Síða 1 af 2
Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 20:10
af Lexxinn
Hver finnst ykkur vera helstu afrek íslensku þjóðarinnar og einstaklinga svona síðustu 10-15 árin út á við? og hinsvegar eldri afrek heldur en 15ára?
Mér finnst það að íslenska landsliðið hafi komist á undankeppni HM og antílópan hún Aníta Hinriks standa upp úr. Einnig flott hvernig Marel hefur þróast. En ég þekki ekki nema kannski 4-5 ár aftur í tímann...
Edit; Má auðvitað ekki gleyma árangri Baltasars Kormáks sem leikstjóri!
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 20:19
af Hnykill
Jón Páll er okkar helsta, mesta og besta hetja sem nokkurntíma hefur verið og er.
Við erum bara mest og best í öllu sem okkur langar til að vera.
Mestur, bestur, kann allt, get allt og skil allt.. heyri allt og veit allt.....o.s.f
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 20:28
af Daz
Bankagjaldþrotin.
Magnað að 300 þúsund manna þjóð skuli eiga 2 af 10 stærstu gjaldþrotum allra tíma.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 20:41
af GuðjónR
Daz skrifaði:Bankagjaldþrotin.
Magnað að 300 þúsund manna þjóð skuli eiga 2 af 10 stærstu gjaldþrotum allra tíma.
Í því samhengi má kannski kalla það "afrek" að Sjálftökuflokkurinn sé aftur kominn til valda.
...annars þá dettur mér ekkert sérstakt í hug.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 20:52
af appel
Björk.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 21:00
af Yawnk
Að hafa komist í Simpsons!
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 21:06
af Hnykill
Daz skrifaði:Bankagjaldþrotin.
Magnað að 300 þúsund manna þjóð skuli eiga 2 af 10 stærstu gjaldþrotum allra tíma.
Við erum að tala um helstu "afrek" íslensku þjóðarinnar " ekki skömm og skít !
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 21:13
af appel
Það eru margir staðir á þessari plánetu sem maður hefur aldrei heyrt um sem eru mun fjölmennari, en afkasta og afreka langtum minna en íslendingar.
Mér finnst stærsta afrek íslendinga í raun hvað við erum öflug í nær öllu. Hagkerfi okkar er stærra en hagkerfi sumra afríkulanda sem milljónir búa í, og svo eru það blessuðu höfðatölumetin okkar í nær öllu.
Maður getur varla annað en fyllst þjóðernisstolti í samanburðinum við aðra
En öfgarnar geta líka verið í hinn endann... úff... svolítil geðveiki þetta þjóðfélag.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 21:27
af Lexxinn
appel skrifaði:Það eru margir staðir á þessari plánetu sem maður hefur aldrei heyrt um sem eru mun fjölmennari, en afkasta og afreka langtum minna en íslendingar.
Mér finnst stærsta afrek íslendinga í raun hvað við erum öflug í nær öllu. Hagkerfi okkar er stærra en hagkerfi sumra afríkulanda sem milljónir búa í, og svo eru það blessuðu höfðatölumetin okkar í nær öllu.
Maður getur varla annað en fyllst þjóðernisstolti í samanburðinum við aðra
En öfgarnar geta líka verið í hinn endann... úff... svolítil geðveiki þetta þjóðfélag.
Algjört rugl margt, feitasta þjóð á höftatölu og svona titlar sem fólk hefur talað um...
Gaman að velta þessu fyrir sér og ég kveikti ekki á þessu með hagkerfið eða hefði svosem aldrei dottið slíkt í hug miðað við hvernig efnahagsástand íslands og íslendinga hefur verið síðustu 6 árin eða svo.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 21:30
af Hnykill
Við gætum okkar sjálfs.. sem Íslendingar.. ef það kæmi sá staður í tíma að ef á okkur er sótt, þá gætum við hvors annars.
Mér þætti gaman að sjá sjálfan heiminn falla.. þegar einginn veit hvert hann á að snúa sér.. þá veiðum við okkar fisk og fæðum okkar þjóð !
