Síða 1 af 4

Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fim 19. Sep 2013 21:34
af hakkarin
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... ttu_betur/

Hvert er pointið með þessu? Þarf maður ekki að standast eitthvað hæfnispróf eða eitthvað til þess að komast í lið? Sé enga ástæðu til að troða stelpum í liðin ef að þau geta ekki komið sér þangað sjálfar. :thumbsd

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fim 19. Sep 2013 23:45
af Xovius
hakkarin skrifaði:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/19/kynjakvoti_i_gettu_betur/

Hvert er pointið með þessu? Þarf maður ekki að standast eitthvað hæfnispróf eða eitthvað til þess að komast í lið? Sé enga ástæðu til að troða stelpum í liðin ef að þau geta ekki komið sér þangað sjálfar. :thumbsd


Ég veit að í mínum skóla var það ekki vandamálið að stelpur væru ekki hæfar til að koma sér í liðið heldur bara það að það sóttust langtum færri stelpur í þetta.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fim 19. Sep 2013 23:47
af appel
Annars munu stjórnvöld loka viðkomandi skóla?

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fim 19. Sep 2013 23:50
af biturk
Kynjahvôti er mesta mismunun nútímans

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fim 19. Sep 2013 23:52
af hkr
Þannig ef að þrír hæfustu einstaklingarnir eru kvenkyns að þá verður að vera strákur í liðinu og ein stelpan dettur út?

Væri gaman að sjá hvað femínistar myndu segja ef þetta kæmi upp...

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 00:01
af gissur1
Finnst bara að prufur fyrir gettu betur ættu að vera skýrari og meira áberandi, allavega er það alls ekki þannig í mínum skóla enda eru þetta alltaf einhverjir úr nemendaráðinu sem fara í þetta.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 00:10
af cartman
Mér finnst þetta frekar skrítið.

Afhverju að stoppa þarna... Afhverju ekki setja kröfu um að stelpur verði að svara amk 50% af öllum hraðaspurningum.

Stelpurnar þurfa að ýta á bjölluna í amk 50% tilvika.


Væri þá ekki nær að hafa sér stelpukeppni og sér strákakeppni?

Það var þannig í mínum skóla líka að það voru nánast bara strákar sem tóku prófið

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 02:14
af rapport
cartman skrifaði:Mér finnst þetta frekar skrítið.

Afhverju að stoppa þarna... Afhverju ekki setja kröfu um að stelpur verði að svara amk 50% af öllum hraðaspurningum.

Stelpurnar þurfa að ýta á bjölluna í amk 50% tilvika.


Væri þá ekki nær að hafa sér stelpukeppni og sér strákakeppni?

Það var þannig í mínum skóla líka að það voru nánast bara strákar sem tóku prófið



Því að þá þyrftu þær að gera tvöfallt meira en hinir tveir í liðinu.

Afhverju dugar ekki bara að þær geri 1/3 ?

Svona öfgafólk eins og þú skemmir alltaf allt...

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 02:23
af trausti164
@rapport Eg er svona 99,9% viss um ad thetta hafi verid kaldhaedni.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 02:26
af tveirmetrar
Það besta við þetta er að þetta gerist bara þar sem strákar eru í meirihluta umsækjanda...
Sérð þetta ekki í hár og meikup keppni eða einhverju slíku rugli, það yrði allt vitlaust! :guy

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 03:08
af Viktor
Það er einfaldlega verið að hvetja stelpur til þess að taka þátt. Sé ekkert rangt við þetta. Þetta er fólk sem er að sækja um að keppa í leik. Fyndist þetta fáránlegt ef þetta væri spurning um hver er hæfastur/hæfust t.d. til heilaskurðlækninga eða einhverju slíku sem snýst um líf og dauða.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 09:56
af Klemmi
Þetta er mjög vitlaus þróun. Það er mjög ósanngjarnt að það séu ekki 3 hæfustu einstaklingar sem kjósa að taka þátt í forkeppninni, sem er jafn opin báðum kynjum, sem keppa fyrir hönd skólans.

Það er einfaldlega mjög ósanngjarnt fyrir þann sem þarf að víkja fyrir ekki jafn hæfum einstakling, eingöngu sökum kyns. Það er ekki hægt að gera þetta í nafni jafnréttis, þar sem þetta stangast alfarið á við þá hugmynd.

