Síða 1 af 1

Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 09:21
af Arnarmar96
Titillinn segir sig sjálft, er annars eitthvað opið í dag? Tölvulistinn/ eitthverjar sjoppur/búðir?/pósturinn t.d. segir ekkert á síðunni þeirra?

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 09:29
af Lexxinn
Þessi spurning kemur nánast upp á hverjum einasta frídegi, en er ekki hagkaup alltaf opið og þessi helstu bakarí allavegan.

Edit: Heyrðu jú!!! Það er opið á N1 í hafnarfirði við Lækjarskóla!

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 10:23
af lukkuláki
Arnarmar96 skrifaði:Titillinn segir sig sjálft, er annars eitthvað opið í dag? Tölvulistinn/ eitthverjar sjoppur/búðir?/pósturinn t.d. segir ekkert á síðunni þeirra?


Engar búðir opnar nema einstaka sjoppur og matvöruverslanir þetta á að heita frídagur verslunarmanna og í rauninni ætti meira að vera lokað í dag.

Nóatún er allavega opið.
Hagkaup Skeifu, Garðabæ og Eiðistorgi.
Krónan Granda, Mos Reykjavíkurvegi HF. og í Lindum

Tölvubúðir eru allar lokaðar og pósturinn er með lokað.

Fjarðarkaup eru samt flottastir þeir lokuðu kl 19 á föstudag og opna á morgun. Fólk á bara að gera ráðstafanir þegar svona helgar koma.

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 10:51
af Arnarmar96
jáá, málið er bara, ég er 16 ára gutti og nenni ekki að elda í kvöld :/ og svo ætlaði ég líka að kaupa mer nýja mús :face

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 11:07
af lukkuláki
Arnarmar96 skrifaði:jáá, málið er bara, ég er 16 ára gutti og nenni ekki að elda í kvöld :/ og svo ætlaði ég líka að kaupa mer nýja mús :face


Örugglega opið á hinum og þessum skyndibitastöðum í dag og músina geturðu kannski keypt hérna á vaktinni ef einhver er að selja ;)

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 11:10
af Arnarmar96
lukkuláki skrifaði:
Arnarmar96 skrifaði:jáá, málið er bara, ég er 16 ára gutti og nenni ekki að elda í kvöld :/ og svo ætlaði ég líka að kaupa mer nýja mús :face


Örugglega opið á hinum og þessum skyndibitastöðum í dag og músina geturðu kannski keypt hérna á vaktinni ef einhver er að selja ;)


ætla vona það, ég er orðinn svo vanur CM storm Spawn músinni að ég líklegast kaupi hana bara aftur :megasmile

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 12:01
af urban
vonandi hvergi

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 12:10
af Lexxinn
Dominos er líklegast opið eitthversstaðar og Búllan í hafnarfirði er alltaf opin, þori ekki að fara með það hvort hinar séu opnar...

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 12:24
af Arnarmar96
Allt opið hjá Dominos í dag, nema í kringlunni reyndar.. en Þakka þetta :)

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 14:55
af gissur1
Mér finnst frekar skrítið að þeir einu (nánast) sem vinna um VERSLUNARMANNAhelgina eru einmitt þeir sem vinna í verslunum.

Hvað finnst ykkur?

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 15:28
af lukkuláki
gissur1 skrifaði:Mér finnst frekar skrítið að þeir einu (nánast) sem vinna um VERSLUNARMANNAhelgina eru einmitt þeir sem vinna í verslunum.

Hvað finnst ykkur?



Verslunarfólk eru svo mikilvægt fólk og fjölmenn stétt að það getur eiginlega enginn iðnaðarmaður unnið í dag nema hann sé með allt til alls því ekki fer hann að versla neitt í verkið.

Í sjálfu sér finst mér þetta í lagi svo lengi sem þeir sem eru að vinna gera það af fúsum og frjálsum vilja.
Það eru alltaf einhverjir sem vantar pening og eru til í að vinna.

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 16:07
af GuðjónR
Sjómannadagur, frídagur verslunarmanna, af hverju er ekki frídagur iðnaðarmanna?

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 16:09
af siggik
GuðjónR skrifaði:Sjómannadagur, frídagur verslunarmanna, af hverju er ekki frídagur iðnaðarmanna?


kallast það ekki kaffitímar ? BRUMMTISS :D

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 16:20
af urban
GuðjónR skrifaði:Sjómannadagur, frídagur verslunarmanna, af hverju er ekki frídagur iðnaðarmanna?


1. maí

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 16:26
af Black
kfc

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 17:33
af ASUStek
Sundlauginni á Hofsósi, getið keypt ykkur ís og fengið kaffi ef þið viljið keyra 4 tíma :)

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 18:51
af Bjosep
Verðið þið ekki búin að loka klukkan 21:33 þegar allir mæta á svæðið?

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 19:08
af tdog
urban skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Sjómannadagur, frídagur verslunarmanna, af hverju er ekki frídagur iðnaðarmanna?


1. maí


1. maí er barattudagur réttinda verkafólks. Iðnaðarmenn eru ekki verkamenn.

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 19:19
af Cikster
Ég er nú meira að bíða eftir frídegi alþingismanna .... eða kennara. :þ

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 23:18
af g0tlife
Cikster skrifaði:Ég er nú meira að bíða eftir frídegi alþingismanna .... eða kennara. :þ


frídagur atvinnulausa

Re: Hvað er opið í dag, frídagur verslunarmanna?

Sent: Þri 06. Ágú 2013 01:35
af Swanmark
Ekki bónus >:l

En Kornið var það, so it was kay.