Síða 1 af 1
Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mán 28. Okt 2013 23:00
af Xovius
Einhver annar en ég sem er að hlakka til næstu Discworld bókar?
Er á frábæru verði hérna
http://www.amazon.co.uk/Raising-Steam-D ... sing+steam
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Þri 29. Okt 2013 00:11
af worghal
verð í london þegar bókin kemur út, er svona lúmskt að vonast eftir því að hann verði þar í einhverri bókabúð
ólíklegt, en maður má vona
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Þri 29. Okt 2013 01:21
af Plushy
Er alltaf að reyna byrja lesa þessar bækur en gengur eitthvað illa, kem mér aldrei almennilega af stað.
Núna er ég að reyna lesa Wintersmith og síðan ætla ég í Pyramids
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Þri 29. Okt 2013 07:21
af Xovius
Plushy skrifaði:Er alltaf að reyna byrja lesa þessar bækur en gengur eitthvað illa, kem mér aldrei almennilega af stað.
Núna er ég að reyna lesa Wintersmith og síðan ætla ég í Pyramids
Wintersmith er mjög góð en mér finnst Pyramids vera slakari...
Svo er náttúrulega slatti af non-discworld bókum til líka. The Long Earth og The Long War eru mjög góðar
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Þri 29. Okt 2013 11:12
af Perks
Ég myndi byrja á Mort eða Nightwatch
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Þri 29. Okt 2013 11:26
af Stutturdreki
Held ég hafi lesið allar Discworld og eitthvað af öðrum bókum sem hann hefur gefið út. Fannst Color of Magic besta bók í heimi (svona í minningunni) þangað til ég fann hana ofan í kassa og ákvað að lesa hana aftur eftir einhver 20 ár eða svo. Vonbrigðin voru svakaleg.
Annars eru Night Watch og framhaldssögurnar af henni og svo Going Postal og Making Money í uppáhaldi hjá mér.
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Þri 29. Okt 2013 12:36
af Daz
Stutturdreki skrifaði:Held ég hafi lesið allar Discworld og eitthvað af öðrum bókum sem hann hefur gefið út. Fannst Color of Magic besta bók í heimi (svona í minningunni) þangað til ég fann hana ofan í kassa og ákvað að lesa hana aftur eftir einhver 20 ár eða svo. Vonbrigðin voru svakaleg.
Annars eru Night Watch og framhaldssögurnar af henni og svo Going Postal og Making Money í uppáhaldi hjá mér.
Moist Van Lipwig er einmitt einn af mínum uppáhalds Discworld karakterum
Annars er ég einmitt nýbúinn að lesa Color of Magic og Light Fantastic aftur og fannst þær bara þrælfínar.
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mið 30. Okt 2013 22:24
af Xovius
Daz skrifaði:Stutturdreki skrifaði:Held ég hafi lesið allar Discworld og eitthvað af öðrum bókum sem hann hefur gefið út. Fannst Color of Magic besta bók í heimi (svona í minningunni) þangað til ég fann hana ofan í kassa og ákvað að lesa hana aftur eftir einhver 20 ár eða svo. Vonbrigðin voru svakaleg.
Annars eru Night Watch og framhaldssögurnar af henni og svo Going Postal og Making Money í uppáhaldi hjá mér.
Moist Van Lipwig er einmitt einn af mínum uppáhalds Discworld karakterum
Annars er ég einmitt nýbúinn að lesa Color of Magic og Light Fantastic aftur og fannst þær bara þrælfínar.
Color of Magic hefur alltaf verið ein af þeim sístu í mínum huga, byrjaði reyndar sjálfur bara á The Bromeliad Trilogy.
Annars er ég sammála með Moist, þessvegna hlakka ég súper mikið til að fá nýju bókina.
Hafiði annars lesið The Long Earth/War bækurnar? Æðisleg sería sem ég vona að sé bara rétt að byrja.
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mið 30. Okt 2013 22:44
af IL2
Maður reiknar nú alltaf með að hver bók verði hans síðasta. Hann hefur náttúrulega breyst töluvert enda um 35 ára þegar hann byrjar á Discworld bókunum.
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mið 30. Okt 2013 23:39
af Stutturdreki
Xovius skrifaði:Hafiði annars lesið The Long Earth/War bækurnar? Æðisleg sería sem ég vona að sé bara rétt að byrja.
Búinn með Long Earth, snilldar bók og minnir að ég hafi lesið að þetta eigi að vera 4-5 bóka sería.
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Fim 31. Okt 2013 09:18
af Talmir
Ég hef verið aðdáandi Pratchett síðan ég man eftir mér
Ég kom svo konuni í Discworld með "Thief of time" sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum.
En uppáhalds bókin mín frá honum er Night watch.
