mind skrifaði:Athugaðu eitt við gerð leigusamnings, við leigusamning eignast leigutaki meiri rétt en húseigandi.
Það þýðir meðal annars að jafnvel þó hann borgi ekki leigu máttu ekki fleygja honum úr leiguhúsnæðinu, og hann getur þessvegna stútað því á meðan. Ógurlegur tími þarf að líða til að þú megir það, og það þarf að fara fyrir dóm svo lögreglan getið hjálpað, getur tekið mánuði.
[...]
Settu auka klausu í leigusamninginn að viðkomandi verði fleygt út við fyrsta greiðslubrest (þetta hefur ekkert raunverulegt vægi, og stenst ekki lög. En bara þetta standi þarna þýðir að ef eitthvað klikkar veistu nákvæmlega í hvað stefnir.)
Well, til að hafa þetta á hreinu, þá hefur leigusali "rétt" á því skv lögum að fleygja viðkomandi út á uþb viku ef hann borgar ekki og sinnir ekki skriflegri greiðsluáskorun.
Og "tæknilega séð", þá er leigjandi orðinn réttindalaus á 7 dögum eftir að hann svarar ekki greiðsluáskorun, og er þá í raun orðinn að húsatökumanni(eðakonu).
Þetta er tiltölulega skýrt í lögum.
Vandamálið verður hinsvegar til ef að leigjandinn neitar að fara út úr íbúðinni á áttunda degi, þá þarftu að láta bera viðkomandi út, og það hefur lögreglan ein vald til að gera að undangengnum dómsúrskurði. Þetta er ferlið sem getur tekið mánuði.
Leigjandi getur líka teygt þetta ferli með því að svara greiðsluáskorun og biðja um greiðslufrest, eða fá að skipta greiðslunni niður (smá núna smá seinna etc.).
Sama gildir ef viðkomandi gerir e-ð ólöglegt (einsog kannabisrækt), þá máttu henda út, þar er eflaust einfaldast að hringja bara beint í lögreglu.