Síða 1 af 1

Viðgerðir á Delonghi Magnifica ESAM 3500

Sent: Lau 03. Ágú 2013 17:27
af Garri
Sælir

Verslaði mér svona kaffivél fyrir sirka tveimur árum. Er að lenda í smá vandræðum og vantar helst upplýsingar. Er á Akureyri og kannski of mikið vesen að senda þetta suður.

Málið er að vélin virðist eiga í vandræðum með að parkera kaffi-pressunni þegar ég slekk á vélinni. Heyri að mótorinn er að erfiða og sé á ljósum að hann tekur hellings rafmagn við þá aðgerð.

Veit einhver hér hver gæti verið að gera við þetta og eða veita upplýsingar um þetta tiltekna vandamál. Hr. Gúgul virðist ekkert vita.

Kv. Bjarni - Garri

Re: Viðgerðir á Delonghi Magnifica ESAM 3500

Sent: Mán 05. Ágú 2013 18:35
af biturk
Er þetta ekkibara orðið skítugt og styrrt

sent úr s2

Re: Viðgerðir á Delonghi Magnifica ESAM 3500

Sent: Mán 05. Ágú 2013 21:16
af rapport
Ég hef brennt mig á að kaupa ítalska framleiðslu, kaffivél...

Ál og steypt járn var skúfað saman í katlinum á þeirri kaffivél og tærðust festingar í sundur og innaní katlinum voru hvítar perlur af einhverskonar kalki eða kísil, var mjög spennó að taka í sundur.

En Saeco vélin sem tengdaforeldranir gáfu okkur hjónum stuttu seinna er búin að standa sína plikkt og vel það...