Síða 1 af 1

Vísir hefur rangt fyrir sér í frétt

Sent: Þri 16. Júl 2013 13:19
af capteinninn
Var að skoða Vísi og sá þar frétt um Hyperloop sem Elon Musk og fyrirtæki í hans eigu eru að þróa.

Fréttin er kolröng því að Elon hefur ekki ennþá gefið út neinar útlistanir á hvernig tæknin er og mun ekki gera það fyrr en 12 ágúst eins og sést á þessu tweeti frá honum.

Vísir sá hinsvegar frétt um þetta sem er röng og er að auglýsa eitthvað annað verkefni frá aðilum sem heita ET3 sem er allt annað.
Skil ekki hvernig hægt er að rannsaka fréttina ekki neitt, ég googlaði Elon Musk Hyperloop og það kom efst upp niðurstöður sem fjalla um að hann hafi ekki gefið upp neinar upplýsingar um tæknina.

Annars hljómar þetta mjög vel og mér finnst ótrúlegt hvað Elon fær lítið credit fyrir alla þá tæknilegu þróun sem hann hefur verið að koma fram með t.d. Tesla bílana og SpaceX fyrirtækið sitt.

Re: Vísir hefur rangt fyrir sér í frétt

Sent: Þri 16. Júl 2013 13:32
af dori
Það er ekki frétt að íslensk fréttastofa hafi rangt fyrir sér og rannsaki ekki orðróm áður en þeir kynna það sem sannleika.

Re: Vísir hefur rangt fyrir sér í frétt

Sent: Þri 16. Júl 2013 18:18
af appel
Alltaf þegar ég sé frétt um eitthvað sem ég veit mikið um þá finnst mér sem fréttin sé stútfull af staðreyndarvillum og bara illa skrifuð af einstaklingi sem ekkert hefur kynnt sér málið.

Þá veltir maður fyrir sér gæðum frétta almennt, um eitthvað sem ég veit lítið um. Maður má ekki lesa frétt sem heilögum sannleik.

Þetta eru áróðursplögg ákveðinnar elítu, fjármagnseigenda, sjávarútvegskóngafólks, og pólitíkusa.

Re: Vísir hefur rangt fyrir sér í frétt

Sent: Þri 16. Júl 2013 21:20
af Viktor
Ekki í fyrst né seinasta skipti :)

Mynd