Síða 1 af 2
Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Fös 08. Nóv 2013 12:20
af SergioMyth
Hvar er best að læra tölvunarfræði? Hvernig ætti undribúningurinn fyrir námið að vera? Hvað ætti maður að kunna áður en maður fer í námið? Ef einhver hefur reynslu eða vitneskju um þetta mál væri mjög gott ef hann gæti sagt frá sinni reynslu og/eða þekkingu
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Fös 08. Nóv 2013 13:06
af KermitTheFrog
Mér finnst tölvunarfræðin í HÍ mjög góð, það sem ég hef séð af henni. Hef engan samanburð við HR þó.
Ég kunni alveg að forrita áður en ég tók tölvunarfræðikúrsa í háskólanum en það sem ég tók mest úr þeim var að ég lærði að forrita rétt. Mikil áhersla er lögð á að kóðinn sé vel unninn og hugsun á bakvið hann, og þú skiljir hvað er í gangi.
Undirbúningurinn ætti ekki að vera sérstakur held ég. Allavega taka nóg af stærðfræði í menntaksóla. Gott getur verið að kynna sér syntax í helstu málunum s.s. Java, C og C++.
https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.ph ... &lina=5226En eins og ég segi þá er ég í HÍ (þó ekki á tölvunarfræðibraut). Gott væri að heyra hvernig þetta er í HR.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Fös 08. Nóv 2013 13:17
af SergioMyth
Takk fyrir kærlega, ég kann reyndar núll og nix í forritun ég er vel að mér í tölvum, samt sem áður, hef mikið fiktað en aðallega unnið í forritum sem viðkemur vélartengdum hlutum í skipum sem er allt annað dæmi. Hvernig er best að byrja að læra forritun og þá helst rétta kóðun?
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Fös 08. Nóv 2013 13:26
af SergioMyth
Mér finnst HÍ vera rosalega stærfræði miðaður, ég til dæmis er bara með 18 einingar í stærfræði(var á félagsfræðibraut).
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Fös 08. Nóv 2013 13:30
af Daz
Forritun og stærðfræði eru mjög skyld. Ef þú er ekki með margar einingar í stærðfræði, er algert lágmark að þú hafir verið mjög góður í þeim fáu einingum. (Ekki sem inntökuskilyrði, bara fyrir þig sjálfann).
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Fös 08. Nóv 2013 13:37
af SergioMyth
Ég er ágætur í stærfræði, það er huggun og útskrifaðist með fínar einkunnir úr þeim áföngum sem ég tók! En hvernig er best að nálgast forritun og byrja að læra hana?
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Fös 08. Nóv 2013 13:48
af GunZi
Fyrir byrjendur, er Codecademy.com ekki bara fínt?
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Fös 08. Nóv 2013 13:59
af SergioMyth
Takk fyrir hjálpina félagi
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 15:07
af intenz
Daz skrifaði:Forritun og stærðfræði eru mjög skyld. Ef þú er ekki með margar einingar í stærðfræði, er algert lágmark að þú hafir verið mjög góður í þeim fáu einingum. (Ekki sem inntökuskilyrði, bara fyrir þig sjálfann).
Ég get ekki verið sammála þessu, þar sem stærðfræði er mjög vítt hugtak. Þú getur verið mjög góður problem solver þótt þú sért ekki góður í að leysa stærðfræðidæmi á blaði.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 15:14
af Viktor
intenz skrifaði:Daz skrifaði:Forritun og stærðfræði eru mjög skyld. Ef þú er ekki með margar einingar í stærðfræði, er algert lágmark að þú hafir verið mjög góður í þeim fáu einingum. (Ekki sem inntökuskilyrði, bara fyrir þig sjálfann).
Ég get ekki verið sammála þessu, þar sem stærðfræði er mjög vítt hugtak. Þú getur verið mjög góður problem solver þótt þú sért ekki góður í að leysa stærðfræðidæmi á blaði.
