Síða 1 af 1

Forritun, lyklaborð

Sent: Sun 08. Des 2013 15:25
af paze
Hvort notið þið Íslenskt eða enskt lyklaborð þegar þið forritið?

Ég nota sjálfur enskt vegna { og }. Þetta eru óþolandi staðsetningar fyrir svo mikilvæg tögg, en ég hef heyrt að skólar kenni forritun á íslenskum lyklaborðum af einhverjum ástæðum.

Re: Forritun, lyklaborð

Sent: Sun 08. Des 2013 15:27
af intenz
Íslenskt, þó ég forriti á ensku.

Re: Forritun, lyklaborð

Sent: Sun 08. Des 2013 15:30
af depill
Íslenskt, en jú forrita á ensku.

Reyndar ef við tölum um týpu af lyklaborðum, þá finnst mér ekkert jafn gott eins og svona flöt lyklaborð eins og Apple lyklaborðið er ( snúrutengda ). Mynd

Re: Forritun, lyklaborð

Sent: Sun 08. Des 2013 15:33
af daremo
Ég nota breskt layout.
Íslenskt lyklaborð er alveg ónothæft í forritun.

Re: Forritun, lyklaborð

Sent: Sun 08. Des 2013 16:02
af SolidFeather
Eins og er nota ég íslenskt layout, en ég hugsa að ég kaupi mér USA layout innan skamms. Var vanur að nota það í skólanum því lappinn var með USA layout, það er bara allt annað líf.

Re: Forritun, lyklaborð

Sent: Sun 08. Des 2013 16:14
af KermitTheFrog
Byrjaði að nota US vegna þess að það er US layout á tölvunni minni og því vantar <>| takkann á lyklaborðið. Hef vanist því og finnst það mun þægilegra.

En ég skil ekki afhverju skólar ættu að neyða íslenskt layout ofan í fólk. Það er smekksmunur hvort fólki finnst þægilegra.