worghal skrifaði:mér finnst bara alger óþarfi af þessum búðum að verðsetja þetta 7 þúsund krónum dýrara
Tjah, borðið kostar 150$ úti og gera má ráð fyrir ca. 15$ í sendingarkostnað með temmilegri sendingu að utan ef við gefum okkur að þeir kaupi þetta frá USA. Ef þetta er frá norðurlöndunum með Nordic layouti (eins og það er auglýst hjá Tölvulistanum) þá má gera ráð fyrir að það sé dýrara.
Allavega, 165USD á genginu 120.5kr/USD með 25.5% vask gerir 24.953kr.-, sem þýðir að 31.900kr.- er 27.8% álagning.
Það er voðalega skrítið að horfa bara á verðið hjá samkeppnisaðila, á vöru sem hann á ekki einu sinni til, og segja að þér finnist óþarfi að verðsetja það 7.000kr.- dýrara, getur vel verið að þetta sé vel gamalt verð sem miðaðist við tilboðsverð sem þeir fengu að utan o.s.frv.
Ég get þó engan veginn varið verðið á G27...