Forritun er stærðfræði, er hægt að vera ósammála því? Ef þú ert góður í stærðfræði er líklegra að þú getir leyst flókin forritunarvandamál. Þá er ég ekki að tala um einfaldan if-then-else kóða, heldur flóknari forritun eins og liggja á bakvið þrívíddarvinnslu ofl. Það er ótal margt sem þú leysir ekki með 'problem solving skills' ef þú kannt ekki stærðfræði
http://en.wikipedia.org/wiki/Discrete_mathematicshttp://en.wikipedia.org/wiki/CalculusEn on topic:
Bæði HÍ og HR eru með góðar tölvunarfræðideildir.
Er í HÍ núna og það eru einstaklega góðir kennarar þetta árið. Þekki nokkra í HR, þeir segja að það sé einhver leiðindakall að kenna tölvunarfræðina þar.
Fer rosalega eftir árum hvor skólinn er betri, en hvoru megin þú útskrifast skiptir litlu máli upp á framtíðina.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 15:30
af intenz
Sallarólegur skrifaði:intenz skrifaði:Daz skrifaði:Forritun og stærðfræði eru mjög skyld. Ef þú er ekki með margar einingar í stærðfræði, er algert lágmark að þú hafir verið mjög góður í þeim fáu einingum. (Ekki sem inntökuskilyrði, bara fyrir þig sjálfann).
Ég get ekki verið sammála þessu, þar sem stærðfræði er mjög vítt hugtak. Þú getur verið mjög góður problem solver þótt þú sért ekki góður í að leysa stærðfræðidæmi á blaði.
Forritun er stærðfræði, er hægt að vera ósammála því? Ef þú ert góður í stærðfræði er líklegra að þú getir leyst flókin forritunarvandamál. Þá er ég ekki að tala um einfaldan if-then-else kóða, heldur flóknari forritun eins og liggja á bakvið þrívíddarvinnslu ofl. Það er ótal margt sem þú leysir ekki með 'problem solving skills' ef þú kannt ekki stærðfræði
Eins og ég sagði, stærðfræði er mjög vítt hugtak. Það er enginn einn góður í stærðfræði, þar sem stærðfræði skiptist í ótal flokka. Forritun og tölvunarfræði er mest tengt við strjála stærðfræði. Ef þú ert með rökhugsun og lógík á hreinu, kemstu mjög langt án stærðfræðinnar.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 15:36
af Daz
intenz skrifaði:-snip quotes-
Eins og ég sagði, stærðfræði er mjög vítt hugtak. Það er enginn einn góður í stærðfræði, þar sem stærðfræði skiptist í ótal flokka. Forritun og tölvunarfræði er mest tengt við strjála stærðfræði. Ef þú ert með rökhugsun og lógík á hreinu, kemstu mjög langt án stærðfræðinnar.
Sem þumalputtaregla: ef þér gekk illa í menntaskólastærðfræði þá verður rökfræði og forritun erfið líka.
Svo sem framhald, þá mun ýmiskonar viðskipta og vísindaforritun ekki liggja fyrir þér ef þú skilur ekki stæðfræðina sem er verið að beita/hagnýta/framkvæma.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 16:44
af Garri
Stærðfræði er mjög lítill hluti af nútíma forritun.
Stærsta einstaka sviðið sem ég mundi segja að skipti máli og það miklu, er verkfræði og rökhugsun. Þegar maður þarf að smíða risa kerfi, þá kemur verkfræði aftur, aftur og aftur inn í þetta.
Það er hægt að sullast með lítil forrit á hvaða hátt sem er... en ekki stór.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 16:47
af Viktor
Garri skrifaði:Stærðfræði er mjög lítill hluti af nútíma forritun.
Hvernig heldurðu að forrit eins og Photoshop og Autocad virki?
Það er bara pjúra stærðfræði, og engin menntaskólastærðfræði.
Ég tala nú ekki um alla eðlisfræðitengdu stærðfræðina sem liggja að baki tölvuleikjum í dag.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 16:50
af intenz
Sallarólegur skrifaði:[...]
