Síða 1 af 2
Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 00:00
af appel
Þetta var nú þvílíkur afleikur hjá móður náttúru, þetta sumar eða hvað sem það kallast.
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 00:05
af Páll
Byð til guðs eftir betra sumari 2014
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 00:07
af RazerLycoz
Páll skrifaði:Byð til guðs eftir betra sumari 2014
skal hjálpa þér að biðja
vona bara að næsta sumar verði betri !
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 00:21
af Sucre
þetta sumar var nú bara mjög fínt hér á akureyri þið kannski búið bara ekki á réttum stöðum
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 08:32
af Bjosep
Sucre skrifaði:þetta sumar var nú bara mjög fínt hér á akureyri þið kannski búið bara ekki á réttum stöðum
Sumarið var þolanlegt, mjög fínt ... nei.
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 09:33
af GuðjónR
Það var ekkert sumar í Reykjavík 2013, það var:
a) Rok
b) Rigning
c) Rok og rigning
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 09:36
af Bjosep
Það var mjög fínt veður 6. ágúst
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 09:48
af Labtec
Það kom aldrei sumar
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 09:50
af jericho
Þvílík tímasetning að flytja til Noregs í apríl síðastliðnum og fá besta sumarið þar í landi í 60 ár
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 09:59
af isr
Það er allveg ótrúlegt að heyra í ykkur á suðvesturhorninu,bóngoblíða siðastliðin 4 til 5 sumur,svo kemur væta eitt sumar þá er allt í kalda kolu.
Ég bý á austurlandi þar sem hefur ekki verið sumar á mörg ár, að þessu undanskyldu og enginn kvartar,svo er allveg sama hvaða rás maður stillir á í útvarpinu allstaðar sama hveinið, rigning og rok.
Vonandi að það snjói mikið hjá ykkur í fjöll í vetur,svona í sárabætur þá geta menn skíðað,þeir sem ekki gátu sólað sig.
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 11:23
af blitz
Búið að vera frábært sumar, skil ekki þetta væl.
Það var ansi oft nóg að keyra rétt út fyrir höfuðborgarsvæðið til að losna við þennan þokubakka sem var oft yfir borginni og komast í bongó-blíðu
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 14:37
af Black
Fínasta sumar
Re: Sumarið búið
Sent: Sun 01. Sep 2013 15:21
af rapport
Þessi vifta dugði í sumar...
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 02:41
af zedro
Nei þessu rugli nenni ég ekki!
Farinn af þessu skeri! Þann 9 verður flúið land og beint til L.A. og þaðan í helgarferð til Vegas!
Mun hugsa fallega til ykkar í sólinni!
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 05:17
af demaNtur
Zedro skrifaði:Nei þessu rugli nenni ég ekki!
Farinn af þessu skeri! Þann 9 verður flúið land og beint til L.A. og þaðan í helgarferð til Vegas!
Mun hugsa fallega til ykkar í sólinni!
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 05:49
af ljoskar
Ég verð nú bara að segja að það var GEGGJAÐ sumar fyrir austan.
Kom til RVK í 1 dag og þá var rigning.
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 06:28
af Danni V8
Þetta sumar var alveg nógu gott fyrir mig! Fór bara á aðra landshluta við öll tækifæri og fékk að upplifa góða veðrið sem suðvesturhornið missti af.
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 09:19
af david
appel skrifaði::no
Þetta var nú þvílíkur afleikur hjá móður náttúru, þetta sumar eða hvað sem það kallast.
Verð að taka undir þetta, held ég hafi aldrei notað pollagallann eins mikið og í sumar.
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 09:51
af Jón Ragnar
Besta sumar ever. óháð veðri
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 19:30
af appel
Haglél áðan.
Snjór fram í júní, og svo haglél 2. sept. Sumarið er bara 1-2 mánuðir á þessum skeri.
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 20:41
af roadwarrior
First world problem
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 20:58
af urban
Þetta var frábært sumar !!
allavegana hjá mér.
er hættur að láta veður eyðileggja fyrir mér heilu mánuðina
(nema þegar að það er snjór lengi, það er eitthvað sem að á að vera á jöklum)
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 21:25
af gissur1
Jón Ragnar skrifaði:Besta sumar ever. óháð veðri
Fékk sveindómurinn að fjúka?
Re: Sumarið búið
Sent: Mán 02. Sep 2013 21:32
af Moldvarpan
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/sumarid-sem-aldrei-kom-i-reykjavik-eitt-hid-allra-versta-fra-arinu-1923Þetta var arfaslappt sumar, sérstaklega fyrir þá sem voru að vinna og fengu fáa frídaga til að fara eh útá land.
Re: Sumarið búið
Sent: Þri 03. Sep 2013 00:13
af nonesenze
isr skrifaði:Það er allveg ótrúlegt að heyra í ykkur á suðvesturhorninu,bóngoblíða siðastliðin 4 til 5 sumur,svo kemur væta eitt sumar þá er allt í kalda kolu.
Ég bý á austurlandi þar sem hefur ekki verið sumar á mörg ár, að þessu undanskyldu og enginn kvartar,svo er allveg sama hvaða rás maður stillir á í útvarpinu allstaðar sama hveinið, rigning og rok.
Vonandi að það snjói mikið hjá ykkur í fjöll í vetur,svona í sárabætur þá geta menn skíðað,þeir sem ekki gátu sólað sig.
shi... þú ert harður gaur, þú þarf alveg að flytja á vestfyrðina ... þá verður þú sennilega hulk