Garri skrifaði:Það er "gaman" að sjá hversu heilaþvegnir Íslendingar eru þegar fjallað er um verðtryggingu. Hér er komment að ofan þar sem viðkomandi kallar það tilfinninga-rök að ég skilgreini verðtryggingu sem vexti.
Staðreyndin er samt sú að verðtrygging þekkist næstum hvergi í byggðu bóli nema á Íslandi. Allstaðar annarstaðar er verðtrygging hluti vaxta.
Ef verðtrygging er allstaðar hluti vaxta, hvers vegna er hún það ekki á Íslandi?
Jú.. hugsanlega svo fólk borgi miklu hærri vexti en aðrir gera í heiminum.. bara í lagi afþví að það er kallað öðru nafni en vextir.
Augljóslega gildir eftirfarandi jafna: Verðtrygging + Vextir --> Hærri vextir en sú prósenta sem kölluð er vextir (sumir kalla niðurstöðuna og það réttilega háa vexti, sumir okurvexti sem er skilgreiningaratriði hjá sumum, þótt lög séu til höfuðs þessu fyrirbrigði hjá siðuðum þjóðum)
Fáir skilja þetta. Því miður. Enda er allt kerfið okkar miðað við að fólk skilji þetta ekki.
Í fysta lagi þá var ég ekki að verja verðtryggingu, ég var að benda á að það er umdeilt hvort að hún eigi rétt á sér eða ekki. Það er langt í frá að allir séu sammála um það.
En það er auðvitað frábært viðmót hjá þér að ef einhver er ósammála þér þá svararu bara með að viðkomandi vanti skilning og sé heilaþveginn.
Ég leyfi mér að efast um að hægt sé að stíga svona lágt ef það væri verið að ræða um flest önnur grunnfög, sem undirstrikar kannski bara vel hversu mikið þetta málefni er tengt þér tilfinningalega séð.
Garri skrifaði:Staðreyndin er samt sú að verðtrygging þekkist næstum hvergi í byggðu bóli nema á Íslandi. Allstaðar annarstaðar er verðtrygging hluti vaxta.
Þetta er frábært dæmi um áróður sem ætti einmitt alls ekki heima í grunnskólum.
Það væri flott að kenna hvernig verðtrygging virkar, hvað vísitala er, kenna nemendum að reikna hver heildarkostnaður lána er.
En að kenna það sem "staðreynd" að verðtrygging sé e-ð séríslenskt fyrirbæri og sé hvergi annarsstaðar til.
Vísitölutengt húsnæðislán eru jú kannski ekki sérstaklega algeng utan við þetta litla sker sem við búum á.
En ef þú spyrð út í smærri lán eða samningsgerð (leigusamninga, viðskiptasamninga eða aðra samninga sem byggja á reglulegum greiðslum eða greiðslum seinnameir) þá geturu fundið vísitölutengingu á fleiri stöðum en á Íslandi, og því alls ekkert séríslenskt fyrirbæri neitt.
Það mætti líka alveg færa rök fyrir því að verðtrygging/vísitölutenging lána sem slík sé ekki vandamálið, heldur hvaða vísitölu er miðað við hverju sinni og hvað sú vísitala byggist á.
T.d. að húsnæðislán eða önnur langtímalán hafi ekkert með neysluvísitölu að gera, enda má segja að verðtryggingin sé orðin að einhverju öðru ef að húsnæðislán getur farið yfir verðmat eignarinnar.
Hugmyndin að ef ríkið ákveður að hækka álögur á sykri, sígarettum og áfengi út af heilsufarsforsendum, að það hækki lán hjá einstaklingum, er fáránleg hugmynd.
En þar er vandamálið ekki vísitölutenging, heldur á hverju sú tenging byggist á.
Og þar sem hérna kemur fólk til með að skiptast í tvo eða fleiri hópa, er einmitt ástæðan fyrir því að ég tel að þetta eigi meira heima á efri skólastigum eins og t.d. í framhaldsskólum, þar sem nemendur eru komnir með mun betri tilfinningu fyrir verðmæti peninga heldur en nokkurntímann í grunnskóla, og geti því myndað sér sína eigin skoðun ekki apað upp skoðun kennara.