Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Dormaster
Gúrú
Póstar: 569
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 23:42
Reputation: 0
Staðsetning: On Your MOM!
Staða: Ótengdur

Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf Dormaster » Sun 22. Sep 2013 20:48

Er að fara að kaupa nokkra hluti á netinu og seinast þegar ég gerði þetta endaði ég á að þurfa að borga tollinn tvisvar þannig að svona aukakostnaður fór í 24 þúsund, sem er algjör blóðpeningur.
Þannig að ég var að pæla hvert væri best að senda hlutina og láta þá eina síðu eins og shopusa senda þetta allt sem eina sendingu heim, þannig að ég sleppi við það að þurfa við þetta vesen aftur.

Hvernig er best að gera þetta og hverjir eru bestir í að gera þetta.

Ég vona að þið skiljið hvað ég er að tala um :D


Find me on Facebook
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf biturk » Sun 22. Sep 2013 20:56

Hvað ertu að kaupa og uvar

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf dori » Sun 22. Sep 2013 21:01

Dormaster skrifaði:Er að fara að kaupa nokkra hluti á netinu og seinast þegar ég gerði þetta endaði ég á að þurfa að borga tollinn tvisvar þannig að svona aukakostnaður fór í 24 þúsund, sem er algjör blóðpeningur.
Þannig að ég var að pæla hvert væri best að senda hlutina og láta þá eina síðu eins og shopusa senda þetta allt sem eina sendingu heim, þannig að ég sleppi við það að þurfa við þetta vesen aftur.

Hvernig er best að gera þetta og hverjir eru bestir í að gera þetta.

Ég vona að þið skiljið hvað ég er að tala um :D

Það meikar ekki sens að þú hafir þurft að borga toll tvisvar sinnum. Hvar keyptirðu eitthvað sem gerðist þannig (mjög líklega einhver að svindla á þér)?

Svona virkar að kaupa á netinu:

1) Þú velur hlut og greiðir fyrir hann
2) Hluturinn kemur heim og þú lætur tollmeðferðaraðila (oftast tollmiðlun póstsins) fá nótu sem segir til um verðmæti pakkans, stundum fylgir nótan með og þá þarf ekki þetta skref
3) Þú borgar toll (hugsanlega) og virðisaukaskatt (alltaf) af verðmæti pakkans+sendingargjalds eins og kemur fram á nótunni í skrefi 2
4) Þú átt pakka, til hamingju

Frekar einföld skref, góða skemmtun.



Skjámynd

Höfundur
Dormaster
Gúrú
Póstar: 569
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 23:42
Reputation: 0
Staðsetning: On Your MOM!
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf Dormaster » Mán 23. Sep 2013 00:01

dori skrifaði:
Dormaster skrifaði:Er að fara að kaupa nokkra hluti á netinu og seinast þegar ég gerði þetta endaði ég á að þurfa að borga tollinn tvisvar þannig að svona aukakostnaður fór í 24 þúsund, sem er algjör blóðpeningur.
Þannig að ég var að pæla hvert væri best að senda hlutina og láta þá eina síðu eins og shopusa senda þetta allt sem eina sendingu heim, þannig að ég sleppi við það að þurfa við þetta vesen aftur.

Hvernig er best að gera þetta og hverjir eru bestir í að gera þetta.

Ég vona að þið skiljið hvað ég er að tala um :D

Það meikar ekki sens að þú hafir þurft að borga toll tvisvar sinnum. Hvar keyptirðu eitthvað sem gerðist þannig (mjög líklega einhver að svindla á þér)?

Svona virkar að kaupa á netinu:

1) Þú velur hlut og greiðir fyrir hann
2) Hluturinn kemur heim og þú lætur tollmeðferðaraðila (oftast tollmiðlun póstsins) fá nótu sem segir til um verðmæti pakkans, stundum fylgir nótan með og þá þarf ekki þetta skref
3) Þú borgar toll (hugsanlega) og virðisaukaskatt (alltaf) af verðmæti pakkans+sendingargjalds eins og kemur fram á nótunni í skrefi 2
4) Þú átt pakka, til hamingju


Frekar einföld skref, góða skemmtun.


