Síða 1 af 1
Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslandi?
Sent: Mið 28. Ágú 2013 20:10
af hakkarin
Ég spyr að því að ég fann 3DS hérna á amazon á 136.99 pund sem að á að vera sirka 25 þús krónur íslenskar
http://www.amazon.co.uk/Nintendo-3DS-Ha ... ywords=3dsEn hinsvegar þá kostar 3DS sirka 40-50 þús á flestum stöðum á Íslandi. Þó viðurkenni ég að þetta er fyrir sendingargjald (sem að ég held að sé reyndar ekki mikið) og skatt/toll. Veit eitthver hversu mikill skattur/tollur er rukkaður af þessu?
Og hversu sniðugt er það yfir höfuð að kaupa svona af Amazon ef að eitthvað bilar til dæmis?
EDIT: Og hvað með PS4? Væri betra að kaupa hana þegar að kemur á Amazon?
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Mið 28. Ágú 2013 20:22
af Daz
AmazonCoUk sendir til íslands frítt (fyrir pantanir yfir 25 pund minnir mig). Athugaðu að það á aðeins við um Amazon sjálft (eins og er í þessu tilfelli) en ekki marketplace seljendur.
Einnig dregur Amazon breskan VSK af verðinu áður en þú borgar það, svo lokaverðið er einhverjum 10% lægra en þetta verð sem þú sérð, svo díllinn verður bara betri.
Ofan á þetta leggjast svo 25,5% íslenskur VSK og 2-3000 í tollmeðferðargjald.
Alla leikjatölvur er miklu hagstæðara að kaupa af Amazon (CoUK) frekar en hérna heima. Þangað til þú þarft að fara að eiga við ábyrgðarviðgerðir, þeir standa við ábyrgðina, en gæti verið vesen útaf sendingarkostnaði og tíma.
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Mið 28. Ágú 2013 21:20
af hakkarin
Daz skrifaði:AmazonCoUk sendir til íslands frítt (fyrir pantanir yfir 25 pund minnir mig). Athugaðu að það á aðeins við um Amazon sjálft (eins og er í þessu tilfelli) en ekki marketplace seljendur.
Einnig dregur Amazon breskan VSK af verðinu áður en þú borgar það, svo lokaverðið er einhverjum 10% lægra en þetta verð sem þú sérð, svo díllinn verður bara betri.
Ofan á þetta leggjast svo 25,5% íslenskur VSK og 2-3000 í tollmeðferðargjald.
Alla leikjatölvur er miklu hagstæðara að kaupa af Amazon (CoUK) frekar en hérna heima. Þangað til þú þarft að fara að eiga við ábyrgðarviðgerðir, þeir standa við ábyrgðina, en gæti verið vesen útaf sendingarkostnaði og tíma.
Ha? Ertu að segja mér að verðið hækki ekki nema um bara svona 25% eftir skatta og tolla?
En hvað með leiki, er sami tollur á þeim?
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Mið 28. Ágú 2013 21:22
af Arkidas
Það er ekki tollur á tölvutengdum vörum - bara 25% virðisaukaskattur.
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Mið 28. Ágú 2013 22:05
af worghal
heim komin er þessi tölva um 32þús.
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Mið 28. Ágú 2013 22:24
af IL2
Og miðað við að það muni 8.000 myndi ég ekki kaupa hana úti. Þá væri ég að hugsa um ábyrgðarmál.
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Mið 28. Ágú 2013 22:26
af kiddi88
Það er 17.5% vsk á þessu svo án breska vsk er verðið 113 pund. 113*186.67 = 21000 *1.1(10% tollur) = 23200*1.255 (vsk) = 29119 svo plús 550kr í tollmeðferðargjald sem gerir = 29619 komin á pósthús með öllu. En já það er svona mikið ódýrara að panta þaðan en að kaupa hér. Verslaði mér wii u þarna um daginn þegar hún var á tilboði á 149 pund (123 pund án breska vsk) og var hingað komin fyrir rúman 30 þús.
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Fim 29. Ágú 2013 08:46
af vatr9
Hafið þið sem sagt keypt rafmagnstæki af amazon.co.uk?
Ég sé ekki betur en að í afhendingarskilmálum sé talað um að þeir sendi ekki slíkt til Íslands. Þeir sendi bara vörur í þessum flokkum: PC & Video Games, Toys & Games and Software
http://www.amazon.co.uk/gp/help/custome ... eId=524836
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Fim 29. Ágú 2013 09:05
af Daz
vatr9 skrifaði:Hafið þið sem sagt keypt rafmagnstæki af amazon.co.uk?
Ég sé ekki betur en að í afhendingarskilmálum sé talað um að þeir sendi ekki slíkt til Íslands. Þeir sendi bara vörur í þessum flokkum: PC & Video Games, Toys & Games and Software
http://www.amazon.co.uk/gp/help/custome ... eId=524836
Leikjatölvurnar falla þá líklega undir PC & Video games. Í það minnsta senda þeir allar leikjatölvur til íslands.
Re: Er betra/ódýrara að kaupa 3DS á Amazon heldur en á Íslan
Sent: Fim 29. Ágú 2013 09:06
af I-JohnMatrix-I
Ég hef verslað bæði ps3 og xbox360 vél á amazon.co.uk, þetta er einfaldlega lang hagstæðast ef maður tekur free shipping.