Síða 1 af 2

Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Mán 11. Nóv 2013 12:42
af Daz
http://www.skjarkrakkar.is/

Þetta er nákvæmlega það sem mig hefur vantað til að fylla upp í afþreyingarpakkann, talsett barnaefni "on demand". Núna þarf ég bara að melta með mér hvort mér finnst 1500 kall of mikið til að drepa heilasellurnar í krökkunum :(

Re: Ánægjuleg þróun!

Sent: Mán 11. Nóv 2013 14:39
af Kristján
hvar eru steinþursarnir, he-man, riddarar hringsborðsins, spiderman og allt þetta sem var OG ER svo awesome?????

déskotans BATMAN, hvar hvar hvar hvar

Re: Ánægjuleg þróun!

Sent: Mán 11. Nóv 2013 15:01
af appel
:)

Flott framtak hjá Skjánum. Þeir eru að brjóta ísinn hvað þetta varðar á Íslandi. Nú er bara að vona að verðlagningin sé boðleg fólki. Kannski erfitt að keppa við Netflix sem er í hvað 800 kalli, en þeir eru ekki með talsett íslenskt efni.

Re: Ánægjuleg þróun!

Sent: Mán 11. Nóv 2013 15:14
af rango
Mér skilst að þú verðir að vera með annaðhvort kerfi hjá vodaphone eða símanum.

og,
appel skrifaði:Þeir eru að brjóta ísinn hvað þetta varðar á Íslandi.

Þetta er væntanlega mjög lítill ís, mögulega bara smá.. ís

Re: Ánægjuleg þróun!

Sent: Mán 11. Nóv 2013 15:24
af Daz
appel skrifaði::)

Flott framtak hjá Skjánum. Þeir eru að brjóta ísinn hvað þetta varðar á Íslandi. Nú er bara að vona að verðlagningin sé boðleg fólki. Kannski erfitt að keppa við Netflix sem er í hvað 800 kalli, en þeir eru ekki með talsett íslenskt efni.

Einmitt, þetta fyllir upp í það gat sem fólk eins og ég hefur fundið í afþreyingarframboðinu. Börn, alveg eins og við fullorðan fólkið, vilja miklu frekar velja sína dagskrá sjálf en láta mata sig, mín börn voru ekki mjög lengi að læra á tímaflakkið t.d.
Svo gerir maður víst ráð fyrir að borga fyrir virðisaukandi þjónustu (í þessu tilfelli textunina). Ef ég væri að borga fyrir áskrift að einhverju öðru "fyrir börnin" þá myndi ég örugglega skoða þetta alvarlega sem valkost.

rango skrifaði:Mér skilst að þú verðir að vera með annaðhvort kerfi hjá vodaphone eða símanum.

og,
appel skrifaði:Þeir eru að brjóta ísinn hvað þetta varðar á Íslandi.

Þetta er væntanlega mjög lítill ís, mögulega bara smá.. ís


Einhverstaðar þarf að byrja. Mér líður miklu betur ef þeir sem hafa efnið og þeir sem sjá um dreifinguna (s.s. tæknina, leggja línurnar og leigja búnaðinn) séu ekki þeir sömu. Kostar líklega líka ansi mikið að búa til Netflix-Ísland frá A-Ö, óþarfi að finna upp hjólið hér, í það minnsta allan hringinn.

Re: Ánægjuleg þróun!

Sent: Mán 11. Nóv 2013 23:03
af appel
Þetta er ekki textað efni, þetta er talsett efni.

Persónulega finnst mér 1490 kr ekki mikill peningur í samhengi við annað. Þú færð varla neitt að éta fyrir svona pening.

Re: Ánægjuleg þróun!

Sent: Þri 12. Nóv 2013 09:05
af Daz
appel skrifaði:Þetta er ekki textað efni, þetta er talsett efni.

Persónulega finnst mér 1490 kr ekki mikill peningur í samhengi við annað. Þú færð varla neitt að éta fyrir svona pening.


