Síða 1 af 3
Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 08:58
af lukkuláki
Af mbl.is
Þeir keyrðu bara hliðina úr húsinu og við það fór ofnakerfi hússins í sundur. Þannig að það flæddi vatn um allt, bæði í þessari verslun og þeirri næstu. Slökkviliðið var kallað út vegna þess. Síðan var töluverðu stolið en tjónið af skemmdunum er meira en þjófnaðinum. Það lenti það mikið af vörum í vatninu.“
Þetta segir Birgir Þór Hólm, rekstrarstjóri verslunarinnar Tölvuvirkni við Holtasmára í Kópavogi, í samtali við mbl.is en brotist var inn í verslunina um fimm leytið í morgun og tölvum og öðrum búnaði stolið. Þjófarnir brutust inn með því að aka bifreið á verslunina og brjóta sér þannig leið inn í hana. Þeir gripu síðan þýfið og voru horfnir á braut innan fárra mínútna. Bifreiðin sem notuð var er væntanlega illa farin eftir ákeyrsluna en Birgir segir að ein rúðan úr henni hafi orðið eftir á staðnum. Talið er að um sé að ræða hvítan Cherokee-jeppa.
„Þeir nota bíl sem innbrotstæki í staðinn fyrir kúbein. Þetta er greinilega stolinn bíll því það fer enginn svona með bílinn sinn. Það á bara eftir að finna hann. Þeir gripu einhverjar fartölvur og skjái og hentu því inn í bílinn og keyrðu í burtu. Þeir hafa ekki verið inni nema í nokkrar mínútur og rifu meðal annars öryggismyndavélar úr sambandi,“ segir hann. Þeir hafi greinilega vitað hvað þeir voru að gera og verið búnir að kynna sér aðstæður.
Taldir hafa skilið eftir „lífsýni“ á staðnum
Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum að sögn Birgis þó það liggi ekki nákvæmlega fyrir. Bæði tjón fyrir húseigandann og verslunina og aðra í húsinu sem urðu fyrir tjóni. Hann segir að það sé tryggingafélag bifreiðarinnar sem notuð var sem greiði fyrir tjónið. Fyrir vikið sé mikilvægt að finna hana.
„Ég lít annars svo á að þjófarnir séu í raun bara að vinna hjá þeim sem kaupa þýfið. Þannig að hinn raunverulegi þjófur er atvinnurekandinn og hann er sá sem borgar þeim launin. Sá sem borgar fyrir þýfið,“ segir hann ennfremur. Þeir sem kaupa þýfi séu þeir sem ætti fyrir vikið fyrst og fremst að sakfella.
Málið er í rannsókn lögreglu en Birgir segir að
mannaskítur hafi fundist við húsið sem talið sé að þjófarnir hafi skilið eftir sig. „Það má því segja að þeir hafi skilið eftir lífsýni á staðnum.“
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/21/keyrdu_bara_hlidina_ur_husinu/SHIT!
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 09:13
af appel
Vá mar... ég er orðlaus yfir þessu rugli.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 09:21
af lukkuláki
Er markaður fyrir þetta hérna á Íslandi eða fer þetta allt í gáma og út, hvað haldið þið ?
Sá sem kaupir stolna vöru er þjófur eins og sá sem stal henni og getur lent í að vera dæmdur fyrir þjófnað,
sem er kannski frekar slæmt ef maður gefur sér það að viðkomandi hafi ekki haft hugmynd um að hann væri að fá stolinn hlut fyrir peninginn.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 09:28
af playman
lukkuláki skrifaði:Er markaður fyrir þetta hérna á Íslandi eða fer þetta allt í gáma og út, hvað haldið þið ?
Sá sem kaupir stolna vöru er þjófur eins og sá sem stal henni og getur lent í að vera dæmdur fyrir þjófnað,
sem er kannski frekar slæmt ef maður gefur sér það að viðkomandi hafi ekki haft hugmynd um að hann væri að fá stolinn hlut fyrir peninginn.
Það er alveg fínn markaður fyrir þetta hérna heima, sérstaklega þar sem að þær seljast ekki nema fyrir brota brot af
búðarverði, oft má reikna með 50% affalli á heitum hlut.
En það er heldur ekkert ólíklegt að stuffið sé líka að fara úr landi, en það feingist ekkert mikið meyri peningur fyrir það samt.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 09:34
af axyne
lukkuláki skrifaði:Af mbl.is
Málið er í rannsókn lögreglu en Birgir segir að
mannaskítur hafi fundist við húsið sem talið sé að þjófarnir hafi skilið eftir sig. „Það má því segja að þeir hafi skilið eftir lífsýni á staðnum.“
haha ætli það sé ekki líklegt að þjófarnir hafi verið vel dópaðir og einum hafi verið svona brátt í brók.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 09:46
af Stutturdreki
Úff.. maður hefur ekki séð svona síðan einhver notaði gröfu til að brjótast inn í Start.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 09:48
af gRIMwORLD
Er að fylgjast með viðgerðum hér út um gluggann. Þetta hefur verið þokkalegt tjón. Vonandi er eigandi bifreiðarinnar með hagstæða sjálfsábyrgð *grín
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 09:51
af appel
Fylgjumst með "nýjum" tölvuhlutum til sölu hér og þar.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 10:00
af Vaski
Ef bifreiðin er stolinn, lendir þetta tjón samt á eiganda hennar? Getur það verið?
