Síða 1 af 1
[Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Mið 09. Okt 2013 23:56
af Viktor
Sælir.
Hef verið að rekast á svona þræði reglulega og langar að sjá hvaða lausnir menn sjá fyrir sér í dag.
Langar að kanna búnað vs. kostnað við eftirfarandi, og hvort menn séu með einhverjar sniðugar lausnir í iOS/Android málum:
1. Stjórna lýsingu
2. Stjórna hljóði í mismunandi hljómtækjum
3. Stjórna sjónvörpum
4. Stjórna þjófavarnarkerfi
5. Stjórna myndavélakerfi
Sem sagt, allt úr einu tæki.
Einhverjir hér sem hafa lagt í þetta? Eru komnar einhverjar lausnir sem eru á skynsamlegum nótum, peningalega séð.
Er að læra tölvunarfræði og þetta hefur alltaf verið mikið áhugamál hjá mér, svo ég mun koma til með að dudda í þessum pælingum á næstu árum.
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:02
af gardar
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:05
af Viktor
gardar skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=18&t=33353
Fínn þráður, en var búinn að skoða hann. Langar endilega að heyra meira um reynslusögur en 'mögulegar hugsanlegar lausnir sem ég veit ekki hvað kostar'.
Bendi líka á fyrsta innleggið:
Frá: AntiTrust » Mán 25. Okt 2010 02:39
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:08
af Klaufi
Stýra þessu öllu með iðntölvu með vefserver, vefserverinn veitir þér þá aðgang með hvaða tæki sem er sem tengist wifi-inu hjá þér.
Fer eftir sjónvarpi og hljómtækjum hvort þú getir tekið beint analog inn eða hvaða breyti þú þarft á milli.
IMO Er iðntölva eina vitið, bæði varðandi kostnað og að geta smíðað nákvæmlega það sem þú vilt í staðinn fyrir að aðlaga þig að einhverju sem er til fyrir.
Hvað ertu nákvæmlega með í huga?
-Hversu mörg ljós, hvernig ljós, ertu með dimmanlega spenna fyrir, etc..?
-Sömu spurningar um myndavélarnar.
-Hversu marga hreyfiskynjara, viltu vera með sms eða e-mail alarm á þjófavarnarkerfinu?
-Viltu snertiskjá einhversstaðar til að stýra þessu?
-Hvað viltu geta gert á hnöppum etc án þess að nota símann/ipadinn/tölvu?
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 00:27
af Viktor
Klaufi skrifaði:Stýra þessu öllu með iðntölvu með vefserver, vefserverinn veitir þér þá aðgang með hvaða tæki sem er sem tengist wifi-inu hjá þér.
Fer eftir sjónvarpi og hljómtækjum hvort þú getir tekið beint analog inn eða hvaða breyti þú þarft á milli.
IMO Er iðntölva eina vitið, bæði varðandi kostnað og að geta smíðað nákvæmlega það sem þú vilt í staðinn fyrir að aðlaga þig að einhverju sem er til fyrir.
Hvað ertu nákvæmlega með í huga?
-Hversu mörg ljós, hvernig ljós, ertu með dimmanlega spenna fyrir, etc..?
-Sömu spurningar um myndavélarnar.
-Hversu marga hreyfiskynjara, viltu vera með sms eða e-mail alarm á þjófavarnarkerfinu?
-Viltu snertiskjá einhversstaðar til að stýra þessu?
-Hvað viltu geta gert á hnöppum etc án þess að nota símann/ipadinn/tölvu?
Eins og staðan er í dag er ég aðallega að spá í hvað sé í boði á viðránanlegu verði.
Pælingin er bara að geta stjórna með iOS/Android símum/spjaldtölvum ásamt Win/OS tölvum. Þá væri líklega besta lausnin heimasíða sem öll tækin skyldu.
Til að byrja með myndi ég vilja getað slökkt og kveikt ljósin í einu herbergi og sett tónlist í gang/slökkt í sama herbergi.
Herbergið er þannig upp sett að það er bara einn rofi sem þarf að slökkva/kveikja á til þess að stjórna öllum ljósum, svo það yrði þá að setja einhvern wireless switch á hann.
Hvaða lausnir eru í boði fyrir svona basic rafmagns on/off veit ég t.d. ekki.
Svo er það hljóðið.
Það væri gaman að geta slökkt/kveikt á fjöltengi fyrir græjur með hátölurum ásamt því að geta kveikt á lagi.
Hugsanlega einhver bluetooth græja gæti reddað því ódýrt, en ég veit það svo sem ekki, t.d.:
http://www.ebay.com/itm/181235154629
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 02:38
af bigggan
ef þu getur notað google translate ættir þu að kikja á þessi þráð herna frá noregi er með mikið af upplysingar um þetta:
http://www.diskusjon.no/index.php?showtopic=1191806
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 16:24
af Viktor
Kíki á þetta við tækifæri, takk fyrir það.