(Textað/talsett, er það ekki sami hluturinn? :-$ )
Peningurinn svosem safnast upp ( 18 þúsund á ári, það er ein ferð til tannlæknis). Það sem truflar mig meira er hvað þetta gerir það augljóst "ég er að eyða peningum til að kaupa tímaeyðslu fyrir börnin mín".
Svo mætti nú bæta í þetta merkjum á áhorfða þætti, ekki bara "í leigu" merkið sem endist í sólarhring. Næsta skref í að gera þetta Netflix-legra (hint hint myndlykla-viðmótsforritari Símans).

Re: Ánægjuleg þróun!

Sent: Þri 12. Nóv 2013 12:13
af urban
Daz skrifaði:
appel skrifaði:Þetta er ekki textað efni, þetta er talsett efni.

Persónulega finnst mér 1490 kr ekki mikill peningur í samhengi við annað. Þú færð varla neitt að éta fyrir svona pening.


(Textað/talsett, er það ekki sami hluturinn? :-$ )

annað er með erlendu tali og íslenskum texta
hitt er með íslensku tali.

heilmikill munur þarna á milli þegar að þú ert 3 - 7 ára fljótlega uppúr því þá skiptir þetta minna máli

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 15:45
af tlord
"netflix fyrir krakka"

Er verið að gefa í skyn að netflix sé ekki með barnaefni?

hahha


heilir ÁTTA titlar ??? vááá

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 16:01
af appel
tlord skrifaði:heilir ÁTTA titlar ??? vááá


Átta titlar?

Latibær (sería 1, 35 þættir)
Bubbi Byggir (16 þættir)
Pósturinn Páll (20 þættir)
Matti morgunn (sería 5, 25 þættir)
Babar og Badou (5 þættir)
Skoppa & Skrítla (2 seríur, 24 þættir)
Óskar í eyðimörkinni (5 þættir)
Rasmus klumpur (6 þættir)
Strumparnir (sería 1, 24 þættir)
Sammi brunavörður (6 þættir)
Maggi mörgæs (21 þættir)
Alfreð önd (6 þættir)
Skógardýrið Húgó (4 þættir)
Róbert bangsi (2 þættir)
Angelína ballerína (5 þættir)
Franklín (2 þættir)
Klaufabárðarnir (25 þættir)
Múmínálfarnir (6 þættir)
Chaplin (41 þættir)

+ 30 kvikmyndir


301 þættir og 30 kvikmyndir, allt með íslensku tali.

Ágætis byrjun :)

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 16:03
af AntiTrust
Fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábær þróun, og sanngjarnt verð. Nú er bara að fá þetta á allt heila klabbið!

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 16:05
af tlord
takk fyrir að deila þessum 'insider' upplýsingum...

Re: Ánægjuleg þróun!

Sent: Þri 12. Nóv 2013 16:08
af worghal
Kristján skrifaði:hvar eru steinþursarnir, he-man, riddarar hringsborðsins, spiderman og allt þetta sem var OG ER svo awesome?????

déskotans BATMAN, hvar hvar hvar hvar

all of this.
ALL OF IT!!!!
WANT!!!!!!!

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 16:11
af depill
AntiTrust skrifaði:Fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábær þróun, og sanngjarnt verð. Nú er bara að fá þetta á allt heila klabbið!

x2

Mér finnst þetta mjög flott hjá Skjánum. Mjög sanngjarnt verð á þessu. Skref í rétta átt. Þetta mun alltaf verða aðeins dýrara hérna heima, en ég myndi með glöðu geði borga aðeins meira fyrir Íslenskan Netflix alternative.

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 16:32
af Daz
tlord skrifaði:"netflix fyrir krakka"

Er verið að gefa í skyn að netflix sé ekki með barnaefni?

hahha


heilir ÁTTA titlar ??? vááá

Netflix er ekki með barnaefni á íslensku. Krakkar eru víst manneskjur alveg frá aldrinum 0 og upp í 108 ára. Sumar af þeim manneskjum skilja ekki erlend tungumál.

tlord skrifaði:takk fyrir að deila þessum 'insider' upplýsingum...

