Gislinn skrifaði:Ég á 3D prentara sem ég smíðaði sjálfur, þessi umræða hefur komið töluvert oft upp hér á vaktinni. Mæli með að þú prufir að leita aftur og lesir umræðuna sem hefur verið í gangi áður.
Eftir mína reynslu af því að smíða 3D prentara þá myndi ég mæla með að þú byrjir á að spá í hvað þú vilt gera með græjuna. Flest sem fólk vill gera er hægt að gera með CNC fræsara sem getur þá búið til hlutina fyrir þig úr nánast hvaða efni sem er (timbri, áli, plasti ... ). Plasthlutur sem kemur úr CNC fræs er líklegri til að vera sterk byggðari og ódýrari en hlutur úr 3D prentara. Einnig er auðvelt að smíða einfaldan plast extruder til að festa á CNC græju ef menn vilja prufa það.
Ég sé svolítð eftir því að hafa smíðað CNC fræsara í stað þess að smíða mér 3D prentara. Ef þú hefur áhuga þá get ég svarað spurningum ef þú hefur einhverjar.
Get ekki að því gert en ég botna nánast ekkert í því hvert þú ert að fara í þessu innleggi.
Byrjar á að segja að þú hafi smíðað 3D prentara sjálfur en endar á því að segja að þú sjáir eftir því að hafa
ekki smíðað 3D prentara. Síðan finnst mér meirihlutinn af innlegginu snúast um það að CNC fræsari sé í raun praktískari þar sem það sé sterkara, ódýrara osfv.
Þetta meikar einhvern sens ef þú hefur misritað svona illilega síðustu málsgreinina og þar eigi að standa:
"Ég sé svolítð eftir því að hafa smíðað 3D prentara í stað þess að smíða mér CNC fræsara."