Síða 1 af 4

Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 12:19
af Stutturdreki

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 12:29
af Stutturdreki
Samkvæmt frétt á ruv.is (http://www.ruv.is/frett/vilja-loka-fyri ... d-netsidum) virðist þetta snúa að piratebay og deildu. Held að þetta lið skilji ekki internetið.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 13:03
af Daz
Áhugavert að sjá að svar Hringdu þarna í fréttinni er afdráttarlaust að verja notandann. Fyrir svo utan að skiljanlega nenna þeir ekki að halda utan um svona aðgangstakmarkanir.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 13:16
af Stutturdreki
Já, það er náttúrulega verið að velta ábyrgðinni yfir á þá við að framfylgja einhverju sem er vonnlaust að framfylgja.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 13:39
af playman
Það er eins og afgan á deildu hafi verið búin að sjá þetta fyrir sér, eða fengið anonymous tip, ekki er nú langt síðan að
hann var að reyna að fá notendur deildu til að fara að nota Tor, einmitt ef skyldi að IP's væru skikkaðir til þess að
loka á ákveðnar síður.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 14:58
af Gúrú
Þetta er allt of stórt högg á þjónustuna sem þú ert að bjóða upp á (Að kötta út Deildu/tPB) til að ég trúi því að nein netveita muni þora þessu.

Það myndi fólk flykkjast frá þeirri netveitu sem gerði þetta.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 15:04
af playman
Gúrú skrifaði:Þetta er allt of stórt högg á þjónustuna sem þú ert að bjóða upp á (Að kötta út Deildu/tPB) til að ég trúi því að nein netveita muni þora þessu.

Það myndi fólk flykkjast frá þeirri netveitu sem gerði þetta.

Frekar tilgangslaust ef að þetta nær yfir allar netveiturnar.
En það er einmitt niðurhalls liðið sem að netveiturnar eru að græða mest á, ef að það verður
lokað fyrir það lið, þá verður netveituni af slatta af tekjum, því að (flest)allir lækka niðurhals kvótan sinn.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 15:08
af Perks
Það sem mér finnst lang hættulegast í þessu er að ég treysti ekki yfirvaldinu til að skilja hvað þetta þýðir.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 15:50
af Gúrú
playman skrifaði:
Gúrú skrifaði:Þetta er allt of stórt högg á þjónustuna sem þú ert að bjóða upp á (Að kötta út Deildu/tPB) til að ég trúi því að nein netveita muni þora þessu.

Það myndi fólk flykkjast frá þeirri netveitu sem gerði þetta.

Frekar tilgangslaust ef að þetta nær yfir allar netveiturnar.


Enganveginn "tilgangslaus" pæling.
Netveiturnar gætu gert þetta af sjálfdáðum með sambærilegum rökstuðningi og þegar að þeir lokuðu á slembing.org og ringuIreid.org, burtséð frá því hvernig lögbannið fer.
Netveiturnar gætu líka sleppt því að berjast á móti þessu ef þeir vildu leyfa þessu að gerast.
Held að meira að segja Síminn muni tala á móti þessu, þetta er örlítið of langt gengið.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 16:08
af Stutturdreki
STEF & co eiga nebblilega eftir að færa rök fyrir meintu tapi/skaða. Bent er á að 10000 hafi sótt einhverja mynd frá Baltasar á Deildu en það er alveg fáránlegt að gera ráð fyrir að sá fjöldi hafi td. þar af leiðandi ekki séð myndina í bíó, ætli ekki að kaupa sér hana á dvd (eða á netinu), og/eða borgi ekki afnotagjöld af sjónvarpstöð sem síðar kaupi myndina til sýningar. Þessar tölur sem þeir henda fram eru alveg út í hött, amk. þangað til þeir gefa út hvaða forsendur liggja á bakvið.

Hitt er fordæmið, það verður skelfilegur heimur þar sem þrýstihópar geta lokað á hvað hver getur skoðað á internetinu. Ef þetta fæst samþykkt á bara eftir að bætast við síðum sem verður lokað á þangað til það er bara hægt að skoða eitthvað sem einhverri skrifstofublók út í bæ finnst pólitískt rétt.

