Síða 1 af 1

Hverninn á að tengja fjarstýrðan ljósaslökvara?

Sent: Mán 30. Sep 2013 13:04
af playman
Ég er með slatta af fjarstýrðum tenglum og rofum og langar að geta notað þetta heima.
það sem ég er með er
http://www.klikaanklikuit.nl/advies/pro ... r-yc-1000/
http://www.klikaanklikuit.nl/advies/pro ... r-cm-1000/
allt helvítis drasslið er á þýsku þannig að ég skil ekki baun í manualnum eða síðunni
hef ekki fundið þetta á ensku, kanski einhver annar sem getur fundið þetta fyrir mig? :megasmile

Nú er spurninginn sú, get ég notað þetta með venjulegum rofa, þannig að
ég geti bæði notað rofan og fjarstýringuna, semsagt kveikt á ljósi með venjulega ljósarofanum
og svo slökt á ljósinu með fjarstýringuni og CM-1000 tækinu, og vise versa?

Það er bara einn ljósarofi fyrir hvert herbergi.
þarf ég að fara út í einhverjar æfingar með samrofa/krossrofa eða setja upp púlsrofa.

Endilega komið með hugmyndir.

Re: Hverninn á að tengja fjarstýrðan ljósaslökvara?

Sent: Mán 30. Sep 2013 17:13
af odinnn
Snökkt á litið hefur þessi ACM-1000 kubbur ekki samrofa eiginleika á móti venjulegum rofa. Gætir notað tvo þráðlausa rofa til að stýra einum svona kubb til að fá þetta til að virka eins og samrofa system, en þá myndiru bara aftengja venjulega rofan og "beintengja" strauminn upp í ljósadósina þar sem ACM-1000 kubburinn er, síðan setja þráðlausa rofan á dósina í staðinn fyrir venjulega rofan. Eins og ég skil manualinn þá geturu tengt allt að 6 rofa við hvern kubb, bara spurning um að sync-a réttan rofa við réttan kubb.

Re: Hverninn á að tengja fjarstýrðan ljósaslökvara?

Sent: Mán 30. Sep 2013 17:57
af beatmaster
Kanski finnurðu eitthvað betur skiljanlegt hérna

http://www.coco-technology.com/en/home/

ACM-1000 manual-inn er á ensku hér kanski er þetta samt sá sami og þú fékkst með tækinu

Re: Hverninn á að tengja fjarstýrðan ljósaslökvara?

Sent: Mán 30. Sep 2013 18:05
af playman
Þannig að ég þyrfti að fjárfesta í þráðlausum veggrofa?

Re: Hverninn á að tengja fjarstýrðan ljósaslökvara?

Sent: Mán 30. Sep 2013 19:50
af odinnn
Hvenig ætlaru annars að fjarstýra þeim? ACM-1000 kubburinn er bara fjarstýrður rofi sem er falinn uppi í loftadósinni í rásinni og ljósið tengt í gegnum hann. Síðan þarftu fjarsteringu til að stjórna honum, annaðhvort venjulega fjarsteringu eða þráðlausan veggrofa sem er í raun fjarstering sem lítur út eins og rofi.

Re: Hverninn á að tengja fjarstýrðan ljósaslökvara?

Sent: Mán 30. Sep 2013 20:50
af playman
beatmaster skrifaði:Kanski finnurðu eitthvað betur skiljanlegt hérna

http://www.coco-technology.com/en/home/

ACM-1000 manual-inn er á ensku hér kanski er þetta samt sá sami og þú fékkst með tækinu

hann er aðeins oðruvísi en sá sem ég er með.
Bæklingurin á þýsku er mikið stærri en þessi :/
En hann seigir eitthvað allaveganna.
Takk

Re: Hverninn á að tengja fjarstýrðan ljósaslökvara?

Sent: Mán 30. Sep 2013 20:59
af playman
odinnn skrifaði:Hvenig ætlaru annars að fjarstýra þeim? ACM-1000 kubburinn er bara fjarstýrður rofi sem er falinn uppi í loftadósinni í rásinni og ljósið tengt í gegnum hann. Síðan þarftu fjarsteringu til að stjórna honum, annaðhvort venjulega fjarsteringu eða þráðlausan veggrofa sem er í raun fjarstering sem lítur út eins og rofi.

Ég er með fjarstýringu fyrir CM-1000 kubbana og ætlaði mér að nota bara hana, hélt fyrst að ég gæti bara notað 1 CM-1000 kubb til þess
að kveikja og slökkva, sem ég get, en þá virkar venjulegi ljósarofinn ekki þegar að ég hef slökkt á CM-1000 kubbnum.
En með því að setja fjarstýrðan rofa í stað venjulega rofans ætti þetta að virka.

Var bara að vona að ég gæti notað eitthvað af drasslinu hérna í staðin fyrir að þurfa að kaupa rofa í þetta :uhh1