Allir sem hafa aðgang að net-myndlyklum Vodafone og Símans geta skoðað þetta úrval. Ekki alvitlaust hjá þeim að hafa frían aðgang til að byrja með.

(urban: ég þekki muninn á texta og talsetningu, ég var bara að reyna að vera fyndinn á internetinu, biðst afsökunar á því.)

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 16:39
af tlord
Daz skrifaði:
tlord skrifaði:"netflix fyrir krakka"

Er verið að gefa í skyn að netflix sé ekki með barnaefni?

hahha


heilir ÁTTA titlar ??? vááá

Netflix er ekki með barnaefni á íslensku. Krakkar eru víst manneskjur alveg frá aldrinum 0 og upp í 108 ára. Sumar af þeim manneskjum skilja ekki erlend tungumál.

tlord skrifaði:takk fyrir að deila þessum 'insider' upplýsingum...

Allir sem hafa aðgang að net-myndlyklum Vodafone og Símans geta skoðað þetta úrval. Ekki alvitlaust hjá þeim að hafa frían aðgang til að byrja með.

(urban: ég þekki muninn á texta og talsetningu, ég var bara að reyna að vera fyndinn á internetinu, biðst afsökunar á því.)



á vefsíðunni eru bara nefndir 8 titlar af barnaseríum - nenna þeir ekki að kynna hvað er í boði??

jújú, þetta er alveg fínt hjá þeim..

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 16:55
af sibbsibb
depill skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábær þróun, og sanngjarnt verð. Nú er bara að fá þetta á allt heila klabbið!

x2

Mér finnst þetta mjög flott hjá Skjánum. Mjög sanngjarnt verð á þessu. Skref í rétta átt. Þetta mun alltaf verða aðeins dýrara hérna heima, en ég myndi með glöðu geði borga aðeins meira fyrir Íslenskan Netflix alternative.


X3.

Verð sem maður er alveg tilbúinn að borga. Auðvita safnast þetta saman á ári en geri ekki allt það? Markaðurinn búinn að vera kalla eftir þjónustu á ásættanlegu verði og held að þetta sé skref í áttina að því bara.
Annars er eina sem vantar þarna finnst mér er Bangsi Besta Skinn!!

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 17:05
af dori
Hvað ætli það sé núna langt í að maður geti fengið svipaða þjónustu fyrir nýja "ekki barnaefnis" þætti á skikkanlegu verði?

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 17:21
af Moldvarpan
Ég held að það þurfi að fara kalla á vælubílinn......

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 17:48
af Sidious
Ef þeir myndu setja Skot og Mark þarna inn þá myndi ég kaupa áskrift um leið.


Kristján skrifaði:hvar eru steinþursarnir, he-man, riddarar hringsborðsins, spiderman og allt þetta sem var OG ER svo awesome?????

déskotans BATMAN, hvar hvar hvar hvar



Var þetta ekki alltaf textað. He-Man og 90's spiderman var allavega bara textað. Man ekki með hina.

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 19:03
af Gislinn
Moldvarpan skrifaði:Ég held að það þurfi að fara kalla á vælubílinn......


=D> :lol:

Annars er þetta mjög flott framtak, það virðist vera að einhverjir í sjónvarpsgeiranum sé á 21. öldinni. :guy

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 19:45
af Viktor
Frábær þróun!

FÁRÁNLEGT að miða verðið á 300.000 manna markaði við Netflix, sem er með hundruðir milljóna manna markað með 40 milljón notendur.
Finnst þetta mjög sanngjarnt verð, 1500 kall.

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 20:09
af Moldvarpan
Og gjaldið fer niðrí 990kr ef þú ert með eh annað í áskrift hjá Skjánum.

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 20:29
af Hrotti
þetta er flott hjá þeim og 1500kall er enginn peningur fyrir þetta.

Re: Ánægjuleg þróun! Skjár Krakkar

Sent: Þri 12. Nóv 2013 20:39
af MuGGz
Mér finnst þeta mjög sniðugt, strákurinn minn vill t.d. bara helst horfá skoppu og skrítlu eða latabæ og þá er fínt að hafa það bara on demand