Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar
Sent: Fim 19. Sep 2013 18:40
Vitið hvað tæki fyrirtæki eru setja í sín fundarherbergi í dag?
Hvar færuð þið að versla svona?
Hvar færuð þið að versla svona?
Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://spjall.vaktin.is/
tdog skrifaði:Skjávarpa, ljósastýringar og AppleTV (fyrir AirMirroring úr iOS tækjum)
cartman skrifaði:Skjávarpa og/eða sjónvarp ( fer eftir stærð fundarherbergis )
Góðan fundarsíma og jafnvel auka mic arma ( Á við ef fundarherbergið er stórt ). Það skiptir miklu máli að það heyrist vel í öllum.
Góð tölva. Það er mjög slæmt þegar maður mætir á fund á tilsettum tíma og svo tekur það korter að starta helvítis fundarvélinni upp.
Góða töflu eða glerveggi til að skrifa á.
Birtustýring er líka mjög mikilvæg.
Góða hátalara og mic fyrir tölvuna. Ansi oft sem maður er að taka Skype fundi eða Google Hangout fundi og þá skiptir þetta mjög miklu máli.
Webcam
rapport skrifaði:Ég er að aðstoða við svona greiningaverkefni í vinnunni þessa dagana.
Þetta fer alveg eftir hvað eru margir og hversu stór salurinn er.
Ég fór og skoðaði í HR og þar eru í stærstu sölunum Dell Optiplex 780, tveir varpar, tvö tjöld, tússtöflur, crestron stýring/brunnur sem talar við ljóskerfið og stýrir hljóðkerfinu.
En þar eru engir fjarfundamöguleikar.
Það má ekki gleyma að 15min töf fyrir 20 starfsmenn eru 5klst vinna í það heila.
Ef fundarsalur er lélegur þá er hann fljótt farinn að kosta fyrirtækið mikla peninga með því að gera alla fundi dýra.
p.s. Veit að Nec og Ricoh skjávarpar eru farnir að vera með innbyggðan þráðlausann access punkt s.s. þeir geta útvegað þráðlaust net í herbergið líka + það er hægt að tengjast þeim þráðlaust, í W7 og W8 er farið í devices and printers og valið "connect to projector"...
p.p.s. https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... LOG+BCC950
Bíður upp á 1080 video og virkar með öllu
Það getur sparað lagnavinnu.
Hvað er budgetið pr. herbergi hjá þér?
rapport skrifaði:Varpi v.s. skjár fer algjörlega eftir stærð herbergis, 8 manns max fyrir 42" skjá s.s. eitt borð með 4+4 og skjáinn á endann...
Mér finnst þessir algjör snilld ef búnaður á að flakka milli herbergja, bara of dýr fyrir minn vinnustað.
http://optima.is/index.php/vorur-11/skj ... gory_id=29
En þráðlausa netið hjá þér kemur í raun ekkert þessu við, skjávarpar eru með innbyggðan sendi sem hægt er að tengjast með þráðlausu tæki, t.d. Ipad.
t.d.
http://optima.is/index.php/vorur-11/skj ... gory_id=29
Þá getur þú stillt skjávrpann á að búa til random lykilorð fyrir hvert session sem birtist þegar kveikt er á honum eða búið til fast lykilorð.
Þetta tengist netkerfinu ekki neitt nema þú viljir líka nota hann sem Access Punkt fyrir viðkomandi fundarherbergi, s.s. það er hægt en ekki nauðsynlegt.