Var einnig með pælingu, stillir vekjaraklukku á 7:30 rsum, væri kerfið búið að laga kaffi og kveikir á ljósum og alarm hljóði til þess að vekja mann
Væri ekki leiðinlegt að vakna alltaf svoleiðis.
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 16:56
af AntiTrust
Ég fór aldrei eins langt með þetta og ég hefði viljað, hreinlega vegna þess hversu mikið allt við þetta kostar fáránlegar upphæðir, bara afþví að þetta eru "premium" lausnir. Ætlaði líka alltaf í lítið einbýli en endaði með því að fara í íbúð í fjórbýli, erfiðara að eiga við flest lagnalega.
Ég er ekki kominn með neitt í líkingu við það sem ég ætlaði mér, en hér er það sem er "automated" að e-rju leyti heima í dag.
Squeezebox hugbúnaður uppsettur á 3 pc vélum útum húsið, stjórna volume/power á hverri útstöð fyrir sig í gegnum Squeezebox app eða vefviðmótið. Samtíma tónlistarstreymi á öllum stöðum (þ.m.t. Spotify líka með plugini). Kviknar sjálfkrafa á playback þegar ég kem heim, nema frá 22:00 - 07:00. Ætla þó að taka þessar PC vélar úr jöfnunni og kaupa mér generic Squeezebox tæki, og bæta við Squeezebox Radio tæki inná bað. Böggið við þetta setup er að ég þarf að skipta manualt um HDMI input á magnaranum sem tengist við aðal hlóðkerfið í stofunni, hef ekki fundið neina leið til að samrýma það.
2 skjáir, annar sýnir veður og newsfeed inn í eldhúsi og hinn sýnir server stats inní tölvuherbergi, þeir kveikja og slökkva á sér eftir því hvort ég er heima eða ekki, gert með tasker og unified remote plugin.
Ein 360° öryggismyndavél í stofunni, ætla þó að færa hana á ganginn hjá mér. Fer yfir allt svæðið á nokkurra sec fresti, byrjar upptöku yfir á FTP ef hún nemur snertingu fyrir ofan 1m (svo hundarnir setji þetta ekki af stað) og sendir mér screenshot í símann.
Og svo þetta basic, allt efni sem ég er með í watchlist sækist sjálfkrafa og flokkast á rétta staði. Fæ notifications með Pushover service yfir í símann og tabletið um nýtt efni, og sömuleiðis þegar notendur horfa á/sækja efni frá mér.
Það sem ég er að skoða fyrir núverandi íbúð
- Remote stýrðir tenglar, aðallega fyrir lampa.
- Remote reykskynjarar, hef verið að skoða Nest Smoke and alarm - Vil hafa þetta upp á hundana. iOS only eins og er þó, huge galli.
- Phillips Hue fyrir aðallýsingu, en AFAIK iOS remote only *sigh*
Það sem ég talaði um í þræðinum sem er linkað á hér að ofan, verður líklega ekki gert fyrr en ég fer í einbýli, sadly. Þegar að því kemur þá hugsa ég að ég endi í Z-wave, svo gott integration við marga stóra automation dealera.
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 18:19
af Hrotti
Ég er ekki ennþá farinn að stýra heimilinu eins og mig langar en get hiklaust mælt með raspberry pi fyrir musikina. Ég er með svoleiðis i svefnherbergjunum og á öðru baðherberginu hjá mér og það er brilliant að spila tónlist í gegnum xbmc. Bæði tengist það aðal servernum í húsinu og spilar þaðan með hvaða xbmc fjarstýringu sem að manni sýnist (ég nota xbmc constellation) og svo tekur það við airplay. Þannig getum við bara notað iphone/android/ipad til að senda tónlist úr hvaða appi sem er í raspberry pi-ið.
Ég er að vonast til að geta hellt mér í automation af einhverjum krafti næsta sumar og mér skilst á vini mínum sem að vinnur í ljósa/rafmagns verslun að það sé haugur af ip based lausnum í sjónmáli.
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fim 10. Okt 2013 23:43
af viddi
AntiTrust skrifaði:- Phillips Hue fyrir aðallýsingu, en AFAIK iOS remote only *sigh*
LIFX í stað Philips Hue
http://lifx.co/
Re: [Home Automation] Umræðuþráður
Sent: Fös 11. Okt 2013 12:56
af AntiTrust
viddi skrifaði:AntiTrust skrifaði:- Phillips Hue fyrir aðallýsingu, en AFAIK iOS remote only *sigh*
LIFX í stað Philips Hue
http://lifx.co/
Djöfull er þetta flott, verst að ein svona pera er örugglega 15-20þús komin heim!