Síða 1 af 1

Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza etc)

Sent: Mán 28. Okt 2013 19:08
af hakkarin
Þá meina ég allir staðir sem að selja pizzur og hamborgara og annað í þannig dúr. Vert er að hafa í huga að ég flokka ekki fína veitingastaða hamborgara sem skyndibitamat nema að það sé sérstaklega boðið upp á takeaway á þeim.

Á persónulega heima á Selfossi og finnst Kaffi Krús vera með MJÖG góða hamborgara og pizzur. Enda er þetta kaffi hús og mini-veitingastaður sem að seldur eldbakaðar pizzur og flotta hamborgara með þykkum og góðum frönskum.

Hvað versta staðinn varðar er það nú ekki erfit...Dominos.

Mér finnst Dominos vera McDonalds pizzana. Ómerkilegt drasl sem að bragðast eiglega eins og pappakassi.

Hver fynnst ykkur vera besti og versti skyndibitinn á Íslandi?

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 19:10
af Plushy
Finnst persónulega ekkert að pítsunum hjá Dominos.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 19:11
af littli-Jake
get mú reyndar verið sammála þér með að Kaffi Krús eru með helvíti góðan burger. Hef að vísu bara farið þar einusinni og fékk mér hnakkaburgerinn en hann var mjög góður.

Dominos er hinsvegar alveg langt frá því að vera lélegt stuff.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 19:13
af chaplin
Mér finnst Dominos pönnupizzurnar vera unaður, annars er Serrano í miklu uppáhaldi.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 19:18
af Tesy
Í augnablikinu er Noodle Station minn upphálds en versti er líklega IKEA veitingastaðurinn ef það telst með (Hægt að taka take-away).

Ef við erum að tala um pizzustaðir, þá finnst mér Wilson's Pizza vera versti staðurinn. Dominos er langt frá því að vera á botnum, hafiði smakkað pönnupizzurnar þar? Dásamlegt.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 19:20
af appel
Allar pizzur eru góðar ef manni langar virkilega í pizzu.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 19:54
af hakkarin
appel skrifaði:Allar pizzur eru góðar ef manni langar virkilega í pizzu.


Er nú ekki sammála því.

Þetta eru ekki skyndibita pizzur tæknilega séð, en pakkapizzunar frá Euroshopper sem að ég keypti um daginn í bónus voru verstu pizzur sem að ég hef smakkað. Ég freistaðist til þess að kaupa þær að því að þær voru svo ódýrar (1 pakki með 3 12 tommu á sirka 7-900kr held ég). Voru þurrar og vondar og ólíkt Dominos sem að bragðast mikið eins og pappír, að þá brögðuðust þessar ALVEG eins og papír. Held mig við dýrari pakkapizzunar í bili ef að þessar eru svona vondar :(

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 20:06
af J1nX
Roadhouse og Hamborgarasmiðjan eru með bestu börgerana, Eldsmiðjan með bestu pizzurnar, Rikki Chan í kringlunni með besta kínamatinn (Kínahofið kemur þar rétt á eftir bara útaf nautakjötinu í ostrusósu sem er UNAÐUR) og Nonnabiti með bestu bátana.

verstu pizzurnar eru á Hróa Hetti, verstu hamborgararnir eru Metro, Nings með verstu hamborgarana og quiznos með verstu bátana

*edit* þetta átti auðvitað að vera Nings með versta kínamatinn :D

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 20:18
af hakkarin
J1nX skrifaði:quiznos með verstu bátana


Fer mjög mikið eftir stöðunum. Fór á eitthvern quiznos stað í Reykjavík og bátanir þar voru ekkert spes, voru frekar þurrir og lítið á þeim. Hinsvegar er quiznos sem er seldur á olís á Selfossi mjög góður. Held að það sé að því að mikið meira af álegi sé sett ofan á bátana þar.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 20:19
af vesley
Hamborgarasmiðjan með bestu hamborgarana.
Keiluhöllin í Egilshöll og Flugvöllurinn í KEF með þá allra verstu.

Bryggjan Akureyri með rosalegar pizzur, með því betra sem ég hef étið í þynnkumóki.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 20:26
af Vignirorn13
Sammála þér að þeir á Kaffi Krús eru geðveikt góðir!

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 20:49
af Xovius
Finnst nú alltaf gott að fá mér borgara á Olís, þá sérstaklega eftir gott djamm :P

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 21:15
af Stuffz
Hrói Höttur ágætur, litríkar pizzur
Mynd


er að hvíla mig á Dominos, svo svart hvítt eitthvað :P
Mynd

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 21:18
af oskar9
Dominos er svo geeeeðveikt, allavegna hér á Akureyri, Dominos surprise sem pönnupizza er roooosalegt

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 21:36
af I-JohnMatrix-I
oskar9 skrifaði:Dominos er svo geeeeðveikt, allavegna hér á Akureyri, Dominos surprise sem pönnupizza er roooosalegt


Þetta! svo mikið!