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 10:02
af Stutturdreki
Já, held það. Hann þarf svo að kæra bílþjófnaðinn og fá skaðabætur.
Þe. eigandi bílsins ber ábyrgð á bílnum, sama hver er undir stýri.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 10:08
af GuðjónR
Stutturdreki skrifaði:Já, held það. Hann þarf svo að kæra bílþjófnaðinn og fá skaðabætur.
Þe. eigandi bílsins ber ábyrgð á bílnum, sama hver er undir stýri.
Hvað er bíllinn var númeralaus og ótryggður?
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 10:17
af demaNtur
Er með nokkrar fartölvur og nokkra skjái til sölu, PM..
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 10:25
af Stutturdreki
demaNtur skrifaði:Er með nokkrar fartölvur og nokkra skjái til sölu, PM..
Og kannski gamlan cheriokie sem vantar aftur stuðarann á?
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 10:28
af demaNtur
Stutturdreki skrifaði:demaNtur skrifaði:Er með nokkrar fartölvur og nokkra skjái til sölu, PM..
Og kannski gamlan cheriokie sem vantar aftur stuðarann á?
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 10:47
af kaktus
frábært þýfið nær kannski milljón og tjónið örrugglega tíu sinnum það
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 10:51
af natti
GuðjónR skrifaði:Stutturdreki skrifaði:Já, held það. Hann þarf svo að kæra bílþjófnaðinn og fá skaðabætur.
Þe. eigandi bílsins ber ábyrgð á bílnum, sama hver er undir stýri.
Hvað er bíllinn var númeralaus og ótryggður?
Ég efast um að þetta sé svona einfalt.
Því trygginarfélagið getur átt endurkröfurétt á eiganda þegar um er að ræða t.d. ölvun eða vítaverðan akstur etc.
Nú ætti að vera einfalt að færa rök fyrir því að þetta hafi ekki gerst "óvart", ætlið þið þá að segja að trygginarfyrirtækið geti látið allan kostnað á eiganda stolinnar bifreiðar?
Og á trygginarfyrirtækið ekkert get-free-out-of-jail-card sem segir að þar sem bíllinn var notaður í ólöglegum tilgangi þá covera almennar bíltryggingar þetta ekki?
En varðandi markaðinn, þá virðist vera fínn markaður.
Svo má ekki gleyma því að "kaupendur" eru ekkert alltaf meðvitaðir um að þetta sé stolinn búnaður, gætu verið í góðri trú í að kaupa e-ð notað af blandinu.is, vaktinni, eða öðrum sölusíðum.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 12:22
af kaktus
tryggingar bílsins munu ekkert greiða í þessu tilfelli.
ef bíllinn er stolinn ber eigandi kostnað af viðgerð hans en ekki á hverju því sem keyrt var á enda var hann ekki ábyrgur fyrir því.
ef þjófurinn notaði eiginn bíl neita tryggingarnar að greiða tjónið á bílnum og tryggingar verslunarinnar borgar tjón hennar.
hluti af dóminum sem viðkomandi fær verður skaðabætur sem hann væntanlega kýs að sitja af sér en hvorki tryggingarnar né eigandi bílsins ættu að búast við að sjá krónu.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 12:23
af kaktus
bíltryggingar greiða ekki tjón vegna bílþjófnaðar
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 12:30
af NoName
Þetta er rosalegt, vonandi að þjófarnir finnist!
Maður á nú ekki að spauga með svona en verð samt að deila þessu með ykkur.
Vakti konuna eldsnemma, svona óbeint með þessari frétt og sagði henni hvað hafði gerst og um talsvert vatnstjón hafði verið að ræða og hennar svar var þá milli svefns og vöku:
Er þá ekki BRUNAÚTSALA?
Ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 13:06
af jojoharalds
hvað er smat màli,er þetta ekki annað skipti að það var að keyra bill i tölvuvirkni,gerðist lika ì gömlu verslunina,
wtf,
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 13:14
af playman
deusex skrifaði:hvað er smat màli,er þetta ekki annað skipti að það var að keyra bill i tölvuvirkni,gerðist lika ì gömlu verslunina,
wtf,
http://visir.is/-held-eg-se-med-islands ... 3131029921
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 13:30
af GullMoli
Það er alltaf verið að keyra í þessar kópavogsverslanir! Þeir þurfa að redda sér svona stórum vegatálmablómapottum eins og bandaríska sendiráðið er með fyrir utan hjá sér.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 13:35
af tdog
Eða svona Laugarvegstyppum, þau eru nú til á lager einhversstaðar.
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 15:01
af Tbot
Er ekki hægt að fá á góðu verði stuff af Hofsvallagötunni.
Blómaker og fuglahús
Re: Brotist inn hjá Tölvuvirkni í nótt
Sent: Mán 21. Okt 2013 15:27
af vikingbay
er ekki hægt að fá lista yfir týpur af stöffi sem þeir tóku svo við getum fylgst með? ég hef nú lúmskt gaman af því að skoða tölvuhluti sem eru til sölu þó ég ætli mér nú ekkert að kaupa..