nóg eftir af domainum. Eftir það geta þeir breytt nafninu lítillega, piratebay í stað thepiratebay o.s.frv og tekið annan hring.
.is var aldrei fullreynt heldur, isnic menn tóku skýrt fram á sínum tíma að ekkert annað en dómsúrskurður gæti lokað þeim hér á landi
Re: Pirate Bay á flótta
Sent: Fim 19. Des 2013 18:41
af appel
Ég skil ekki hví þeir nota alltaf eitt lén í einu, ég myndi skrá 100 lén og svo láta þau load balanca á milli sín. Þannig að ef 10 er lokað þá eru 90 eftir, og þá vær hægt að skrá önnur 10.
Re: Pirate Bay á flótta
Sent: Fim 19. Des 2013 18:43
af Monk
Ef þeir gerðu það myndu þeir spæna þau upp mun fljótar þar sem mjög margir loka á þá fljótlega eftir skráningu.
Annars virkar .com alltaf hvar sem þeir eru þann daginn
Re: Pirate Bay á flótta
Sent: Fim 19. Des 2013 20:06
af Xberg
Er ekki bara best að skrá sig í Norður Kóreu
Re: Pirate Bay á flótta
Sent: Fös 20. Des 2013 04:14
af Viktor
IS lénið er enn í gildi. Heldurðu að það sé hægt að gera út af við síðuna með því að loka lénum? Þurfa síður endilega lén?
- pirate.PNG (484.85 KiB) Skoðað 1045 sinnum
Re: Pirate Bay á flótta
Sent: Fös 20. Des 2013 08:46
af hagur
Lén smén. Geta þeir ekki bara reddað sér einhverri góðri IP tölu sem auðvelt er að muna og fólk notar það svo bara?
Re: Pirate Bay á flótta
Sent: Fös 20. Des 2013 11:53
af bigggan
Það þarf ekki len til að náglast siðuna, DNS gerir það bara miklu einfaldara að nálgast siður.
Re: Pirate Bay á flótta
Sent: Fös 20. Des 2013 14:25
af natti
bigggan skrifaði:Það þarf ekki len til að náglast siðuna, DNS gerir það bara miklu einfaldara að nálgast siður.
Nema hvað að 90% af notendahópnum veit ekki hvað IP tala er.
"Venjulegt" fólk er heldur ekkert að fara að eltast endalaust við nafnabreytingar.