Ég keypti vöru af síðu A og hún kemur til landsins ekkert mál, en þetta voru þrjú stykki kosta svona 250-300$ allt saman síðan kemur allt í einu einhver gjöld, með þessu þegar ég sótti þetta til DHL um toll upp á 8þúsund, virðisauka upp á 2þúsund síðan gjöld til DHL sem voru einnig upp á 2 þúsund, síðan þegar ég kaupi hlut B af síðu B og sá hlutur kostar einungis 120$ þá var ég að borga aftur sama gjald á pakkanum.
Mér fannst þetta einmitt rosalega skrítið þar sem að það er rosalegur munur og 40$ af þessum 120$ fór í shipping.


Find me on Facebook
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf biturk » Mán 23. Sep 2013 00:14

Þarft alltaf að borga toll, vörugjöld og vsk af hverri pöntun

Ef þú færð sent með dhl þá þarf líka að borga þeim

Hvað ertu að fara að panta

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf dori » Mán 23. Sep 2013 00:25

Dormaster skrifaði:Ég keypti vöru af síðu A og hún kemur til landsins ekkert mál, en þetta voru þrjú stykki kosta svona 250-300$ allt saman síðan kemur allt í einu einhver gjöld, með þessu þegar ég sótti þetta til DHL um toll upp á 8þúsund, virðisauka upp á 2þúsund síðan gjöld til DHL sem voru einnig upp á 2 þúsund, síðan þegar ég kaupi hlut B af síðu B og sá hlutur kostar einungis 120$ þá var ég að borga aftur sama gjald á pakkanum.
Mér fannst þetta einmitt rosalega skrítið þar sem að það er rosalegur munur og 40$ af þessum 120$ fór í shipping.

Þú borgaðir aldrei 2000 kr. af $250+toll, það gengur einfaldlega ekki upp.

Það eina sem skiptir máli er hversu verðmætur hlutirinn er FOB (með flutningi) og hvaða tollaflokk hann fellur í. Ef þessir hlutir voru í mismunandi tollaflokkum þá útskýrir það þetta. Ef þú getur ekki sagt nákvæmar upphæðir og sundurliðuð gjöld þá er ekkert hægt að álykta um það sem þú ert að segja.

Ég hef ekki ennþá séð dæmi um að ShopUSA sé ódýrara en að taka pakkann heim með pósti (stundum er nauðsynlegt að nota slíkar þjónustur þegar seljendur senda ekki út fyrir USA en það er auðvitað allt annað dæmi).



Skjámynd

Höfundur
Dormaster
Gúrú
Póstar: 569
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 23:42
Reputation: 0
Staðsetning: On Your MOM!
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf Dormaster » Mán 23. Sep 2013 01:14

dori skrifaði:
Dormaster skrifaði:Ég keypti vöru af síðu A og hún kemur til landsins ekkert mál, en þetta voru þrjú stykki kosta svona 250-300$ allt saman síðan kemur allt í einu einhver gjöld, með þessu þegar ég sótti þetta til DHL um toll upp á 8þúsund, virðisauka upp á 2þúsund síðan gjöld til DHL sem voru einnig upp á 2 þúsund, síðan þegar ég kaupi hlut B af síðu B og sá hlutur kostar einungis 120$ þá var ég að borga aftur sama gjald á pakkanum.
Mér fannst þetta einmitt rosalega skrítið þar sem að það er rosalegur munur og 40$ af þessum 120$ fór í shipping.

Þú borgaðir aldrei 2000 kr. af $250+toll, það gengur einfaldlega ekki upp.

Það eina sem skiptir máli er hversu verðmætur hlutirinn er FOB (með flutningi) og hvaða tollaflokk hann fellur í. Ef þessir hlutir voru í mismunandi tollaflokkum þá útskýrir það þetta. Ef þú getur ekki sagt nákvæmar upphæðir og sundurliðuð gjöld þá er ekkert hægt að álykta um það sem þú ert að segja.

Ég hef ekki ennþá séð dæmi um að ShopUSA sé ódýrara en að taka pakkann heim með pósti (stundum er nauðsynlegt að nota slíkar þjónustur þegar seljendur senda ekki út fyrir USA en það er auðvitað allt annað dæmi).

Þetta voru föt sem ég var að panta og ég man ekki alveg upp á 100 hvernig þetta sundurliðaðist en þetta skiptist svona í upphæðir og tollurinn var 8þúsund.
Þannig að eina leiðinn fyrir mig væri að panta af öllum siðunum til landsins ?.
Við erum að tala um svona 6-7 síður og ég er ekki alveg tilbúinn að borga síðan 12þúsund x 7 eða var þetta eitthvað rugl sem ég var að borga fyrir ?