En on topic:
Bæði HÍ og HR eru með góðar tölvunarfræðideildir.
Er í HÍ núna og það eru einstaklega góðir kennarar þetta árið. Þekki nokkra í HR, þeir segja að það sé einhver leiðindakall að kenna tölvunarfræðina þar.
Fer rosalega eftir árum hvor skólinn er betri, en hvoru megin þú útskrifast skiptir litlu máli upp á framtíðina.
Veit ekki betur en að einn af betri og skemmtilegri kennurum skólans sé að kenna innganginn að tölvunarfræði.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 17:16
af ManiO
Rökfræði er undirgrein af stærðfræði fyrir þá sem ekki vissu.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 17:41
af Viktor
intenz skrifaði:Sallarólegur skrifaði:[...]
En on topic:
Bæði HÍ og HR eru með góðar tölvunarfræðideildir.
Er í HÍ núna og það eru einstaklega góðir kennarar þetta árið. Þekki nokkra í HR, þeir segja að það sé einhver leiðindakall að kenna tölvunarfræðina þar.
Fer rosalega eftir árum hvor skólinn er betri, en hvoru megin þú útskrifast skiptir litlu máli upp á framtíðina.
Veit ekki betur en að einn af betri og skemmtilegri kennurum skólans sé að kenna innganginn að tölvunarfræði.
Sel það nú ekki dýrara en ég keypti það, en hef heyrt af kennara sem heitir Hallgrímur og kennir forritun sem einhverjir eru ekki sáttir við
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 17:46
af Garri
Hef yfir 30 ára reynslu í hugbúnaðarþróun og fengist m.a. við leikjagerð. Það eru ekki margir að smíða hardcore teikniforrit eins og Photoshop.. eða tölvuleiki eins og CCP.
95% og + eru að forrita þar sem verkfræði skiptir miklu meira máli en pjúra stærðfræði og það vantaði algjörlega verkfræði í alla kennslu í forritun þegar ég var í þessu á sínum tíma.. veit ekki hvað er í dag.
Og rökhugsun í forritun er ekki sama á sama stigi rökfræði í stærðfræði.
Helsta sniðmengi forritunar við stærðfræði hefur verið hjá mér í gegnum boolean algebru en ekki nándar jafn djúpt og kennt er í HÍ
Línuleg algebra og hnitafræði nýtist að sjálfsögðu í þrívíddar leikjagerð og auðvitað mætti telja upp allskonar snertifleti við mjög sérhæfð forrit.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 18:17
af SergioMyth
Mér finnst HR vera með einfaldari uppsetningu á náminu sem er í boði; taka fram hvað þú ert að fara læra og þú getur skoðað og valið það sem hugurinn girnist!
Eru þið sammála því að það hafi ekki áhrif hvar maður útskrifast?
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 18:22
af KermitTheFrog
Í vissum greinum hef ég heyrt að gráða úr HR er metin minna en gráða úr HÍ (sel það ekki dýrara en ég keypti það) en í tölvunarfræði held ég að skólarnir standi nokkuð jafnt að vígi.
Svo er líka spurning hvort þú hefur efni á að borga skólagjöldin í HR, sem eru einhver 180 kall á misseri (önn). Persónulega langaði mig ekki að vera að borga skólalán til þrítugs svo það factoraði í mína ákvörðun.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 18:44
af Gislinn
Garri skrifaði:*snip*
95% og + eru að forrita þar sem verkfræði skiptir miklu meira máli en pjúra stærðfræði og það vantaði algjörlega verkfræði í alla kennslu í forritun þegar ég var í þessu á sínum tíma.. veit ekki hvað er í dag.
