Síða 1 af 1

Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Mið 21. Ágú 2013 22:59
af Yawnk
http://www.amazon.com/Coolit-Systems-US ... B000EDJJMI

Langar alveg þvílíkt í svona, en er eitthvað svona til á Íslandi? :svekktur

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Mið 21. Ágú 2013 23:05
af nonesenze

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Mið 21. Ágú 2013 23:10
af worghal

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Mið 21. Ágú 2013 23:14
af Yawnk
nonesenze skrifaði:þú pantar þetta bara hér

Ég hélt að Amazon sendir ekki til Íslands???
Svo kann ég það ekki, hef aldrei pantað neitt að utan áður!

@Worghal - Var búinn að sjá þetta áður, en það komast bara litlar flöskur í þetta (330ml) D:

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Mið 21. Ágú 2013 23:15
af danniornsmarason

Er verið að kaupa sér svona fyrir veturinn, þar sem það er alltaf svo heitt að drykkirnir hitna :guy

hef samt alltaf langað að vita hvernig þetta virkar og hvort þetta virkar vel :happy

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Mið 21. Ágú 2013 23:18
af Yawnk
danniornsmarason skrifaði:

Er verið að kaupa sér svona fyrir veturinn, þar sem það er alltaf svo heitt að drykkirnir hitna :guy

hef samt alltaf langað að vita hvernig þetta virkar og hvort þetta virkar vel :happy

Já, ég er bara að vona að sumarið sé rétt að byrja, það kom víst aldrei þessa síðastliðnu mánuði, ég trúi ekki öðru en að þessi vetur verði sjóðandi heitur og sólríkur, við eigum það bara skilið? :megasmile

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Mið 21. Ágú 2013 23:58
af Brand Ari
heyrðu þessir usb kælar er víst bara allgjört drasssl sem oftar en ekki stútaði usb portinu þínu og jafnvel móðurborðinu þínu .
myndi sleppa því að fá mér svona . En jú eitthvað fer það eftir gæðunum , því dýrara því betra , ef það er ódyrt þeim mun meira drassl .

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Fim 22. Ágú 2013 00:22
af Yawnk
Brand Ari skrifaði:heyrðu þessir usb kælar er víst bara allgjört drasssl sem oftar en ekki stútaði usb portinu þínu og jafnvel móðurborðinu þínu .
myndi sleppa því að fá mér svona . En jú eitthvað fer það eftir gæðunum , því dýrara því betra , ef það er ódyrt þeim mun meira drassl .

Félagi minn á svona alveg eins tæki og ég linkaði á í upprunlega innleggi, og aldrei í neinu veseni með það, ár eftir ár, og kælir víst mjög vel.
*Eða svona ''vel'' miðað við verð og hvað þetta er..

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Fim 22. Ágú 2013 00:40
af worghal
er ekki bara málið að redda svona og setja upp á kælingu, tengja svo bara í internal usb? :happy
væri funky kæling og gaman að sjá ef einhver hefur gert þetta xD

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Fim 22. Ágú 2013 09:22
af playman
En afhverju USB kælir?
Afhverju ekki bara lítin 220v kælir?
Er búin að vera að nota ein í rúmlega 2 ár nonstop, og fékk hann notaðann
mjög svipaður þessum hérna, þetta er örugglega nýa línan frá Dantax
Mynd
Hann er 220v og 12v og tekur um 60w, og kælir vel.

Re: Hvar fæ ég svona? [USB 'gos' kælir]

Sent: Fim 22. Ágú 2013 09:28
af steinarorri
Einhversstaðar heima á ég lítinn usb kæli sem passar fyrir eina (33cl) gosdós. Hann er falur fyrir lítinn pening að því gefnu að ég finni hann.