Einnig skemmir þetta fyrir þeim stúlkum sem komast á eigin verðleikum inn í liðið, þar sem það verða þá alltaf kjaftasögur um að hún hafi komist inn sökum kynjakvótans, ekki vegna þess að hún átti það einfaldlega skilið. Hér nefni ég stúlkur, þar sem staðan er þannig eins og er að karlar eru í meirihluta.

Ég er alfarið á móti kynjakvótum. Hvatning er holl fyrir alla en ekki boð og bönn í þessu samhengi. Ef við erum hrædd um klíkuskap og þess háttar að þá ætti frekar að auka gegnsæi.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 10:26
af Bjosep
Án þess að ég hafi tölfræðina yfir þetta þá finnst mér eins og stelpur hafi verið sífellt áberandi í þessu undanfarin ár. Lið MA sem komst í úrslit 2008 var skipað 2 stelpum. Stelpa var í fyrsta sinn sigurliðinu, man ekki ártalið, fyrir hönd kvennaskólans líklega. Lið Kvennaskólans (minnir mig) var skipað 3 stelpum, man reyndar ekki hversu langt þær náðu. Þannig að þarna er verið að grípa inn í til að búa til þróun sem er þegar hafin (að því er ég best veit).

En það er gaman að femínískra áhrifa VG gætir ennþá hjá RÚV!

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 11:50
af jericho
Hvað ef engin stelpa vill taka þátt? Verður þá notast við Hunger-games aðferðina og ein "heppin" verður dregin út af handahófi?

Það er frábær grein um þetta hér. Fjallar um að það þarf kynjakvóta líka í söngvakeppnina, þar sem strákar eru í miklum minnihluta í dag. Líka gaman að sjá umræðurnar að neðan milli greinarhöfundar og fyrrverandi dómara Gettu betur.

Þetta er nú meira ruglið.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 12:52
af natti
Tími til kominn.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 14:10
af rapport
Mér finnst ekkert að þessu, bara cool...

Þetta mun gera keppnina betri.

Það er misjafnt eftir skólum hvaða viðhorf er vinsælt til jafnréttis og að virkja konur til þátttöku í samfélaginu á sviðum sem hafa verið þeim lokuð, t.d. Gettu Betur.

Sumir skólar hafa líklega aldrei sent stelpu í Gettu betur en eru árlega með dúxa sem eru stelpur.


Nú verður það þannig að þeir skólar sem hvetja kynin jafnt til þátttöku munu fá þrjá hæfa einstaklinga í liðið.

Þeir skólar sem eru með stífar staðalímyndir um "yfirburði tippamannsins" þeir munu eiga í vandræðum með að fá stelpu í liðið, a.m.k. einhverja sem veit sínu viti.

Og þeir skólar munu fyrir vikið tapa.


Þetta er snilldar aspect inn í keppnina, kominn tími til segi ég nú bara.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 14:17
af tdog
Frekar en kynjakvóta, að breyta hreinlega reglunum og auka fjölda keppenda frá hverjum skóla í 4 og tvo sæti ætluð stelpum og tvo sæti ætluð strákum.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 14:23
af rapport
tdog skrifaði:Frekar en kynjakvóta, að breyta hreinlega reglunum og auka fjölda keppenda frá hverjum skóla í 4 og tvo sæti ætluð stelpum og tvo sæti ætluð strákum.


Það væri líka kynjakvóti... :snobbylaugh

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 15:11
af hkr
Sallarólegur skrifaði:Það er einfaldlega verið að hvetja stelpur til þess að taka þátt.


http://blog.pressan.is/evahauks/2013/01 ... ttu-betur/

Stelpur vita ekki hvað þær vilja. Þessvegna þurfa þær sérstaka hvatningu til að skrá sig í þessa keppni. Já, einmitt! Hversvegna ætti klár stelpa frekar að vilja mæta á kóræfingar á kvöldin, verja helgunum með vinum sínum eða lesa undir próf? Hver trúir því í alvöru að hún sjái meiri tilgang í því að lesa eitthvað í samhengi, sjálfri sér til ánægju, en að læra smásmugulegar staðreyndir utan að og þjálfa sig í að ryðja þeim út úr sér á ógnarhraða?

