Slökkt verður á götulýsingu í fjórum hverfum Reykjavíkur í kvöld vegna frábærrar norðurljósaspár Veðurstofu Íslands. Myrkvunin mun eiga sér stað á milli kl. 21:30 og 22:00 og verður slökkt á lýsingu í Öskjuhlíð, Grafarholti, Skólavörðuholti og Breiðholti-Seljahverfi. Reykvíkingum ætti því að gefast frábært tækifæri á því að sjá einstaka norðurljósasýningu á þessum stöðum í kvöld og eru íbúar hvattir til að taka þátt og slökkva ljósin í íbúðarhúsum sínum líka svo myrkvunin verði sem mest og ljósmengun sem minnst nema frá hinu frábæra sjónarspili í himinhvolfinu ef aðstæður verða réttar.
Myrkvunin er gerð í samráði við lögreglu, slökkvilið og Orkuveitu Reykjavíkur. Fólk er hvatt til að aka einstaklega varlega á þessum svæðum og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur. Reykjavíkurborg vill einnig minna fólk á hin frábæru útivistarsvæði í nágrenni borgarinnar, t.a.m. Heiðmörk og Hólmsheiði þar sem hægt er að njóta norðurljósa enn betur. Takið með ykkur nesti og nýja skó.
Djöfull er ég að fýla þetta, finnst skemmtilegt þegar ljósin eru slökkt og hvað þá af svona tilefni!
Passið bara að læsa húsunum ef þið farið út og búið á þessum myrkvasvæðum