Síða 1 af 1

Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 10:17
af snjokaggl
Jæja, þá er Skakkiturninn ehf búinn að kæra þessa auglýsingu hérna:


http://www.visir.is/samsung-auglysingin-kaerd---sogd-vega-ad-samkeppnisadila/article/2013707159991

Persónulega finnst mér það mjög aumt af Skakkaturninum að vera kæra þetta sem "samanburðarauglýsingu" þar sem að vörumerkið Apple eða iPhone koma hvergi fram þarna, og síðast þegar að ég vissi var Apple ekki búinn að kaupa einkaleyfi á öll epli.

Þeir hafa greinilega ekki hugmyndaflug í svara fyrir sig með skemmtilegri auglýsingu og klaga bara, það er alveg þekkt í auglyínsgageiranum að taka létt lúmsk skot á samkeppnisaðila og svara þá hin fyrirtækin oftar en ekki fyrir sig í stað þess að kæra auglýsinguna.

Ég á hvorki iPhone né Galaxy, en fannst ég verða að tjá mig ræfilskapinn í skakkaturninum, hvað finnst ykkur?

Skakkiturninn ehf, þið eignuðust boycotter í dag!

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 10:28
af Stutturdreki
Þetta verður bara til þess að þeir fáu sem hafa ekki séð þessa auglýsingu eiga eftir að vilja sjá hana líka.

http://en.wikipedia.org/wiki/Streisand_effect

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 11:06
af kfc
Mynd

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 11:12
af AntiTrust
Kjánalegt umfram minn orðaforða. Ég bara.. Þetta er.. Hvað eru þeir að.. ?

Sigh.

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 11:15
af demaNtur
AntiTrust skrifaði:Ég bara.. Þetta er.. Hvað eru þeir að.. ?


Mynd

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 11:16
af tlord
Það má alveg óska samsung til hamingu með þennan keppinaut naut naut naut hahahahahahahh

:)

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 11:28
af Stutturdreki


Skakkiturnin ætti kannski að kæra þessar líka..

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 11:33
af snjokaggl
Ef þeim skyldi svo ólíklega takast að vinna þetta mál, hvernig ætli framhaldið yrði?

Ég meina núna er Youtube hýst í útlöndum og engin ástæða fyrir þá að eyða út myndbandi sem varðar ekki lög í því landi sem það er hýst.
Núna er ég löngu hættur að horfa á sjónvarp en er þessi auglýsing í almennri spilun í íslensku sjónvarpi?

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 12:07
af tlord
takk fyrir að skýra auglýnguna, Apple:

„Sauðkindin táknar notanda Apple iPhone. Hann fylgir hjörðinni en tekur ekki þátt í gleðinni sem fylgir notkun á vöru kærða,“ er útskýrt í kærunni.

þetta er algjört WTF

einhver iphone eignadi ætti að kæra apple fyrir meiðyrði.......

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 12:34
af biturk
þetta er alveg típískt hjá þessu skítafyrirtæki

kemur auglýsing sem verður fræg og fer útum allan heim, þá er þeirra útspil að reina að banna hana til að skemma fyrir keppinautnum


styrkir enn meira mína skoðun að það er algerlega vitsmunaskert lið sem stjórnar hjá þessu companýi :face

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 12:58
af dori
biturk skrifaði:þetta er alveg típískt hjá þessu skítafyrirtæki

kemur auglýsing sem verður fræg og fer útum allan heim, þá er þeirra útspil að reina að banna hana til að skemma fyrir keppinautnum


styrkir enn meira mína skoðun að það er algerlega vitsmunaskert lið sem stjórnar hjá þessu companýi :face

Sem stjórnar hjá Skakkaturni þá?

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 13:00
af biturk
dori skrifaði:
biturk skrifaði:þetta er alveg típískt hjá þessu skítafyrirtæki

kemur auglýsing sem verður fræg og fer útum allan heim, þá er þeirra útspil að reina að banna hana til að skemma fyrir keppinautnum


styrkir enn meira mína skoðun að það er algerlega vitsmunaskert lið sem stjórnar hjá þessu companýi :face

Sem stjórnar hjá Skakkaturni þá?



.....já :shock:

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 13:23
af dori
biturk skrifaði:
dori skrifaði:
biturk skrifaði:styrkir enn meira mína skoðun að það er algerlega vitsmunaskert lið sem stjórnar hjá þessu companýi :face

Sem stjórnar hjá Skakkaturni þá?



.....já :shock:

Þeir mega alveg eiga það að þetta fyrirtæki hefur tekið stórfurðulegar ákvarðanir í gegnum tíðina. Alveg margt sem bendir til þess að þeir hefðu gott af að taka höfuðið útúr rassgatinu á sér.

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 14:19
af tlord
í upphafs innlegginu mis-las ég óvart 'Skíturinn' í fyrstu línunni

furðuleg lesblinda.....not

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 14:28
af Viktor
Skelfileg auglýsing, enn lélegra að kæra hana.

Re: Epli og appelsínur

Sent: Mán 15. Júl 2013 15:13
af Tiger
Sallarólegur skrifaði:Skelfileg auglýsing, enn lélegra að kæra hana.


Nákvæmlega það sem ég hugsaði!

Re: Epli og appelsínur

Sent: Þri 16. Júl 2013 01:47
af CendenZ
Bíddu hvernig hafa auglýsingar skakkaturnsins verið núna síðustu 3-4 árin ??

Hafa þeir ekki logið að hverjum einasta íslendinga að það séu engir vírusar og ekkert spyware í mac ?
Ég held nú það.

Re: Epli og appelsínur

Sent: Þri 16. Júl 2013 08:58
af Sydney
kfc skrifaði:Mynd

Mynd

Re: Epli og appelsínur

Sent: Þri 16. Júl 2013 09:26
af Bjosep
Þið áttið ykkur vonandi á því að hér er verið að kæra fyrir meint brot á íslenskum lögum. Auglýsingar sem birst hafa í BNA koma þessu máli ekkert við.

Re: Epli og appelsínur

Sent: Þri 16. Júl 2013 10:05
af Labtec
Sem Samsung notandi ég skammast minn fyrir þessa glataða auglysingu, hverjum datt þetta í hug