Þetta er heldur ekki internet notendum í hag og það hlýtur að vera skylda sérhvers fyrirtækis að verja hagsmuni sinna viðskiptavina.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 17:47
af intenz
Nú er tími kominn á Píratana að sanna sig.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 17:52
af KermitTheFrog
Stutturdreki skrifaði:STEF & co eiga nebblilega eftir að færa rök fyrir meintu tapi/skaða. Bent er á að 10000 hafi sótt einhverja mynd frá Baltasar á Deildu en það er alveg fáránlegt að gera ráð fyrir að sá fjöldi hafi td. þar af leiðandi ekki séð myndina í bíó, ætli ekki að kaupa sér hana á dvd (eða á netinu), og/eða borgi ekki afnotagjöld af sjónvarpstöð sem síðar kaupi myndina til sýningar. Þessar tölur sem þeir henda fram eru alveg út í hött, amk. þangað til þeir gefa út hvaða forsendur liggja á bakvið.

Hitt er fordæmið, það verður skelfilegur heimur þar sem þrýstihópar geta lokað á hvað hver getur skoðað á internetinu. Ef þetta fæst samþykkt á bara eftir að bætast við síðum sem verður lokað á þangað til það er bara hægt að skoða eitthvað sem einhverri skrifstofublók út í bæ finnst pólitískt rétt.

Þetta er heldur ekki internet notendum í hag og það hlýtur að vera skylda sérhvers fyrirtækis að verja hagsmuni sinna viðskiptavina.


Einmitt. Það er ekki samasem merki á milli þess að ég sæki mynd í gegnum torrent og að ég hlaupi út í búð og kaupi hardcopy á fáránlegu verði.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 18:39
af Revenant
Ég skil alveg málstað SMÁÍS að vilja loka þessum síðum og alveg eðlilegt að þessi samtök berjist á móti ólöglegu niðurhali.

Hinsvegar þá efast ég um hvort að þetta verði effektíf aðgerð þar sem íslendingar hafa í síauknum mæli fattað að nota vpn/dns þjónustur til að sækja sér efni (t.d. fyrir Netflix / Hulu).
Þá er spurningin hvernig þessi blokkering fer fram. DNS spoofing? Null routing? URL filtering? Packet filtering?

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 18:40
af Black
En hvernig er með eins og piratebay.Um daginn var lénið hjá þeim thepiratebay.is og núna er það thepiratebay.sx þeir breyta þessu mánaðarlega.s.s ef þeir myndu loka fyrir Thepiratebay.sx og piratebay myndi flytja sig yfir á .se daginn eftir.Þurfa þeir þá ekki að loka á .se ? næst :guy Og sama með deildu.net hvort þeir gætu ekki bara breytt í deildu.is ? :catgotmyballs

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 18:49
af intenz
Black skrifaði:En hvernig er með eins og piratebay.Um daginn var lénið hjá þeim thepiratebay.is og núna er það thepiratebay.sx þeir breyta þessu mánaðarlega.s.s ef þeir myndu loka fyrir Thepiratebay.sx og piratebay myndi flytja sig yfir á .se daginn eftir.Þurfa þeir þá ekki að loka á .se ? næst :guy Og sama með deildu.net hvort þeir gætu ekki bara breytt í deildu.is ? :catgotmyballs

Þeir loka væntanlega á IP töluna.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 18:50
af Bjosep
intenz skrifaði:Nú er tími kominn á Píratana að sanna sig.


Hvernig?

Píratar eiga sæti á alþingi sem er löggjafarvaldið.

Þetta mál er í höndum sýslumanns sem er fulltrúi framkvæmdavaldsins.

Til að fá lögbannið staðfest eða framlengt eða hvað sem þetta heitir formlega þurfa rétthafasamtökin að höfða mál fyrir dómstólum og þar kemur augljóslega inn þriðja valdið, dómsvaldið.

Píratar gætu svo sem gefið út ályktun eða eitthvað álíka en það er sjálfu sér ekki mikið meira sem þeir gætu gert.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 18:55
af hkr
Gúrú skrifaði:Þetta er allt of stórt högg á þjónustuna sem þú ert að bjóða upp á (Að kötta út Deildu/tPB) til að ég trúi því að nein netveita muni þora þessu.

