Síða 1 af 1
Spurningar um íslenska bar menningu
Sent: Sun 17. Nóv 2013 01:11
af hakkarin
Í bíómyndunum sér maður oft hluti eins og fólk sem að spjallar á börum, menn sem að bjóða kvenmönnum upp á drykki til að reyna við þær og svo framvegis.
Er þetta bara Ameríst fyrirbæri eða er þetta líka svona á Íslandi? Held að ég hafi aldrei séð neinn mann reyna við kvennmann eða bjóða drykki á þeim börum sem að ég hef farið á. Fólk skemmtir sér og allt það, en svona "may I buy you a drink?" eins og gerist í myndunum hef ég aldrei séð. Prófaði nokkrum sinnum sjálfur þegar ég byrjaði fyrst að fara á barinn, en gafst upp að því að kellinganar sögðu næstum alltaf já en fóru síðan bara með drykkina (stundum án þess að þakka einu sinni fyrir sig!).
Er Íslensk bar menning á svona lágu stigi eða er hún bara öðruvísi eitthvernveginn?
Re: Spurningar um íslenska bar menningu
Sent: Sun 17. Nóv 2013 02:15
af AngryMachine
Af
þessum þræði að dæma er svarið við spurningu þinni já, þetta á sér stað hér á landi.
Einnig virðist þráðurinn staðfesta þá reynslu þína að líkurnar á því að þessi vinnubrögð beri áþreifanlegan árangur, ef ég má orða það þannig, eru nánast engar.
Re: Spurningar um íslenska bar menningu
Sent: Sun 17. Nóv 2013 03:08
af hakkarin
AngryMachine skrifaði:Af
þessum þræði að dæma er svarið við spurningu þinni já, þetta á sér stað hér á landi.
Einnig virðist þráðurinn staðfesta þá reynslu þína að líkurnar á því að þessi vinnubrögð beri áþreifanlegan árangur, ef ég má orða það þannig, eru nánast engar.
Þannig að þetta er þá eins og mig grunaði...Íslenskir kvenmenn líta bara á karlmenn á börum eins og stóra bjórkúta sem að hægt er að skrúfa frá
Re: Spurningar um íslenska bar menningu
Sent: Sun 17. Nóv 2013 03:35
af J1nX
í rauninni er hægt að segja bæði já og nei við þessari spurningu.. það er bara spurning um að átta sig á því á því hvort kvenmaðurinn sé að segja já því hún hefur áhuga eða bara áhuga á fría drykknum.. í rauninni er ekki erfitt að sjá þetta..
versta sem þú getur samt gert er samt að labba beint upp að kvenmanni og spurja hvort þú megir bjóða henni upp á glas, alltaf best að byrja á smá spjalli og ef hún spjallar á móti (þá á ég ekki við spjall eins og henni gæti ekki leiðst meira) þá er allt í góðu að spurja hvort þú megir bjóða henni upp á drykk og hún segir annaðhvort já eða nei.. ef þú lendir í því að bjóða kvenmanni upp á drykk og hún lítur á vinkonur sínar um leið þá veistu nokkurnveginn að þú ert í slæmum málum. (en það eru alltaf til undantekningar sem sanna regluna)
Re: Spurningar um íslenska bar menningu
Sent: Sun 17. Nóv 2013 03:50
af paze
Ef þú ert að vonast eftir því að kynnast kvennmönnum með því að bjóða þeim drykki á barnum, þá hefurðu margt að læra um íslenska deit/djamm menningu.
Re: Spurningar um íslenska bar menningu
Sent: Sun 17. Nóv 2013 04:14
af demaNtur
paze skrifaði:Ef þú ert að vonast eftir því að kynnast kvennmönnum með því að bjóða þeim drykki á barnum, þá hefurðu margt að læra um íslenska deit/djamm menningu.
True words!
Take this note, aldrei og ég meina aldrei kaupa neitt á barnum fyrir stelpu sem kemur upp að þér og biður um drykk.. She only want's free alcohol!
Re: Spurningar um íslenska bar menningu
Sent: Sun 17. Nóv 2013 06:13
af Viktor
hakkarin skrifaði:AngryMachine skrifaði:Af
þessum þræði að dæma er svarið við spurningu þinni já, þetta á sér stað hér á landi.
Einnig virðist þráðurinn staðfesta þá reynslu þína að líkurnar á því að þessi vinnubrögð beri áþreifanlegan árangur, ef ég má orða það þannig, eru nánast engar.
Þannig að þetta er þá eins og mig grunaði...Íslenskir kvenmenn líta bara á karlmenn á börum eins og stóra bjórkúta sem að hægt er að skrúfa frá
Re: Spurningar um íslenska bar menningu
Sent: Sun 17. Nóv 2013 10:49
af Bjosep
Lenti einu sinni í svona stelpu sem ætlaði sér bara að fá frían drykk, endaði bara á því að kaupa drykkinn til að losna við hana. Og það virkaði ... sá hana aldrei aftur