Þeir seigja.. gefðu manni fisk og hann borðar í 1 dag.. kenndu honum að fiska og hann fæðir komandi kynslóðir
Við kunnum öll að fiska !! kíló af fiski kostar mig ekki krónu !! ég veiði hann bara sjálfur !
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 21:31
af rapport
Fyrsti kvenforsetinn.
Fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann.
Að við styðjum sjálfstæði Palestínu.
Ísland fyrst til að styðja/samþykkja sjálfstæði Litáen.
Staða Íslands í jafnréttismálum.
Staða og réttindi barna m.v. önnur lönd.
Stjórnlagaráð og tillögu að nýrri stjórnarskrá (flestir byggja á stöðnuðum gömlum gildum).
Píratar komust á þing.
Össur stoðtækjaframleiðsla
EvE
Clara
Orf líftækni
Það sem ég skammast mín mest fyrir er samt þjóðremban í okkur og hvað við höldum að við séum alltaf góð í öllu en gerum svo ekkert í að halda landinu okkar hreinu og fallegu eða til að byggja upp ferðamannaaðstöðu á útsýnisstöðum.
Fyrirtæki á Íslandi eru aular m.v. fyrirtæki annarstaðar í heiminum og borga að meðaltali og hlutfallslega um 30-40% minni skatt.
Þau eru fæst að gefa mikið til samfélagsins og sára fá eru af sama gæðakaliberi og sambærileg fyrirtæki erlendis.
Það eru þó undantekningar og þá dettur mér strax í hug Össur, (set það á listann ásamt nokkryum öðrum)
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 22:08
af Manager1
Silfur á Ólympíuleikum í hópíþrótt, þó íþróttin sé ekki stór á heimsvísu er það samt magnað afrek að komast alla leið og lágu margar stórar þjóðir í valnum á leið okkar í úrslitaleikinn.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 22:24
af Hnykill
rapport skrifaði:Fyrsti kvenforsetinn.
Fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann.
Að við styðjum sjálfstæði Palestínu.
Ísland fyrst til að styðja/samþykkja sjálfstæði Litáen.
Staða Íslands í jafnréttismálum.
Staða og réttindi barna m.v. önnur lönd.
Stjórnlagaráð og tillögu að nýrri stjórnarskrá (flestir byggja á stöðnuðum gömlum gildum).
Píratar komust á þing.
Össur stoðtækjaframleiðsla
EvE
Clara
Orf líftækni
Það sem ég skammast mín mest fyrir er samt þjóðremban í okkur og hvað við höldum að við séum alltaf góð í öllu en gerum svo ekkert í að halda landinu okkar hreinu og fallegu eða til að byggja upp ferðamannaaðstöðu á útsýnisstöðum.
Fyrirtæki á Íslandi eru aular m.v. fyrirtæki annarstaðar í heiminum og borga að meðaltali og hlutfallslega um 30-40% minni skatt.
Þau eru fæst að gefa mikið til samfélagsins og sára fá eru af sama gæðakaliberi og sambærileg fyrirtæki erlendis.
Það eru þó undantekningar og þá dettur mér strax í hug Össur, (set það á listann ásamt nokkryum öðrum)
Þegar það kemur að okkur kallinn.. Íslendingum sem sjálfum. þá er ég fátt annað en skilningurinn sjálfur hvert skal sækja og fara.
Ég líð einga helvítis fordóma.. fram og til baka ég lýð ekki svona kjaftæði ! ég bjó í Sandgerði sem beitningamaður, og ég fékk ekki vinnu því þessir feitu pólverjar voru þar fyrir.. sem betri vinnumenn en ég.. og ég fékk einga vinnu sem beitningamaður og svo fór sem fór.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 22:38
af Daz
Hnykill skrifaði:Við gætum okkar sjálfs.. sem Íslendingar.. ef það kæmi sá staður í tíma að ef á okkur er sótt, þá gætum við hvors annars.
Mér þætti gaman að sjá sjálfan heiminn falla.. þegar einginn veit hvert hann á að snúa sér.. þá veiðum við okkar fisk og fæðum okkar þjóð !
