Síða 1 af 2
Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:08
af Viktor
Þetta er það fyndnasta sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi. Og já, ég hef séð allar seríurnar með Fóstbræðrum
En guð hvað þetta er leiðinlegt og innantómt viðtal. Með fullri virðingu fyrir sérfræðingnum. edit: Þetta er særandi, biðst velvirðingar. Þetta átti að vera til RÚV, ekki hennar.
Eina sem ég hef út á hana að setja er að hún ætti ekki að nota enskuslettur. Við eigum til svo flott íslensk orð og það kemur svo miklu betur út fyrir viðmælandann
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:10
af Klaufi
Hahaha, hver er þetta ?
*Edit*
Gúgglaði: "Internetsérfræðingur"
Öll fyrsta síðan voru greinar sem innihéldu: "Þórlaug Ágústsdóttir Internetsérfræðingur segir að..."
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:12
af Baldurmar
Hvað er svona fyndið ?
Hún er klárlega sérfræðingur í netmálum. "Internetsérfræðingur" er bara eitthvað sem amma og mamma myndu skilja og þess vegna notað sem titill.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:16
af Viktor
Baldurmar skrifaði:Hvað er svona fyndið ?
Hún er klárlega sérfræðingur í netmálum. "Internetsérfræðingur" er bara eitthvað sem amma og mamma myndu skilja og þess vegna notað sem titill.
Nú þekki ég hana ekki persónulega og hef ekkert út á hennar persónu að setja, en mér finnst þetta einstaklega fyndinn titill, sem og aðrir 'sérfræði' titlar.
En smá gúggl:
http://www.kvennaslodir.is/serfraedingagrunnur/nr/1407/Menntun - 2007
Fagheiti:Stjórnmálafræði
Skóli / stofnun:Háskóli Íslands
Menntun:BS/BA gráða
Lýsing:Stjórnmálafræði til 90 eininga með sérstaka áherslu á stjórnun, leiðtogafræði og hagfræði.
Ég persónulega myndi kjósa aðra menntun ef markmið mitt væri að titla mig internetsérfræðing.
Klaufi skrifaði:Hahaha, hver er þetta ?
*Edit*
Gúgglaði: "Internetsérfræðingur"
Öll fyrsta síðan voru greinar sem innihéldu: "Þórlaug Ágústsdóttir Internetsérfræðingur segir að..."
HAHAHAHAHA
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:22
af Baldurmar
Smá gúgl:
fimm og hálft ár sem yfirmaður vefmála Össurar hf
aðstoðarframkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Innn hf
365 Miðlum sem Forstöðurmaður netviðskipta
haldið námskeið um hagnýta vefstjórn hjá Endurmenntun Háskóla Íslands ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur.
(MA í alþjóðasamskiptum), sérfræðingur í netmiðlun og netviðskiptum
Lýsing á sérþekkingu: Internetið, Vefstjórn, Stefnumótun , Stjórnmálafræði, Verkefnastjórn, Skrif fyrir netið,Vefmál, Stjórnmálafræði
Skrifað greinar fyrir tímaritið Tölvuheimur árið 1996
Stjórnmálafræðingur, sérfræðingur í netsamskiptum, Netverji og Pírati.
Núverandi; meistaranemi í International Affairs og Cognition & Communication (sérhæfing í Internetstjórnmálum), skipuð af ráðherra í starfshóp Fjármálaráðuneytisins um Opin Gögn, varamaður í stjórn spyr.is.
Fyrrverandi; formaður Samtaka vefiðnaðarins (SVEF '07-'09), sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Forsætisráðuneytinu ('08-'09), Forstöðumaður netviðskipta 365 Miðla ('07-'08), vefstjóri Össurar ('02-'07) o.fl.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:32
af Viktor
Baldurmar skrifaði:Smá gúgl:
fimm og hálft ár sem yfirmaður vefmála Össurar hf
aðstoðarframkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Innn hf
365 Miðlum sem Forstöðurmaður netviðskipta
haldið námskeið um hagnýta vefstjórn hjá Endurmenntun Háskóla Íslands ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur.
(MA í alþjóðasamskiptum), sérfræðingur í netmiðlun og netviðskiptum
Lýsing á sérþekkingu: Internetið, Vefstjórn, Stefnumótun , Stjórnmálafræði, Verkefnastjórn, Skrif fyrir netið,Vefmál, Stjórnmálafræði
Skrifað greinar fyrir tímaritið Tölvuheimur árið 1996
Stjórnmálafræðingur, sérfræðingur í netsamskiptum, Netverji og Pírati.
Núverandi; meistaranemi í International Affairs og Cognition & Communication (sérhæfing í Internetstjórnmálum), skipuð af ráðherra í starfshóp Fjármálaráðuneytisins um Opin Gögn, varamaður í stjórn spyr.is.
Fyrrverandi; formaður Samtaka vefiðnaðarins (SVEF '07-'09), sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Forsætisráðuneytinu ('08-'09), Forstöðumaður netviðskipta 365 Miðla ('07-'08), vefstjóri Össurar ('02-'07) o.fl.
Þetta er allt gott og blessað, og þú greinilega þekkir hana persónulega og þú mátt alveg sleppa því að halda að þetta sé eitthvað persónulegt skot á hana.