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 22:34
af steinarorri
vesley skrifaði:
Bryggjan Akureyri með rosalegar pizzur, með því betra sem ég hef étið í þynnkumóki.


Þetta x2. Pizzurnar þarna eru frábærar í þynnku.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 22:40
af ASUStek
Best=Ólafshús á Sauðárkróki.
verst=áreiðanlega eitthvað fyllerís þynnku fávitaval á ananas súrumgúrkum sardínum hamborgarabrauð með skinku og feta osti.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 22:40
af capteinninn
Þeir tóku allt í gegn hjá Dominos fyrir ekki svo löngu síðan.

Eftir það eru þær alveg ágætar, eldbakað er að mínu mati betra en mér finnst þær fínar.

Annars eru bestu hamborgararnir sennilega hjá Hamborgarasmiðjunni (sem vaktarar voru með beinstífan á síðasta thread um skyndibita). Vel kryddaðir og mjög djúsí hamborgarar.

Mæli líka með að ALLIR smakki hjá Austurlandahraðlestinni allt! Þeir eru geðveikir, menn tala um að þeir séu dýrir en það er bara kjaftæði, hamborgaratilboð kostar yfirleitt í kringum 1500 kall og það er sama og handgerð pizza hjá Austurlandahraðlestinni með kjúkling og einhverju gúmmulaði. Hef ekki borðað annarsstaðar en í Kringlunni en það er geðveikt.

Man nú í fljótu bragði ekki eftir neinum sérstaklega vondum skyndibita, hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af Devitos en ég er held ég einn um það

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Mán 28. Okt 2013 22:52
af Yawnk
Finnst hamborgarinn á Hamborgarafabrikkunni vera algjört yndi til dæmis.
Wilsons Pizza er mesti horbjóður sem til er, það fær mínus í minn kladda.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Þri 29. Okt 2013 00:33
af littli-Jake
Voðalega eru markir hérna neikvæðir út í Willson félaga minn. Að vísu öruglega 3-4 ár síðan ég tékkaði á honum síðast en þá var hann þokkalegur. Maður þarf hreinlega að fara að athuga með kallinn.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Þri 29. Okt 2013 00:35
af worghal
J1nX skrifaði:Roadhouse og Hamborgarasmiðjan eru með bestu börgerana, Eldsmiðjan með bestu pizzurnar, Rikki Chan í kringlunni með besta kínamatinn (Kínahofið kemur þar rétt á eftir bara útaf nautakjötinu í ostrusósu sem er UNAÐUR) og Nonnabiti með bestu bátana.

verstu pizzurnar eru á Hróa Hetti, verstu hamborgararnir eru Metro, Nings með verstu hamborgarana og quiznos með verstu bátana

þetta er spot on! :D

littli-Jake skrifaði:Voðalega eru markir hérna neikvæðir út í Willson félaga minn. Að vísu öruglega 3-4 ár síðan ég tékkaði á honum síðast en þá var hann þokkalegur. Maður þarf hreinlega að fara að athuga með kallinn.

allar mínar máltíðir af wilson hafa verið betri en dominos, fyrir utan pönnupizzurnar, fátt sem toppar þær, en verstu pizzurnar eru hands down hrói höttur.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Þri 29. Okt 2013 01:49
af HalistaX
Rickie Chan er klárlega með því besta. Verst bara hvað maður fær alltaf mikið af hrísgrjónum, það mætti svissa einhverjum af þeim út fyrir núðlur.
Annars þykir mér Quiznos bestu bátarnir.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Þri 29. Okt 2013 02:08
af Plushy
littli-Jake skrifaði:Voðalega eru markir hérna neikvæðir út í Willson félaga minn. Að vísu öruglega 3-4 ár síðan ég tékkaði á honum síðast en þá var hann þokkalegur. Maður þarf hreinlega að fara að athuga með kallinn.


Úff hef varla smakkað verri pítsur en á Wilsons. Hef alltaf fundist eins og ég sé að borða blautt deig nýkomið úr frystinum með upphituðu litlu pepperoni og osti sem er á kominn á síðasta söludag.

Re: Hvar er besti og versti skyndibitinn?(hamborgarar,pizza

Sent: Þri 29. Okt 2013 08:17
af audiophile
Já Wilson pizzurnar eru rosalega slappar. Prófa þetta með 1-2 ára millibili því ég gleymi greinilega fljótt og alltaf eru þær jafn vondar. :face

Dominos pönnupizzurnar eru yndislegar. Hamborgarasmiðjan unaður. Ég fæ alltaf í magann af KFC :-k

Saffran piri nanwich er frábær.