Þeir seigja.. gefðu manni fisk og hann borðar í 1 dag.. kenndu honum að fiska og hann fæðir komandi kynslóðir
Við kunnum öll að fiska !! kíló af fiski kostar mig ekki krónu !! ég veiði hann bara sjálfur !
Ef heimurinn fellur þá veiðum við engann fisk. Ekki nema við finnum olíu þarna uppi við Jan Mayen OG verðum með allar verksmiðjurnar í ferlinu til að breyta hráoliú í dísil.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 22:40
af GuðjónR
Daz skrifaði:Hnykill skrifaði:Við gætum okkar sjálfs.. sem Íslendingar.. ef það kæmi sá staður í tíma að ef á okkur er sótt, þá gætum við hvors annars.
Mér þætti gaman að sjá sjálfan heiminn falla.. þegar einginn veit hvert hann á að snúa sér.. þá veiðum við okkar fisk og fæðum okkar þjóð !
Þeir seigja.. gefðu manni fisk og hann borðar í 1 dag.. kenndu honum að fiska og hann fæðir komandi kynslóðir
Við kunnum öll að fiska !! kíló af fiski kostar mig ekki krónu !! ég veiði hann bara sjálfur !
Ef heimurinn fellur þá veiðum við engann fisk. Ekki nema við finnum olíu þarna uppi við Jan Mayen OG verðum með allar verksmiðjurnar í ferlinu til að breyta hráoliú í dísil.
Og af því að við erum banana lýðveldi eins og flest afríkuríkin þá munum við gefa kínverjum olíuna ...
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 22:52
af Hnykill
Þegar olían fellur og af allri þeirra getu þeir ráðast á okkur.. við erum Íslendingar strákar ! þér og þínir skulu vera vinir mínir. af guðs getu og hingað til.. Ætlar þú að fella bræður mína ??
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 22:55
af mind
Ósjálfbær þjóð fyrir eigin lífsgæðum, mjög takmarkað framlag til framfara - sérstaklega á heimsvísu.
Veit ekki hvaða afrek við höfum áorkað sem skiptir einhverju máli, en kannski í framtíðinni.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 22:55
af GuðjónR
Hnykill skrifaði:Þegar olían fellur og af allri þeirra getu þeir ráðast á okkur.. við erum Íslendingar strákar ! þér og þínir skulu vera vinir mínir. af guðs getu og hingað til.. Ætlar þú að fella bræður mína ??
Hey, hvað varstu að reykja?
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 23:10
af Hnykill
Avatar segir mikið hvað ég er að reykja.. hehe
Skiptir ekki máli samt ! :Þ
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fim 07. Nóv 2013 23:13
af Hnykill
Og mér leiðist meira en ég lifi .. og hvað á ég þá að gera ?
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fös 08. Nóv 2013 00:37
af hfwf
Þvílíkt íslendinga-love í gangi hérna, sure, við höfum átt afrek hér og þar og staðið okkur hér og þar, en ef ég má henda inn enskuslettu þá "in hindesight" þá erum við ekkert nema dicks.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fös 08. Nóv 2013 01:08
af Lexxinn
hfwf skrifaði:Þvílíkt íslendinga-love í gangi hérna, sure, við höfum átt afrek hér og þar og staðið okkur hér og þar, en ef ég má henda inn enskuslettu þá "in hindesight" þá erum við ekkert nema dicks.
Íslendinga-love og neikvæðni. Reyndar gerði ég ritgerð í skólanum um daginn sem bar titilinn "The Icelandic are the greatest people in the world, per capita!", var úthlutað þetta. Áttaði mig fyrst þá bara á því hvað það er gaman að vita afrek þjóðarinnar og hvað þetta litla skítasker hefur gert.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fös 08. Nóv 2013 01:23
af Viktor
Maður er orðinn frekar leiður á þessum 'miðað við fólksfjölda' frasa, en við erum að gera býsna góða hluti miðað við fólksfjölda á ýmsum sviðum.