Find me on Facebook
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur


kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf kjarrig » Mán 23. Sep 2013 08:38

Er búinn að flytja inn nokkrum sinnum inn vörur frá útlöndum, aldrei vesen. Hef heyrt um það ef menn eru með sendingu sem kemur í nokkrum pörtum til landsins, og greitt tollmeðferðargjald fyrir hverja sendingu, ef hægt er að sýna fram á það að þetta er sama pöntunin, þá er tollmeðferðargjaldið endurgreitt af öllum sendingum nema einni, þ.a. eitt tollmeðferðargjald af pöntuninni. Mér sýnist að þú sért að tala um tollmeðferðargjald, og ef þú pantar af fleiri en einni síðu, þá borgar þú tollmeðferðargjald af hverri pöntun. En einfaldast er að leyfa mönnum að sjá erlendan reikning og reikninginn frá DHL og þá fyrst er hægt að sjá um málið snýst, annað er bara vangaveltur.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf biturk » Mán 23. Sep 2013 08:53

Tollurinn reiknast af fob verði svo ef það eru 7 sendingar þá er x upphæð x7 af þeim

Tollurinn akvarðast af vöru sem þú færð (tollflokkur) og svo heildarupphæð (fob)

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf Daz » Mán 23. Sep 2013 09:05

Þú getur sparað með því að sameina sendingar, það er alveg rétt. Ættir að geta sparað í heildarsendingarkostnaði (og þá þeim gjöldum sem leggjast ofan á þau) og í flötum tollmeðferðargjöldum sem innflutningsfyrirtækið leggur á (s.s. eins og pósturinn sem setur 550 kr per sendingu sem þeir tollmeðhöndla, mögulega leggur DHL svipuð gjöld á).

Þú sparar ekkert í þeim VSK og tolli sem þú borgar af vörunum sjálfum, því eins og bitkurk segir miðast það bara við prósentu af FOB verði (fyrir þá utan mögulegan sparðnað í heildarsendingarkostnaði með sameinginu).



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er best að senda heim, þegar þú kaupir á netinu?

Pósturaf dori » Mán 23. Sep 2013 09:20

Ég veit ekki hvað DHL rukkar en ég fékk pakka með FedEx um daginn og þá þurfti að borga 1200 kr.+vsk fyrir eitthvað gjald sem þeir þurfa að borga tollinum fyrir að skrá tollskýrsluna (skildist mér af dömunni í símanum), frekar blóðugt. Ég held að það sé svipað hjá DHL.

En föt eru grimmt tolluð (15% held ég) og svo virðisauki ofan á það. Það er dýrt að taka inn föt. Svo er annað... Þetta er basic fræði að það borgar sig að taka saman sendingar. Ég veit ekki hvernig ShopUSA virkar, kannski er ódýrara að fara í gegnum þá ef þú ert með margar litlar sendingar (þyngd eða upphæð) sem þú tekur heim í einu. En þú þarft að reikna dæmið til enda áður en þú ferð af stað. Það er hrikalega vond hugmynd að panta eitthvað og vita ekki a.m.k. ca. hvaða gjöld þarf að greiða af vörunni þegar hún kemur heim.

Smá cheatsheet
FOB: vöruverð + flutningur til landsins
Heildarverð: FOB * 1 + tollaprósenta * 1 + virðisaukaprósenta (ekki nákvæmt útaf mismunandi gengistöflum en þetta er ágætis viðmiðun)
Tollmiðlunargjöld bætast við heildarverðið fyrir hverja pöntun (sér reikningur).
Tollmiðlun hjá póstinum < 30.000 FOB: 550 kr.
Tollmiðlun hjá póstinum > 30.000 FOB: ~5000 kr.
Tollmiðlun hjá FedEx (örugglega DHL o.fl. líka): 1200 kr. + vsk -> ca. 1500 kr.

Það borgar sig alltaf að panta á einum stað til að sleppa við að borga þessi tollmiðlunargjöld of oft. Getur samt verið betra að splitta á vissum stað til að fá 2x < 30.000 kr. pakka frekar en 1x 30k+ pakka (að því gefnu að 2x shipping muni ekki offseta þessu - en eitthvað til að spá í).

Bottom line. Vita hvað þú ert að panta og hvað þú ert að fara að borga.