Það myndi fólk flykkjast frá þeirri netveitu sem gerði þetta.


Mig endilega minnir að áður en deildu.net kom eða hvort það var að hún var niðri í smá tíma, allavegana að þá var eitthvað lítið um íslenskar torrent síður á þeim tíma, að þá rauk upp erlenda gagnamagnsnotkunin hjá öllum íslensku ISP'unum.
Er nú ágætis sölupunktur fyrir ISP'ana að viðskiptavinir þeirra munu auka gagnamangið sitt um vissa % ef lokað er á deildu.net.

playman skrifaði:Það er eins og afgan á deildu hafi verið búin að sjá þetta fyrir sér, eða fengið anonymous tip, ekki er nú langt síðan að
hann var að reyna að fá notendur deildu til að fara að nota Tor, einmitt ef skyldi að IP's væru skikkaðir til þess að
loka á ákveðnar síður.


Ágætis lestning um afhverju TOR er ekki þessi galdralausn sem fólk heldur að það sé fyrir torrent: https://blog.torproject.org/blog/bittor ... -good-idea (reyndar frá 2010 þannig að þá gæti vel verið að þetta eigi ekki lengur við)

En annars væri það nú líka eflaust eitthvað vesen að sækja .torrent af deildu.net með tor, eitthvað eins og:
1. Logga sig inn á tor.
2. Deildu.net - sækja .torrent skránna í gegnum tor.
3. stilla utorrent á socks5, localhost og portið sem tor notar - passa að slökkva á öllum öðrum torrentum á meðan þar sem að tor er blokkerað á mörgum trackerum og gæti endað á því að þín ip tala sé bönnuð (sjá link að ofan um hvernig torrent sendir þína iptölu þó svo að þú sért að nota tor).
4. setja torrentið af stað til þess að sækja listann yfir peers.
5. stoppa torrentið.
6. slökkva á socks5 svo að þú getir fengið einhvern hraða á þetta - ferð varla að sækja torrentið í gegnum tor.
7. kveikja á öllum torrentunum.

Gæti líka endað á því að þú þurfir að nota visst exit nodes til þess að geta notað tracker.deildu.net, t.d. 1984 eða eitthvað af hinum íslensku exit nodes'unum.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:01
af rapport
Mig langar að kæra þetta fyrirkomulag hér á Íslandi, að ríkið rukki inn STEF gjöld, t.d. ag geisladiskum, a.m.k. fá umboðsmann alþingis til að skoða þetta eða eitthvað...

Erlendis þekkist ekki að ríkið sé innheimtuaðilinn, heldur eru viðkomandi samtök sem þurfa að sækja sinn rétt fyrri dómstólum EF fólk neitar að borga reikninginn sem þeim er sendur.


SMÁÍS á að byrja á að senda reikning, hver veit, kannski er deildu að bíða með böns af money eftir að fá reikning til að borga.

Byrja á að setja sig í samband við fólk og t.d. kannahvort að íslensk lögsaga nái yfir viðkomandi og ef ekki, setja sig í samband við saambærileg samtök sem Smáís hafa gert samning við um samstarf.

Getur verið að einhver hjá Smáís sé bara að bjóða sambærilega þjónustu og sé að losa sig við samkeppnisaðila með svona kröfu?


Þetta er svo klikkað.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:07
af worghal
rapport skrifaði:Mig langar að kæra þetta fyrirkomulag hér á Íslandi, að ríkið rukki inn STEF gjöld, t.d. ag geisladiskum, a.m.k. fá umboðsmann alþingis til að skoða þetta eða eitthvað...

Erlendis þekkist ekki að ríkið sé innheimtuaðilinn, heldur eru viðkomandi samtök sem þurfa að sækja sinn rétt fyrri dómstólum EF fólk neitar að borga reikninginn sem þeim er sendur.


SMÁÍS á að byrja á að senda reikning, hver veit, kannski er deildu að bíða með böns af money eftir að fá reikning til að borga.

