Síða 1 af 1
DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 14:50
af danniornsmarason
Sælir, ég var að hugsa mér að panta einhverja hluta af DX.com en er ekki viss hvort þetta er legit síða, mig langaði að vita hvort einhverjir af ykkur hafa reynslu við þessa síðu erða hvort þið þekkið einhverja sem hafa renyslu?
Re: DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 14:54
af Fletch
já, þetta er legit
hef pantað þarna og þekki fleiri, ship'uðu mjög fljót og var ca 2 vikur á leiðinni
Re: DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 14:57
af danniornsmarason
Fletch skrifaði:já, þetta er legit
hef pantað þarna og þekki fleiri, ship'uðu mjög fljót og var ca 2 vikur á leiðinni
Takk fyrir þetta! Hef heyrt að þetta er mjög góð síða og sendir allt fljótt en vildi heyra það líka frá einhverjum hérna
Re: DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 17:15
af Pandemic
Hef pantað þaðan og allt hefur komið en stundum er það allt að 4 vikur á leiðinni.
Re: DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 17:33
af beatmaster
Allt legit og virkar fínt, getur samt verið lengi á leiðinni, 5 vikur hef ég mest lent í að þurfa að bíða
Re: DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 17:49
af sakaxxx
Èg hef oft panntað af dx.com það tekur mislangan tíma að koma stærri pakkar eru oftast fljótari á leiðinni
Re: DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 17:58
af danniornsmarason
Takk fyrir þetta, þá er bara að panta og bíða eftir pakkanum.
Re: DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 18:14
af beggi90
Hef pantað þaðan nokkrum sinnum.
Yfirleitt 2-4 vikna bið.
Lenti einu sinni í 2 mánaða bið eftir sendingu.
Það virðist vera að þeir láti ekki alltaf vita þegar hlutir eru ekki til.
Re: DX.com reynsla?
Sent: Lau 17. Ágú 2013 19:16
af hagur
Þetta er solid síða, hef pantað þaðan ótal sinnum. Eins og hefur komið fram tekur shipping mislangan tíma, allt frá viku upp í 4-5.
Re: DX.com reynsla?
Sent: Sun 18. Ágú 2013 17:18
af starionturbo
DX er awesome. Versla mest af micro controller hardware (klónuðum aðalega), en þetta er á kúk og kanil.
Hef lent í sendingum sem koma ekki, en það voru bara 2 af svona 40 sem ég hef gert.
Re: DX.com reynsla?
Sent: Mið 25. Sep 2013 14:46
af danniornsmarason
þegar ég var búinn að bíða í mánuð þá kom að þeir voru búnir að senda þetta, nú er komin 2 vikur síðan þá, man ieinhver hvað það tók langan tíma að senda þetta ? þetta er ágætlega stórpakki (með mikið að littlum hlutum eins og mýs síma heyrnatól ofl)
væri fínt að heyra hvað sumir hafa þurft að bíða svo maður viti hvort það er mjög langt í þetta eða ekki
Re: DX.com reynsla?
Sent: Mið 25. Sep 2013 14:51
af chaplin
Hún er fín, getur tekið smá tíma fyrir vörurnar að koma og hef lent í því oftar en ekki að panta marga mismunandi hluti, fengið þá í 6 mismunandi sendingum og þurft að greiða 550 kr fyrir per sendingu. Hef einu sinni ekki fengið vöruna senda og fékk þá endurgreitt.
Re: DX.com reynsla?
Sent: Mið 25. Sep 2013 15:10
af Pandemic
chaplin skrifaði:Hún er fín, getur tekið smá tíma fyrir vörurnar að koma og hef lent í því oftar en ekki að panta marga mismunandi hluti, fengið þá í 6 mismunandi sendingum og þurft að greiða 550 kr fyrir per sendingu. Hef einu sinni ekki fengið vöruna senda og fékk þá endurgreitt.
Þarft ekki að gera það, sendir bara tollinum að þetta sé split shipment. Þá er þetta allt afgreitt sem ein sending.
Re: DX.com reynsla?
Sent: Mið 25. Sep 2013 16:08
af danniornsmarason
takk fyrir svör en þessi svör voru ekki beint þau sem ég var að leitast efti, mig langar að vita hvað tók sirka langan tíma að bara senda þetta til íslands
Re: DX.com reynsla?
Sent: Mið 25. Sep 2013 16:22
af dori
Ég veit ekki hvað "þá kom að þeir voru að þetta" þýðir. Ætla að giska á að það vanti "senda" inn í setninguna.
Ef þú pantar hluti frá þeim sem eru ekki í stock og biður um að þetta komi í einum pakka þá getur tekið slatta tíma fyrir pakkann að fara af stað. Ég hef mest séð pakka vera 1,5-2 mánuði á leiðinni frá greiðslu en það var einmitt eitthvað dæmi þar sem eitthvað var ekki í stock þegar pöntunin fór í gegn.
Það hjálpar þér ekkert að vita hvort það sé langt í þinn pakka eða ekki. Ef þeir segjast hafa sent hann af stað þá er hægt að treysta því. Ég myndi gefa þessu mánuð frá því að þeir segjast hafa gert það og að þeim tíma liðnum tilkynna að hluturinn hafi ekki skilað sér.
Re: DX.com reynsla?
Sent: Mið 25. Sep 2013 16:45
af worghal
danniornsmarason skrifaði:takk fyrir svör en þessi svör voru ekki beint þau sem ég var að leitast efti, mig langar að vita hvað tók sirka langan tíma að bara senda þetta til íslands
flest allir eru búnir að gefa þér einhverskonar tíma glugga hvað þetta ætti að taka langann tíma.