hmmm er reyndar ekki með lokaútgáfuna hérna hjá mér.... en fann hluta af vinnuskjálinu
copy paste smá hluta: Mælskubrögð og rökvillur í grein Bubba í sömu röð og þau birtust.
• Hálkubrekkan/Slippery slope gefið í skyn að afleiðingar einhvers leiði til verri hlutar (Moore & Parker, 2012). Rökvilla:fyrst stálu þeir hugbúnaði svo tónlist og kvikmyndum ætli bækur komi ekki næst....
• Sektarkennd (guilt trip) (Moore & Parker, 2012) rökvilla: Bubbi verður fyrir aðkasti á netinu vegna réttmætra skoðanna sinna........
• hlutdræg skýring (rhetorical explanation) orð notuð sem hafa neikvæðan merkingarblæ (Moore & Parker, 2012). Mælskubragð: að hafa af fólki tekjur.......
• Varnagli/weaseler (Moore & Parker, 2012) mælskubragð: auðvitað eru einhverjir sem ekki stela........
• Staðgengill sönnunar/Proof surrogate staðhæfing sögð rökstudd án þess að sýnt sé fram á það (Moore & Parker, 2012). Mælskubragð: David byrne reiknaði sko út hvað þeir töpuðu á spotify dæminu sko.....
• Gengið út frá niðurstöðu/Begging the question vísað í rök sem eru ekki sennilegri en niðurstaðan (Moore & Parker, 2012). Rökvilla: ef milljón manns borga fyrir eina hlustun hver þá jafngildir það svo og svo mikilli sölu á plötu......
• Hræðsluáróður/scare tactic (Moore & Parker, 2012). Rökvilla:listamenn hætta bara að vera til ef þetta lagast ekki.....
• Ofhvörf/Háð notað saman (Moore & Parker, 2012). Mælskubrögð: tveim ýktum og mjög ólíkum hlutum líkt saman og svo hnykkt á því með að þótt allir á netinu komist upp með hlutina þá efist hann um að honum yrði sleppt......
• Reiðirök/vandlæting argument from outrage (Moore & Parker, 2012). Rökvilla: mamma og pabbi láta börnin stela fyrir sig.....
• Strámaðurinn/Strawman. hóp gert upp skoðanir og svo ráðist gegn þeim (Moore & Parker, 2012). Rökvilla: Pirötum finnst flott að stela.....
• Varnagli/flóttaleið/weaseler (Moore & Parker, 2012). Mælskubragð: viðurkennir að hlutirnir séu kannski aðeins flóknari....
• Reiðirök blórabögglar argument from outrage (Moore & Parker, 2012). Rökvilla: DV leiðbeinir tilvonandi glæponum...
• Hlaðin spurning/Loaded question spurning gefur sér vafasama forsendu (Moore & Parker, 2012). Mælskubragð: hvað stelur þín fjölskylda miklu?.....