Byrja á að setja sig í samband við fólk og t.d. kannahvort að íslensk lögsaga nái yfir viðkomandi og ef ekki, setja sig í samband við saambærileg samtök sem Smáís hafa gert samning við um samstarf.

Getur verið að einhver hjá Smáís sé bara að bjóða sambærilega þjónustu og sé að losa sig við samkeppnisaðila með svona kröfu?


Þetta er svo klikkað.

þetta er samt hægt að minka download íslendinga all verulega bara ef þeir hleipa netflix inn í landið.
það er lang besta leiðin til að storka við ólöglegu niðurhali.

ég er nánast hættur að download leikjum og kaupi frekar á steam. næstum algerlega hættur að downloada tónlist og nota bara spotify.
vantar bara kvikmyndir og þætti, þá er ég nánast allveg hættur að downloada :D

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:27
af rapport
worghal skrifaði:
rapport skrifaði:Mig langar að kæra þetta fyrirkomulag hér á Íslandi, að ríkið rukki inn STEF gjöld, t.d. ag geisladiskum, a.m.k. fá umboðsmann alþingis til að skoða þetta eða eitthvað...

Erlendis þekkist ekki að ríkið sé innheimtuaðilinn, heldur eru viðkomandi samtök sem þurfa að sækja sinn rétt fyrri dómstólum EF fólk neitar að borga reikninginn sem þeim er sendur.


SMÁÍS á að byrja á að senda reikning, hver veit, kannski er deildu að bíða með böns af money eftir að fá reikning til að borga.

Byrja á að setja sig í samband við fólk og t.d. kannahvort að íslensk lögsaga nái yfir viðkomandi og ef ekki, setja sig í samband við saambærileg samtök sem Smáís hafa gert samning við um samstarf.

Getur verið að einhver hjá Smáís sé bara að bjóða sambærilega þjónustu og sé að losa sig við samkeppnisaðila með svona kröfu?


Þetta er svo klikkað.

þetta er samt hægt að minka download íslendinga all verulega bara ef þeir hleipa netflix inn í landið.
það er lang besta leiðin til að storka við ólöglegu niðurhali.

ég er nánast hættur að download leikjum og kaupi frekar á steam. næstum algerlega hættur að downloada tónlist og nota bara spotify.
vantar bara kvikmyndir og þætti, þá er ég nánast allveg hættur að downloada :D



En hvað finnst þér þá um að þú ert líka rukkaður um STEF gjöld af öllum gagnamiðlum, CD, DVD, HDD, SSD, minnislyklum og minniskortum?

Fyrst þú ert farinn að nota löglegar leiðir til að útvega þér efni...

http://www.ihm.is/Spurt_og_svarad/

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:30
af appel
Úff.... segi ég nú bara.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:38
af biturk
Trúi varla að þetta gangi í gegn hjá þeim

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:47
af ManiO
Það væri gaman ef að netveitur landsins myndu gefa upp hve stór hluti af erlendri traffík er í gegnum löglegar þjónustur á borð við Netflix, Spotify og þess háttar. Einnig væri gaman ef hægt væri að sjá hvort að torrent traffík hafi lækkað í einhverju samræmi við aukningu á traffík á löglegum þjónustum.

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:52
af fallen
Vitfirring. Smáís enn og aftur að sýna fram á hversu lítil tengsl þeir hafa við raunveruleikann.

Þar sem þeir hafa hingað til notað órökstuddar staðhæfingar í fjölmiðlum til að reka þessa áróðursvél sína, þá verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ætla að sanna hið meinta fjárhagslega tjón fyrir dómstólum. Sérstaklega í ljósi þess að nýverið kom út skýrsla nefndar á vegum ESB sem sýndi fram á að dreifing tónlistar á internetinu skilaði sér í auknum tekjum fyrir iðnaðinn.

PS, síðan hvenær löguðu bönn eitthvað?

Re: Smáís að fara fram á lögbann á ákveðnar vefsíður

Sent: Mið 02. Okt 2013 21:38
af Black
Sé að deildu.net eru búnir að opna annað domain á http://www.deildu.us

If you could not browse our website via www.deildu.net, use our other domain names! We will release 8-10 new domains every month. lol