Síða 1 af 1
Netflix og Paypal
Sent: Mið 13. Nóv 2013 22:27
af capteinninn
Var að reyna að skrá mig á Netflix en hann vildi ekki póstfangið mitt svo ég ætlaði að nota Paypal.
Er búinn að tengja Kreditkortið við Paypal og ætlaði að nota það en Paypal neitar mér. Þarf ég að millifæra á Paypal aðganginn pening fyrst eða tekur paypal beint af kortinu?
Re: Netflix og Paypal
Sent: Mið 13. Nóv 2013 22:29
af Daz
Settu bara inn bogus póstfang í Netflix. (ég nota alltaf 90210, en það er hægt að velja póstfang í ríki sem hefur ekki söluskatt).
Re: Netflix og Paypal
Sent: Mið 13. Nóv 2013 22:30
af capteinninn
Skiptir það ekki máli í tengslum við info um Kreditkort ?
Edit*
NVM ég notaði 90210
Re: Netflix og Paypal
Sent: Fim 14. Nóv 2013 08:44
af rattlehead
held að smáís hafi ekki mikið fyrir sér sambandi við Netflix. Ég er borga af Netflix beint af korti hjá mér. netflix tekur við kortinu hjá mér þannig að fyrirtækið búið að samþykja viðskiptin.
Re: Netflix og Paypal
Sent: Fim 14. Nóv 2013 09:14
af gnz
Ég notaði bara trixið af
Einstein.is.
Hægt er að nota íslensk kreditkort á Netflix, en póstnúmerið verður að vera slegið inn með sérstökum hætti. Það verður að vera póstnúmerið þitt, auk tveggja annarra tölustafa, því amerísk póstnúmer eru fimm tölustafir.
Dæmi: Ef þú býrð í póstnúmeri 101, sláðu þá inn amerískt heimilisfang, og póstnúmerið 10100.
Minnir að ég hafi meira að segja notað bara mitt eigið heimilisfang í stað Amerísks.
En ef þig langar að hafa Amerískt zip code, af hverju ekki að nota Zip kóðann 89044