Síða 1 af 1

Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:03
af hagur
Sælir,

Er með venjulegan tvöfaldan ljósarofa á vegg hjá mér. Annar kveikir/slekkur á veggljósi en hinn kveikir og slekkur á loftljósi í herberginu og er samtengdur öðrum rofa sem einnig kveikir og slekkur á loftljósinu.

Af ákveðnum ástæðum þarf ég helst að losna við þennan ljósarofa af veggnum og hafði hugsað mér að tengja í staðinn einhverskonar utanáliggjandi ljósarofa við þetta, þ.e svona lamparofa á snúru. Þyrfti þá væntanlega tvo svoleiðis.

Í fyrsta lagi, er eitthvað sem mælir á móti því að þetta sé gert?

Ef ekki, þá er næsta spurning ... hvernig tengi ég þetta?

Annar rofinn (veggljósið) er tengdur svona, þ.e tveir vírar samtengdir og svo sá þriðji:
Mynd

Hinn (sá sem er samtengdur við hinn rofann sem kveikir/slekkur á loftljósinu) er aftur á móti tengdur svona, þ.e þrír vírar sem allir tengjast á sitthvorn staðinn:
Mynd

Ég hafði semsagt hugsað mér að tengja lampasnúrur í þetta með tveim litlum utanáliggjandi rofum, svo ég geti í raun bara lokað veggdósinni.

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:23
af Skippó
Sæll,

Til að vera alveg viss um hvað þú ert að meina ertu þá að tala um að setja svona í staðinn?

http://upload.ecvv.com/upload/Product/2 ... 253AM3.JPG

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:25
af Skippó
Og er það bara loftljósið sem er með 2 rofa á sitthvorum staðnum?

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:33
af hagur
Já nákvæmlega svona rofa hafði ég hugsað mér. Já bara loftljósið er með rofa annarsstaðar. Reyndar eru tveir svona tvöfaldir veggrifar sem ég þarf að gera þetta við og báðir stýra þeir loftljósinu líka. Semsagt þrír rofar í heildina sem stýra loftljósinu.

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:38
af Skippó
Eiga þetta semsagt að vera 3 lampa rofar?

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:42
af hagur
Fjórir ... Tveir alveg eins tvöfaldir veggrofar sem ég þarf að skipta út. Þarf væntanlega fjóra lamparofa í staðinn.

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:43
af Skippó
Heyrðu þetta er ekkert mál með veggljósið en held að þetta verði aðeins meira mál með loftljósið þar sem að þessi rofi sem er á myndinni er samrofi og þar sem samrofi virkar svona. (Ignoraðu efra ljósið þar sem að þú ert bara með eitt)

Mynd

En lampa rofi svona.

Mynd

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:48
af KermitTheFrog
Tvöfaldur rofi rýfur báðar tengingarnar. Lamparofi rýfur bara aðra tenginguna en rýfur samt rásina. Af hverju ætlarðu að vera með tvo rofa fyrir einn tvöfaldan.

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 19:54
af Skippó
Veggljósið er mjög einfalt. Taktu brúna vírinn og tengdu hann við annann endann á brúna vírnum á lamparofanum, taktu svo rauðu vírana og fáðu þér krónutengi og tengdu hinn endann á brúna og rauðu vírana í það, passaðu bara að rofinn séi á milli rauða og brúna. :D

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 20:07
af hagur
KermitTheFrog skrifaði:Tvöfaldur rofi rýfur báðar tengingarnar. Lamparofi rýfur bara aðra tenginguna en rýfur samt rásina. Af hverju ætlarðu að vera með tvo rofa fyrir einn tvöfaldan.


Takk fyrir svörin strákar.

En bara svona til að það sé alveg öruggt að við séum á sömu blaðsíðu ..... Þegar ég segi tvöfaldur rofi, þá á ég við einn svona:

Mynd

Þ.e einn rofi en tveir "takkar". Ég er kannski ekki með terminológíuna á hreinu :-)

Ég er semsagt með tvo svona veggrofa. Annar takkinn á hvorum fyrir sig stýrir veggljósum sem er beint fyrir ofan hvorn rofann fyrir sig. Hinn rofinn á báðum stýrir svo loftljósinu í herberginu (og svo er þriðji rofinn í herberginu sem líka stýrir loftljósinu, en ég ætla ekkert að fikta í honum).

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Fös 13. Des 2013 23:13
af hagur
Ekkert meira input?

Takkinn sem stýrir veggljósinu er ekkert mál held ég, en ég fatta ekki hvernig ég á að tengja hinn takkan (þann sem er tengdur hinum rofanum fyrir loftljósið, þar sem þrír vírar tengjast í rofann).

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Lau 14. Des 2013 00:58
af tdog
Hvað meinarðu með því að vilja losna við rofana af veggnum? Ef þú ætlar að fela dósina þa er það brot á ÍST200, staðli um raflagnir.

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Lau 14. Des 2013 21:16
af Oak
Ég er ekki alveg að fatta hvað þú ert að farað gera? Afhverju ertu að taka þessa rofa í burtu? Ertu að farað taka niður vegginn eða hvað?

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Sun 15. Des 2013 00:27
af hagur
Var að setja upp rúmgafl sem festist beint á vegg. Hann er aðeins of stór, þannig að rofarnir lenda á bakvið hann. Ég var því ekki að fela dósirnar varanlega.

En málið er leyst.

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Sun 15. Des 2013 01:13
af tdog
Hefði ég vitað það þá hefði ég ráðlaggt þér að láta taka úr rúmgaflinum fyrir dós og sagt þér að setja dósina í gaflinn og fá smekklegt lagnaefni sem passar vel við gaflinn ;)

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Sun 15. Des 2013 01:57
af Oak
Mun betra held ég að setja bara venjulega utanáliggjandi rofi í stað þessara lampa gaura.

eða eins og tdog segir en það er kannski mun meira vesen.

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Sun 15. Des 2013 08:27
af hagur
tdog skrifaði:Hefði ég vitað það þá hefði ég ráðlaggt þér að láta taka úr rúmgaflinum fyrir dós og sagt þér að setja dósina í gaflinn og fá smekklegt lagnaefni sem passar vel við gaflinn ;)


Já, það kom alveg til greina en ég vildi helst ekki þurfa að eiga neitt við gaflinn :-)

Re: Smá rafvirkjahjálp, varðandi tvöfaldan rofa ...

Sent: Mán 16. Des 2013 12:03
af tlord
hefði ekki þráðlaus rofi verið málið?