gRIMwORLD skrifaði:Þú gætir hringt í vælubílinn en þetta kemur skilmerkilega fram á heimasíðunni hjá Vodafone og í skilmálum. Nógu mörg hafa svona mál verið í gegnum árin að fólk ætti að hafa það sem sjálfsagðan hlut að kynna sér þessa hluti þegar sótt er um tengingar.
Þetta er ekki væl, þetta er mjög svo þörf og réttmæt gagnrýni. Þú verður að athuga að þetta er nýtilgerð þjónustubreyting, svo það var ekki nokkur klausa um 3x10GB þegar ég sem dæmi fór í viðskipti við Vodafone. Burtséð frá því, hvað var og var ekki í samning þegar viðskiptavinur stofnar til þjónustu þá er eins og alltaf klausa um að þessum samning megi breyta eftir þeirra eigin hentisemi, svo lengi sem það er gert með fyrirvara. Ég fékk hinsvegar ekkert fréttabréf þess eðlis eða tilkynningu á annað borð um að þessu yrði breytt. Það var örugglega sent út, en ég fékk ekkert slíkt. Þegar ég fæ tölvupóst sem varar mig við gagnamagnsnotkun þá stendur þar sem dæmi orðrétt
Þegar þú ferð umfram keypt gagnamagn munu 10 GB af aukagagnamagni bætast við þjónustuna þína og verða þau rukkuð skv. gjaldskrá Vodafone. Aukaniðurhal gildir út mánuðinn.
Þarna er hvergi minnst á það að þetta muni gerast sjálfkrafa þrisvar sinnum. Ef ég fer inná vodafone.is/gagnamagn og skoða notkunina mína stendur þar til hliðar
Þegar gagnamagn klárast verður 10 GB sjálfvirkt bætt við og því lokast ekki fyrir nettengingu, greitt er fyrir aukalegt niðurhal skv. verðskrá ljósleiðara).
En og aftur ekki minnst stöku orði á að þetta muni ég fá í þrígang, hvað þá kostnaðinn sem þessu fylgir, enda gígantískur, prósentulega séð m.v. áskriftargjaldið.
Þetta er ekki bara spurning um hvað stendur í helvítis samningnum, þetta er spurning um að fyrirtæki fari að tileinka sér "Don't be evil" - eða eðlilega, mannlega viðskiptahætti. Ef sú ákvörðun yrði tekin innan fjarskiptafyrirtækis að viðskiptavinir hefðu nú val um það hvort þetta ferli væri sjálfvirkt eða ekki væri hægt að koma því í gegn á litlum sem engum tíma.
Vandamálið er ekki að fjarskiptafyrirtækin geti ekki boðið fólki upp á að stjórna þessu. Þetta er ekki til þess að auka þjónustu við viðskiptavini, þótt fyrirtækin vilji vissulega meina það. Þetta er ekki hagkvæmt fyrir viðskiptavininn. Þetta er bara enn eitt dæmi af ótal um hvernig stórfyrirtæki misnota traust viðskiptavina, enn eitt vel falið aukagjald. Vodafone eru auðvitað ekki einir um þetta, en þeir eru hinsvegar grófastir með þetta. Fólk er orðið svo löngu vant því að vera tekið í rassgatið að það nennir enginn að lyfta fingri lengur, hvað þá tveim.
Helvítis, fokking fokk..