Síða 1 af 1
Magnkaup á ákveðnum matvörum, hvert á að fara ?
Sent: Þri 27. Ágú 2013 00:00
af vesley
Topicið segir flestallt, fínt að búa til umræðuverð um þetta.
mér bara blöskrar við verðinu á hnetum í t.d. bónus. Er ekki hægt að kaupa neins staðar 1kg eða álíka á mannsæmandi verði ?
Og svo varðandi kjötið, segjum að ég myndi kaupa 10kg af kjúklingabringum, hvert ætti ég að fara
Jafnvel eggjahvíturnar, hef heyrt af garra en aldrei tjekkað nóg á því.
Re: Magnkaup á ákveðnum matvörum, hvert á að fara ?
Sent: Þri 27. Ágú 2013 01:02
af Nothing
Varðandi kjúklingabringurnar, verðuru að taka það í gegnum fyrirtæki...
Getur gleymt því að tala við matfugl, Sölukonan sem ég talaði við er ekki alveg starfi sínu vaxinn og verðið er c.a. 2800kr/kg án VSK.
Holta eru rosalega liðlegir og almennilegir, minnir að kg verðið sé kringum 1800-1900kr/kg án VSK. Mæli frekar að versla en að kaupa euroshopper kjúklingabringurnar í bónus.
Sambandi við eggjahvíturnar, þá er garri málið.
Þetta hljómar eins og þú sér að stunda vaxtarækt/fitness/kraftlyftinar gæti það passað ?
Re: Magnkaup á ákveðnum matvörum, hvert á að fara ?
Sent: Þri 27. Ágú 2013 01:09
af Baldurmar
Re: Magnkaup á ákveðnum matvörum, hvert á að fara ?
Sent: Þri 27. Ágú 2013 09:17
af AntiTrust
Vitiði hvernig díllinn er á hvítum hjá Garra?
Re: Magnkaup á ákveðnum matvörum, hvert á að fara ?
Sent: Þri 27. Ágú 2013 09:30
af Daz
Hollt og heim
Kasjú hnetur 3700 kall kílóið. Þær kosta 1700 kall kílóið í bónus. S.s. ekki gott verð.
Re: Magnkaup á ákveðnum matvörum, hvert á að fara ?
Sent: Þri 27. Ágú 2013 09:42
af Gúrú
Þetta magn sem þú ert að nefna af þessum vörum er ekki beint "magnkaup" samt sem áður.
Getur ekki búist við því að fá betra verð en (Bónus+þeirra álagning).