Síða 1 af 1

-16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 08:28
af Yawnk
http://www.dv.is/frettir/2013/12/3/von- ... uldakasti/
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/

:crying :|

Gæti þetta ekki farið illa með ansi marga bíla? svona mikið frost.

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 08:46
af SergioMyth
Ef þú ert að bóna af og til ætti það ekki að vera vandamál. Það fer verra með lakkið að búa nálægt sjó eða sandi til dæmis ;)

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 09:00
af Yawnk
SergioMyth skrifaði:Ef þú ert að bóna af og til ætti það ekki að vera vandamál. Það fer verra með lakkið að búa nálægt sjó eða sandi til dæmis ;)

Ég meina vélarlega séð :)

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 09:09
af biturk
Tjekkaðu frostlögin og þú ert good to go

Hefur oft verið meira frost hér á landi en þetta :)

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 10:05
af urban
Nei andskotinn maður, það er alveg djöfullegt veður framundan
skíta andskotans kuldi og síðan rigning og rok eftir það.

þessi vika verður viðbjóður

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 14:12
af littli-Jake
Þarft ekkert að hafa áhigjur af bílunum þínum fyrr en í 20°c Plús. Þá er kominn talsverð hætta á vaxmyndun ef þú ert með díselbíl og það er ekki eitthvað sem þú nennir að lenda í. Menn hafa verið að fyribygja það í löngum jeppaferðum með að bæta sirka 10% steinolíu útí.
Kælivatnið í þokkalegu standi ætti að þola niður í 38°C. En ef þú ert eitthvað strassaður yfir því skaltu ekki hlaupa af stað og filla vatnskassanan af kælivökva því að óblandaður vökvi hefur ekki nema 18°C frostþol. Besta blandan upp á frostþol er sirka 65% kælivökvi móti vatni.
Besta sem þú gætir gert væri að reyna að legja bílnum í skjóli eða allavega þannig að það blási ekki inn í vélarsalinn og leifa honum að ganga í allavega mínótu áður en þú legur af stað.
Það sem væri líklegast að vera vesen hjá þér er að rafgeymirinn verði fúll. Gamlir rafgeimar eru ekki hrifnir af kulda

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 14:18
af bixer
ég er á díselbíl, er þá málið að taka strætó á föstudaginn?

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 15:57
af littli-Jake
bixer skrifaði:ég er á díselbíl, er þá málið að taka strætó á föstudaginn?



Ef það fer að myndast vax í eldsneitinu þarf talsvert meira en að bíða þangað til frostið fer niður fyrir 5°C Vaxið þarf að bráðna og það gerir það ekki nema að bílinn fái að standa í góðan tíma í vel upphituðu svæði. Mér finst nú alveg lílegt að eldsneitisfélögin geri nú ráðstafanir út af þessu og auki frostþolið á olíunni. En það væri ekkert vitlaust fyrir þig að skella kanski 5 lítra af steinolíu saman við fullan tank á miðvikudagskvöldið.
Það eru líka til einhver bætiefni í brúsum en spurning hvað þau kosta. Jeppakallarnir nota allavega Steinolíu.

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 16:13
af GuðjónR
Spurning um að taka til í bílskúrnum, ótrúlega næs að fara út í frostið á heitum bíl.

Re: -16°C frost á fimmtudaginn!

Sent: Þri 03. Des 2013 16:27
af demaNtur
Pff, bara gott veður framundan, kv gæjinn sem er að vinna í -24°c frosti everyday.. :)