*snip*
Getur þú útskýrt fyrir mér hvað þú meinar með að það vantar að kenna verkfræði í forritun? Ég bara hreinlega skil ekki hvað þú meinar með þessu.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 19:00
af SergioMyth
Mér langar að taka kúrsa sem einblína á leikjatengda hluti frekar en stærfræði- og verkfræðitengda forritun þó svo að það sé vissulega óumflýjanlegt að taka og læra einhvað af því. En í því samhengi hef ég heyrt að HÍ sé miðaður meira við stærfræði og því tengda tölvunarfræði.... Þetta er vissulega erfitt val!
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 19:11
af Viktor
Það er sér kjörsvið í HR sem heitir 'þróun tölvuleikja', svo ef það er markmiðið þá velurðu klárlega HR:
http://www.ru.is/td/grunnnam/bs-i-tolvu ... rslulinur/edit: on second thought, þú getur líklega valið sömu/svipaða kúrsa í HÍ, en það er ekki viðurkennt kjörsvið per se:
https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.ph ... &lina=5226TÖL203M Tölvugrafík
TÖL308G Tölvuleikjaforritun
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 19:31
af Garri
SergioMyth skrifaði:Mér langar að taka kúrsa sem einblína á leikjatengda hluti frekar en stærfræði- og verkfræðitengda forritun þó svo að það sé vissulega óumflýjanlegt að taka og læra einhvað af því. En í því samhengi hef ég heyrt að HÍ sé miðaður meira við stærfræði og því tengda tölvunarfræði.... Þetta er vissulega erfitt val!
Verkfræði er í raun 101-102-103-104.. 1xx í forritun.
Hvort sem það snýr að kröfugerð, hönnun og síðar, uppbyggingu kerfa.
Sem dæmi vantar alla verkfræði í Windows stýrikerfið. Það hefði átt að eyða 2-3 árum í að hanna kerfið.. í stað þess var byggt einhver bastarður sem síðan var byggt ofan á aftur og aftur og aftur.
Það til dæmis að þetta risa stýrkerfi hafi ekki innbyggðan gagnagrunn eins og fyrir registry breytur, skráarkerfi, skrár og annað varðandi innsetningu á forritum, usera og síðan bara allt sem þarf að geyma á einn eða annan hátt er til marks um barnalega nálgun og eins lítt verkfræðilega eins og hugsast getur.
Til dæmis ef Windows væri með gagnagrunn, þá mundi hver skrá og hver breyting vera skráð í gruninn undir þegar forrit er sett upp. Þegar forriti er síðan eytt, þá er minnsta mál að eyða breytum, skrám og öðru úr kerfinu. Í dag er þetta sorglega heimskulegt og já.. barnalegt.
Og þá á ég eftir að lýsa öllu því sem verkfræði snertir í innri gerð kerfa. En þar skilur á milli eftir verkfræði hvort kerfi fæðist, getur vaxið, getur viðhaldist og bara lifað.
Verkfræði er að sjálfsögðu aðeins teygt hugtak varðandi forritun en þegar ég vann í einu af stærstu hugbúnaðarhúsum Íslands fyrir um 30 árum, þá minnir mig að flestir forritar væru verkfræðingar, allavega ótrúlega margir.
Re: Upplýsingar um tölvunarfræði
Sent: Lau 09. Nóv 2013 19:51
af Baldurmar
Sallarólegur skrifaði:intenz skrifaði:Sallarólegur skrifaði:[...]
En on topic:
Bæði HÍ og HR eru með góðar tölvunarfræðideildir.
Er í HÍ núna og það eru einstaklega góðir kennarar þetta árið. Þekki nokkra í HR, þeir segja að það sé einhver leiðindakall að kenna tölvunarfræðina þar.
Fer rosalega eftir árum hvor skólinn er betri, en hvoru megin þú útskrifast skiptir litlu máli upp á framtíðina.
Veit ekki betur en að einn af betri og skemmtilegri kennurum skólans sé að kenna innganginn að tölvunarfræði.
Sel það nú ekki dýrara en ég keypti það, en hef heyrt af kennara sem heitir Hallgrímur og kennir forritun sem einhverjir eru ekki sáttir við
Hallgrímur er var að kenna mér Tölfræði, hann er snillingur.