Þetta finnst mér samt sem áður gríðarlega fyndinn titill og mjög lýsandi fyrir RÚV, og þú ert ekki að fara að breyta því
Ég er kannski svona mikill 'menntasnobbari' þrátt fyrir enga menntun, en mér þætti eðlilegast að hún væri titluð 'Stjórnmálafræðingur' en ekki 'internetsérfræðingur'.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:33
af appel
CindyC í gamla daga
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:40
af Baldurmar
Ég þekki hana bara ekki neitt, eina sem ég veit um þessa konu er að ég sá að þetta er sama manneskja þetta var gert við :
Mundi eftir þessu úr fréttum.
Ég er einfaldlega að verja þetta/hana vegna þess að mér fannst innihald fyrsta póstins fáránlegt. Auðvitað skil ég þitt sjónarmið að það sé ekki til neitt sem heiti "internetsérfræðingur" en hún er klárlega sérfræðingur þegar kemur að internetmálum. Hefði titillinn verið "Sérfræðingur í netmálum" eða "sérfræðingur í samskiptum á netinu" væri það að missa marks hjá meðal áhorfenda kastljóss.
Og nei ég er heldur ekki starfsmaður hjá Rúv eða tengdur kastljósi á neinn hátt.
(og btw þá fannst mér þetta bara ágætis viðtal við hana)
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:47
af Viktor
Nú ok, my bad.
Eðlilegast þætti mér að titla manneskju sem hefur enga tölvu- net- eða tæknitengda menntun 'Áhugamann um internetið'
En það þykir ekki nógu gáfulegt svo að fólk á það oft til að titla sig sérfræðinga. Mér persónulega finnst það slæm þróun, en fólk má hafa sínar skoðanir á því, þar á meðal tæknideildin hjá RÚV
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:48
af shawks
Algjörlega sammála þér Baldur. Klárlega kona með reynslu í þessum bransa.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 01:18
af Viktor
Gaman að segja frá því að þessi þráður er núna efstur ef þið gúgglið "Internetsérfræðingur"
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 01:34
af hfwf
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 08:03
af Daz
Sallarólegur skrifaði:Nú ok, my bad.
Eðlilegast þætti mér að titla manneskju sem hefur enga tölvu- net- eða tæknitengda menntun 'Áhugamann um internetið'
En það þykir ekki nógu gáfulegt svo að fólk á það oft til að titla sig sérfræðinga. Mér persónulega finnst það slæm þróun, en fólk má hafa sínar skoðanir á því, þar á meðal tæknideildin hjá RÚV
Þannig að þessir forritarar sem hafa unnið við COBOL og Pascal og eitthvað í 30 ár en hafa ekki neinar prófgráður eru bara "áhugamenn um forritun"? Á einhverjum tímapunkti fer reynsla að telja nógu mikið til að gefa þér stöðu innan fagsins (svo lengi sem það er ekki lögverndað starfsheiti).
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 08:57
af hagur
Ég þekki Þórlaugu, vann með henni í "denn" og hún veit alveg hvað hún syngur í þessum efnum.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 10:30
af codec
Strákar mínir stay classy og ekki vera asnar.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 11:12
af Yawnk
04:20... I lost
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 11:38
af appel
Ef þetta hefði verið karlmaður, titlaður sem "internetsérfræðingur", værum við að tala um þetta?
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 12:30
af Baldurmar
appel skrifaði:Ef þetta hefði verið karlmaður, titlaður sem "internetsérfræðingur", værum við að tala um þetta?
Nákvæmlega!
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 12:37
af worghal
appel skrifaði:Ef þetta hefði verið karlmaður, titlaður sem "internetsérfræðingur", værum við að tala um þetta?
örugglega, af því að titillinn væri sá sami
"internetsérfræðingur" er kanski faglegt heiti, en fyrir þá sem eru að rekast á þetta núna finnast þetta kanski örlítið "silly" nafngift.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 12:38
af Nördaklessa
appel skrifaði:Ef þetta hefði verið karlmaður, titlaður sem "internetsérfræðingur", værum við að tala um þetta?
True true
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 12:44
af Plushy
Hvaða væl er þetta. Mér finnst þetta fyndinn titill/starfsheiti. Punktur. Skiptir ekki máli hvort að aðilinn væri karl eða kona. Rosalega takiði öllu alvarlega
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 16:29
af Viktor
Plushy skrifaði:Hvaða væl er þetta. Mér finnst þetta fyndinn titill/starfsheiti. Punktur. Skiptir ekki máli hvort að aðilinn væri karl eða kona. Rosalega takiði öllu alvarlega
Guð min almáttugur, það er hægt að blanda femínistaumræðu í allt.
Sammála Plushy, þetta er mjög fyndinn titill og kyn, aldur, trúabrögð eða kynhneigðir fólks koma þessu ekkert við.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 17:48
af Heliowin
Dálítið mikið misvísandi að kalla einhvern internetsérfræðing, hef aldrei heyrt það áður svo auðvitað tók ég bakföll þegar ég heyrði af þessu. Kona eða karl skiptir ekki máli. En netsérfræðingur hefði hljómað öðruvísi.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 17:50
af playman
hvaða síða er þetta sem að spyrillinn talar um? allt.fm eða eitthvað álíka.
Re: Internetsérfræðingar athugið!
Sent: Fim 10. Okt 2013 18:00
af worghal
hvað með "netmálasérfræðingur" ?