Það er hægt að nefna margt, en mig langar sérstaklega að nefna eitt, og það eru tónlistarmenn. Ég held að Ísland eigi óeðlilega mikið af flottu tónlistarfólki og ég held að þetta verði bara betra og betra. Áfram Ísland.
hfwf skrifaði:Þvílíkt íslendinga-love í gangi hérna, sure, við höfum átt afrek hér og þar og staðið okkur hér og þar, en ef ég má henda inn enskuslettu þá "in hindesight" þá erum við ekkert nema dicks.
http://www.dailymail.co.uk/news/article ... costs.html
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fös 08. Nóv 2013 01:31
af Garri
Hmmmmm....
Lítið mál að tala um okkar helstu afrek.. frá upphafi. Meira mál að tala um þau sem nær okkur standa.
Íslendingar eru með hörðustu og harðduglegustu þjóðum þessa heims. Þetta eru eiturnaglar sem hafa fengið að kenna á því aftur, aftur og aftur.
Það að flytja hingað í kringum 850 á hriplekum skænum í þeim ólgusjó sem er alla jafna hér á miðju Atlandshafi er eitt og út af fyrir sig, gríðarlegt afrek.. enda fundum við Ameríku langt á undan Evrópu-þjóðum í leiðinni.
Það að búa hér í þessi rúm 1100 ár jafn einangruð og skjóllítil, er með enn meiri einsdæmum. Og hreint kraftaverk. Á meðan Evrópuþjóðir sem lang flestar þjóðir gátu flúið allskonar hörmungar eins og "ísaldir", náttúruhamfarir eins og eldgos, harða vetra og allskonar "uppskeru-bresti", þá var þessi þjóð föst hér. Einangruð og króuð af með varðturnum 10 metra hárra alda, ísi lagðann og annars úfins og úrills sjávar.
"Fyndið" og kannski ekki svo fyndið að horfa á þátt um fyrstu heimsóknir Breta til Ameríku. Jameson ef ég man þetta rétt. Þetta var ekki bara einhverjum hundruðum árum á eftir Íslendingum með þeira landtöku á Íslandi.. sem og Grænlandi, heldur næstum þúsund árum á eftir okkur. Þá voru skip margfalt betri sem og tæki og aðbúnaður. Samt drápust þeir flestir, flestir úr hungri en allir gjörsamlega óhæfir að bjarga sér og var í raun bjargað af rauðskinnum með matargjöfum og annari aumingja-aðstoð. Ef þessir vesalingar hefðu numið land hér á Íslandi, þá hefðu þeir ekki enst vikuna, hvað þá meir. Nóg ætti að vera fyrir fólk að skoða breiddargráður og síðan það líf sem hafði þróast þarna eins og með allskonar klaufdýrum og öðrum spendýrum á meðan Íslendingar þurftu að flytja með sér dýr til að rækta og nýta.
En vissulega hafa Íslendingar látið á sjá. Afglapaháttur og heimska er með slíkum að manni ofbýður. Spor okkar síðustu áratuga munu rata í sögubækur og verða komandi kynslóðum lesningarefni til hryllingar og skammar. Töluvert önnur arfleið en sú menningar-arfleið sem fornmenn okkar skildu eftir sig í formi rita sem hafa varðveist ennþann dags til dag.
Re: Helstu afrek íslendinga að ykkar mati?
Sent: Fös 08. Nóv 2013 01:32
af Lexxinn
Sallarólegur skrifaði:Maður er orðinn frekar leiður á þessum 'miðað við fólksfjölda' frasa, en við erum að gera býsna góða hluti miðað við fólksfjölda á ýmsum sviðum.
Það er hægt að nefna margt, en mig langar sérstaklega að nefna eitt, og það eru tónlistarmenn. Ég held að Ísland eigi óeðlilega mikið af flottu tónlistarfólki og ég held að þetta verði bara betra og betra. Áfram Ísland.
hfwf skrifaði:Þvílíkt íslendinga-love í gangi hérna, sure, við höfum átt afrek hér og þar og staðið okkur hér og þar, en ef ég má henda inn enskuslettu þá "in hindesight" þá erum við ekkert nema dicks.
http://www.dailymail.co.uk/news/article ... costs.html
Það fékk bara að fylgja með það sem það var hluti af verkefninu.