Veislustjóri í brúðkaupi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
g0tlife
1+1=10
Póstar: 1176
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Veislustjóri í brúðkaupi

Pósturaf g0tlife » Mið 21. Ágú 2013 16:31

Jæja vaktarar núna vantar mig hjálp. Systir mín er að fara gifta sig í lok næsta mánaðar og hún skráði mig sem veislustjóra á boðskortin og allir að treysta á mig til að gera þetta skemmtilegt brúðkaup.

Þið sem hafið farið í nokkur brúðkaup eða haldið þannig sjálfir meigið endilega koma með punkta. Ein spurning með tónlist. Vill maður hafa gítarspilara úti horni að tjá sig ? Ef svo hvar finnur maður þannig ?

Þetta er í heimahúsi(parhús) með palli bakvið og búist er við 60-70 manns


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Veislustjóri í brúðkaupi

Pósturaf trausti164 » Mið 21. Ágú 2013 18:13

Reddaðu Skálmöld, Fólkið mun digga það í botn :D


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W


GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Veislustjóri í brúðkaupi

Pósturaf GTi » Mið 21. Ágú 2013 18:37

Ég var veislustjóri í brúðkaupi bróður míns.

Ég mæli með því að þú verðir með allt tímanlega og allt props tilbúið í alla leiki. Þó það sé props sem ætti að vera virkilega auðvelt að redda... Ekki láta á það reyna á seinustu stundu. :happy

Vertu með skipulagða dagskrá sem þú ferð eftir.

Gefðu öðrum tækifæri á því að ávarpa gestina.

Ég á að eiga einhverstaðar fullt af gögnum og hugmyndum fyrir veislustjórn. Það er einhverstaðar á einhverjum flakkaranum. Skal athuga hvort ég finni það.

Annars er þessi síða fín:
http://www.brudkaup.is/Brudkaupsgestir/Veislustjorn/

*Bætt við*

Byrjaðu strax á því að tala við vini og ættingja um að finna skemmtilegar myndir eða rifja upp sögur af þeim. Bjóða þeim að segja sjálf frá eða þá að þú segir söguna.

Ég var annars bara með rólega dinnertónlist sem ég fann á netinu.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1568
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 41
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Veislustjóri í brúðkaupi

Pósturaf Benzmann » Mið 21. Ágú 2013 20:25

alltaf einhver gæji að spila á gítar við austurstræti um helgar, getur prófað að spyrja hann.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Veislustjóri í brúðkaupi

Pósturaf rapport » Mið 21. Ágú 2013 20:45

Ég hef verið veilsustjóri á árshátíðum en aldrei brúðkaupum.

Aðal tippsið sem ég fékk frá fyrirrennara mínum var að ekki plana of mikið, fólk verður að skemmta sér sjálft.

En leikir eru til að hrista saman fólk og ólíka hópa s.s. deildir hjá fyrirtækjum = fjölskyldur í brúðkaupum, þannig kynnist fólk, sérstaklega ef þau eru sett saman í lið.

T.d. væri sniðugt að láta pabba brúðhjónanna keppa saman á móti mæðrum þeirra eða e-h álíka. Leikurinn verður að vera siðsamur.

En svo verður þú að kanna hvað systir þín vill að sé á dagskrá og hvort það er eitthvað sem á alls ekki að vera á dagskrá...



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Veislustjóri í brúðkaupi

Pósturaf tdog » Fim 22. Ágú 2013 16:22

Ýjaðu að því að þú hafir átt eina nótt með brúðgumanum sjálfur og segðu systir þinni að hún verð ekki fyrir vonbrigðum á brúðkaupsnóttina.



Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Veislustjóri í brúðkaupi

Pósturaf trausti164 » Fim 22. Ágú 2013 17:39

tdog skrifaði:Ýjaðu að því að þú hafir átt eina nótt með brúðgumanum sjálfur og segðu systir þinni að hún verð ekki fyrir vonbrigðum á brúðkaupsnóttina.

Hér vantar "like" takka.


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Veislustjóri í brúðkaupi

Pósturaf Xovius » Fim 22. Ágú 2013 17:58

Það er pottþétt helling af skemmtilegum fjölskyldumeðlimum þarna sem gætu verið tilbúnir að koma með atriði og sögur. Nýttu þér það eins og þú getur og þá færðu góðann fjölbreytileika í þetta...