Var að spá hvort einhver vissi hvort það væri til eitthvað svipað og þetta einhverstaðar á íslandi? Þetta er semsagt fjöltengi fyrir viftur sem leyfir manni að tengja margar viftur í 4 pinna móðurborðstengi.
http://www.frozencpu.com/products/20988 ... PL-ST.html
Eitt tengið á þessari græju reportar hraðann til móðurborðsins, og 1 pinninn á móðurborðtenginu stýrir öllum viftunum.
Hugmyndin var semsagt að gera tilraun hvort að vatnskassaviftur gætu verið alveg off þegar vélin er idle.
Er til eitthvað svipað og þetta á íslandi? (Fan splitter)
Re: Er til eitthvað svipað og þetta á íslandi? (Fan splitter
Þú græðir í raun lítið sem ekkert á því að slökkva á viftunum þegar notkunin er lítil. Kælivatnið sjálft hitnar á ferð sinni um loopuna og hækkar því hitann í forðabúrinu, þetta heitara vatn fer svo aftur í gegnum loopuna þar sem það hitnar meira. Svona verður hringrásin þangað til að notkun tölvunnar hefur náð ákveðnum markgildi og þá fara vifturnar í það að ná hitastiginu niður, svo minnkar notkunin aftur, en vatnið er ekki orðið nógu kalt og hitnar því meira.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 959
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 131
- Staða: Ótengdur
Re: Er til eitthvað svipað og þetta á íslandi? (Fan splitter
tdog skrifaði:Þú græðir í raun lítið sem ekkert á því að slökkva á viftunum þegar notkunin er lítil. Kælivatnið sjálft hitnar á ferð sinni um loopuna og hækkar því hitann í forðabúrinu, þetta heitara vatn fer svo aftur í gegnum loopuna þar sem það hitnar meira. Svona verður hringrásin þangað til að notkun tölvunnar hefur náð ákveðnum markgildi og þá fara vifturnar í það að ná hitastiginu niður, svo minnkar notkunin aftur, en vatnið er ekki orðið nógu kalt og hitnar því meira.
Þá bara stilli ég það þannig að vifturnar stoppa ekki en keyra bara hægar þegar hitinn er lítill, en vill geta stillt þetta úr stýrikerfinu og þá þarf ég að geta tengt þetta við móðurborðið, og svona græja stýrir mörgum viftum en vifturnar draga straum beint frá aflgjafanum.
En ég keypti bara það sem ég þarf og ætla að búa til svona græju.