Það viðhorf að gildismat kvenna sé gallað, og þessvegna þurfi að stýra þeim inn á réttar brautir, er ekki bundið við unglinga. Það þykir t.d. merki um kynjamisrétti hve fáar menntakonur sækjast eftir frama innan vísindasamfélagsins. Það er ekki snjöll ákvörðun að ráða sig í vel launað starf í einkageiranum heldur hljóta konur að eiga erfitt uppdráttar í háskólasamfélaginu. Það hlýtur að vera svo ógurlega merkilegt að geta sér nafn innan akademíunnar að það er útilokað að menntaðar konur sjái hagsmunum sínum betur borgið annarsstaðar.

Ég sé ekkert dapurlegt við það að vilja ekki fórna öllum frítíma sínum í marga mánuði fyrir fimmtán mínútna frægð og vert væri að spyrja hvaðan sú hugmynd er sprottin að stúlkur séu ekki einfærar um að ákveða hvað þeim finnist eftirsóknarvert. Af hverju halda feministar slíkri tryggð við það sem þeir kalla [ranglega] “feðraveldi”. Af hverju vilja þeir yfirtaka “feðraveldið”; taka sjálfir að sér að stjórna stelpum? Af hverju ekki bara láta stelpur í friði eða jafnvel stuðla að því að þeirra eigin menning fái meira vægi í fjölmiðlum?

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 15:39
af tdog
rapport skrifaði:
tdog skrifaði:Frekar en kynjakvóta, að breyta hreinlega reglunum og auka fjölda keppenda frá hverjum skóla í 4 og tvo sæti ætluð stelpum og tvo sæti ætluð strákum.


Það væri líka kynjakvóti... :snobbylaugh


Tja jáognei, þá losnum við við vandamálið sem hlýst af því að hafa 1/3 regluna, að s.s þessi eini eða eina er bara „kvótakeppandi“. Þá er keppnin hreinlega bara þannig að það eru tvær stelpur og tveir strákar. Hjá öllum, þá eru skilaboðin líka ekki þau að „við leitum að þrem gáfuðustu einstaklingunum í skólanum“ heldur „við leitum að tveim nördastelpum og tveim nördastrákum“.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 15:43
af rapport
Er þetta ekki rangt hjá Evu?

Það er ekki verið að þröngva konum til þátttöku eða reyna að stýra þeim á þessa braut "að taka þátt".

Það er verið að breyta kröfunum sem gerðar eru til liðanna í keppninni.

Þetta er eins og í húsdýragarðinum "bara krakkar yfir 100cm" fá að fara í fallturninn.

Það er regla sem bitnar á öðru kyninu sem er almennt minna, en er sett af öryggisástæðum.

Sama gildir um þessa keppni, hún er orðin þreytt eins og hún er og þetta er eitt af því fáa sem getur gert hana meira nýmóðins.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 15:44
af Stutturdreki
Eh, ef það er skóli einhverstaðar þar sem enga stelpu langar yfir höfuð að taka þátt í þessari keppni, hvað á sá skóli að gera?

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 15:45
af tdog
Stutturdreki skrifaði:Eh, ef það er skóli einhverstaðar þar sem enga stelpu langar yfir höfuð að taka þátt í þessari keppni, hvað á sá skóli að gera?

Tekur ekki þátt.

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 15:46
af jagermeister
Þetta er fáránleg og óréttlát ákvörðun, svo einfalt er það. Ég er í MR og vegna umræðunnar sem skapaðist í fyrra var í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði í skólanum (er á 4.ári) haldið Gettu Betur forpróf sem allir í skólanum tóku. Þetta kom í stað þess að þeir sem hefðu áhuga mættu í skipulögð próf eftir skóla og svosem ekkert að því. Niðurstöður prófsins sýndu að ef þessi kynjakvóti væri í gildi núna væri liðið skipað þeim sem lentu í sætum 1, 2, og 10-12. Hvar er jafnréttið í þessu?

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Sent: Fös 20. Sep 2013 15:51
af Stutturdreki
Vandamálið er ekki að það sé einhvern vegin verið að bola stelpum út úr þessari keppni, heldur að stelpur virðast almennt hafa ákaflega lítinn áhuga á að taka þátt.

Þessi 'lausn' er engan veginn að taka á því vandamáli því nú eftir þetta munu allar stelpur sem eru í keppnisliðum fá á sig þann stimpil að þær séu bara uppfylling og ekki í liðunum að eigin verðleikum.