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mán 04. Nóv 2013 07:59
af kizi86
GEEEET ekkkkkiiii bEEEEEEEEÐIÐ eftir raising steam! er núna að lesa Small Gods (hlusta reyndar á hana á hljóðbók), var að klára good omens eftir pratchett og neil gaiman, eeeelska þá bók, og small gods er snilld líka. Verð samt að segja að nightwatch eða Thud séu með mínum uppáhalds. En fyrir þann sem er að demba sér í discworld bækurnar í fyrsta skipti held ég að guards! guards! sé málið, þar sem allar "regular" nightwatch persónunar koma fyrst við sögu í bókunum, held mest upp á sögurnar um næturvaktina, en hef líka lúmskt gaman að nornabókunum, mínir uppáhalds persónur eru: Death, Sam Vimes og Nanny Ogg
læt með fylgja mynd af tattooinu mínu, þar sem Death og Death of Rats eru í aðalhlutverki (myndin tekin strax eftir að verkið var klárað þannig að það er ennþá blóð og bólga í þessu, á eftir að klára litun í verkinu, en það verður að bíða seinni tíma)
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mán 04. Nóv 2013 10:14
af JReykdal
Stutturdreki skrifaði:Held ég hafi lesið allar Discworld og eitthvað af öðrum bókum sem hann hefur gefið út. Fannst Color of Magic besta bók í heimi (svona í minningunni) þangað til ég fann hana ofan í kassa og ákvað að lesa hana aftur eftir einhver 20 ár eða svo. Vonbrigðin voru svakaleg.
Annars eru Night Watch og framhaldssögurnar af henni og svo Going Postal og Making Money í uppáhaldi hjá mér.
Alveg sammála þér. Colour of Magic og light fantastic eru einna sístar enda var hann bara að byrja að fóta sig í þessu þar. Kallinn hefur líka náð sér í smá æfingu á þessum ca. 40 bókum síðan þá
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mán 04. Nóv 2013 14:01
af Gerbill
JReykdal skrifaði:Alveg sammála þér. Colour of Magic og light fantastic eru einna sístar enda var hann bara að byrja að fóta sig í þessu þar. Kallinn hefur líka náð sér í smá æfingu á þessum ca. 40 bókum síðan þá
Hmms, þessar tvær eru einmitt þær einu sem ég hef lesið og mér fannst þær frábærar, hef lengi ætlað að skella mér í restina á seríunni en það hefur einhvernveginn alltaf dottið uppfyrir.
Er "nauðsynlegt" að lesa Discworld í röð eða er í lagi að taka random?
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mán 04. Nóv 2013 14:05
af Stutturdreki
Gerbill skrifaði:JReykdal skrifaði:Alveg sammála þér. Colour of Magic og light fantastic eru einna sístar enda var hann bara að byrja að fóta sig í þessu þar. Kallinn hefur líka náð sér í smá æfingu á þessum ca. 40 bókum síðan þá
Hmms, þessar tvær eru einmitt þær einu sem ég hef lesið og mér fannst þær frábærar, hef lengi ætlað að skella mér í restina á seríunni en það hefur einhvernveginn alltaf dottið uppfyrir.
Er "nauðsynlegt" að lesa Discworld í röð eða er í lagi að taka random?
Það er ekkert endilega nauðsynlegt að lesa þær allar í röð en td. sögurnar af the Nightwatch gerast í þannig séð tímaröð og oft vísað í atvik úr fyrri sögum. Þe. þetta eru svona margar sögur sem fléttast saman á ýmsa vegu. Tvær bækur sem koma út í röð fjalla hinsvegar ekkert endilega um sömu sögu persónur, kallinn er með svona nokkur 'thema' í gangi.
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mán 04. Nóv 2013 15:36
af Xovius
Stutturdreki skrifaði:Gerbill skrifaði:JReykdal skrifaði:Alveg sammála þér. Colour of Magic og light fantastic eru einna sístar enda var hann bara að byrja að fóta sig í þessu þar. Kallinn hefur líka náð sér í smá æfingu á þessum ca. 40 bókum síðan þá
Hmms, þessar tvær eru einmitt þær einu sem ég hef lesið og mér fannst þær frábærar, hef lengi ætlað að skella mér í restina á seríunni en það hefur einhvernveginn alltaf dottið uppfyrir.
Er "nauðsynlegt" að lesa Discworld í röð eða er í lagi að taka random?
Það er ekkert endilega nauðsynlegt að lesa þær allar í röð en td. sögurnar af the Nightwatch gerast í þannig séð tímaröð og oft vísað í atvik úr fyrri sögum. Þe. þetta eru svona margar sögur sem fléttast saman á ýmsa vegu. Tvær bækur sem koma út í röð fjalla hinsvegar ekkert endilega um sömu sögu persónur, kallinn er með svona nokkur 'thema' í gangi.
Ekki nauðsynlegt en það er skemmtilegra, hann kemur oft með svona 'inside jokes' fyrir þá sem eru búnir að lesa hinar sem gerir þetta skemmtilegra.
Svo var ég að panta mér eintak af Raising Steam, ætti að fara af stað sjöunda og koma eftir "3-7 business days"
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mán 04. Nóv 2013 18:09
af JReykdal
Gerbill skrifaði:JReykdal skrifaði:Alveg sammála þér. Colour of Magic og light fantastic eru einna sístar enda var hann bara að byrja að fóta sig í þessu þar. Kallinn hefur líka náð sér í smá æfingu á þessum ca. 40 bókum síðan þá
Hmms, þessar tvær eru einmitt þær einu sem ég hef lesið og mér fannst þær frábærar, hef lengi ætlað að skella mér í restina á seríunni en það hefur einhvernveginn alltaf dottið uppfyrir.
Er "nauðsynlegt" að lesa Discworld í röð eða er í lagi að taka random?
http://www.lspace.org/books/reading-order-guides/the-discworld-reading-order-guide-20.jpg<--- hérna sérðu hvernig hægt er að lesa þær
Re: Terry Pratchett aðdáendur?
Sent: Mán 25. Nóv 2013 00:33
af IL2
Jæja, búinn að lesa hana og verð nú að segja að kallin hefur oft verið betri.