Síða 1 af 1

Vírusar úr hátölurum í míkrófóna?

Sent: Sun 03. Nóv 2013 23:27
af playman
Ekki er öll vitleisan eins.

þarf maður nú að fara að taka míkrafónin úr sambandi þegar að maður er að notan?

http://www.geek.com/apps/self-healing-b ... i-1575768/
Clearly this isn’t your typical malware strain. And apart from being able to spread through the
airwaves to non-networked machines, badBIOS is so nasty that the best way to deal with an infected
machine might be to physically destroy it.

Re: Vírusar úr hátölurum í míkrófóna?

Sent: Sun 03. Nóv 2013 23:35
af hkr
Þessi grein er ekki alveg rétt.

Dragos Ruiu (þekktur security gaur) telur að maleware'ið sé að nota hátalar/mics til þess að senda boð á milli tveggja sýktra véla.
https://twitter.com/dragosr/status/397024072451620864
hér sést tíðnin (tekið af sama twitter):
https://pbs.twimg.com/media/BYJ-avLCYAA3TLd.jpg:large

edit: væri gaman að sjá hvort stuxnet eða flame hefðu verið að gera það sama, þeir notuðu t.d. bluetooth til þess að "tala" á milli sýktra véla sem voru ekki á netinu.

Re: Vírusar úr hátölurum í míkrófóna?

Sent: Mán 04. Nóv 2013 09:17
af playman
Veistu eitthvað meyra um þetta mál hkr?

Væri gaman að lesa um þetta frá trusty source þá.

Re: Vírusar úr hátölurum í míkrófóna?

Sent: Mán 04. Nóv 2013 13:07
af Daz
Þetta hljómar eins og flott tröllasaga sem væri hægt að nota í Hollywood mynd. Ég trúi á tölvuvírusa sem geta dreift sér milli mismunandi stýrikerfa og vinna á hardware leveli þegar ég sé þá.

Re: Vírusar úr hátölurum í míkrófóna?

Sent: Mán 04. Nóv 2013 13:18
af GullMoli
Minnir mig á þetta sem ég las um daginn;
http://www.bbc.co.uk/news/blogs-news-fr ... e-24707337

Re: Vírusar úr hátölurum í míkrófóna?

Sent: Mán 04. Nóv 2013 13:26
af playman
GullMoli skrifaði:Minnir mig á þetta sem ég las um daginn;
http://www.bbc.co.uk/news/blogs-news-fr ... e-24707337

Áhugavert, væri gaman að geta fengið einhverja örugga staðfestingu á þessu öllu saman, þetta
væri frekar áhugaverð þróun verð ég að seygja.

Re: Vírusar úr hátölurum í míkrófóna?

Sent: Mán 04. Nóv 2013 18:36
af upg8
Það er komin áratuga reynsla á gagnaflutninga í gegnum hljóð, -hljóðsnældur fyrir sinclair og commodore geymdu binary code og margir hafa reynt þetta síðan. Það er líkt með ljósgeislum og hljóði að maðurinn skynjar ekki allar tíðnir, það þýðir ekki að hlutirnir séu ekki til staðar.

Til þess að slíkt virki þá þarf tækið að vera að hlusta eftir hljóðmerkjum og þar að auki að kunna að lesa úr þeim. Hvernig á tölvan annars að vita hvað hljóðmerki á að vara lengi og á hvaða tíðni til að tölvan greini það sem 0 eða 1? Það væri kannski möguleiki ef einhver raddstýringarbúnaður væri fyrir hendi á tækinu að það gæti lesið hljóðmerki á tíðnum sem mannseyrað nemur ekki, ég þekki ekki til raddstýringa eða buffer overflow á slíkum en þær byggja ekki allar á sömu tækni og því væri ekki hægt að nota sama "huldukóðann" til að exploita tölvurnar.

Eins og fram hefur komið þá eru getgátur um að þetta "badBIOS" mál sé komið útaf sýktum USB kubbum og ef þeir keyra upp réttu forritin á tölvurnar þá geta þær léttilega talað saman, óháð stýrikerfi en það gæti allt eins verið að samstarfsmenn hans væru með snilldar hrekk í gangi
:guy

Til þess að skilja hvernig gagnaflutningarnir í gegnum hljóð virka þá mæli ég með þessu hérna, -það er jafnvel source code þarna ef einhver hefur áhuga að reyna þetta sjálfur.
http://awesomegeekblog.blogspot.com/2009/04/file-transfer-over-sound-card.html

Re: Vírusar úr hátölurum í míkrófóna?

Sent: Mán 04. Nóv 2013 18:56
af Starman
Þetta er úr skáldsögu eftir Tom Clancy
http://www.tomsguide.com/us/security-expert-badbios-malware,news-17806.html